Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR Hulda og Flnnur (lengst tll vinstri) ásamt nokkrum gagnrýn endanna. Kvikmyndahátíð Frh. af bls. 22 Þá lagði gamla brýnið Jean-Paul Bel- mondo hönd á plóginn í ríkum mæli og formaður dómnefndarinnar var sýningar- stúlkan heimsfræga Carole Bouquet, sem við íslendingar höfúm t.d. séð oít undan- farið í auglýsingum fýrir ilmvatnið Chanel nr. 5. Það voru ekki aðeins unglingamyndirn- ar sem gagnrýnendurnir horfðu á. Sérstak- ar sýningar voru jafnframt á gamalkunnum úrvalsmyndum í tengslum við hátíðina. „Við sáum m.a. kvikmyndina „Eve“ með Betty Davis og Anne Baxter í aðalhlutverk- um,“ sagði Hulda í viðtali við Vikuna. „Þeg- ar við mættum til sýningarinnar tók kvik- myndaleikkonan Charlotte Rampling á móti okkur og ræddi stuttlega við okkur. Einnig heilsuðum við upp á þau Michel Jazy og Bernard Kouchner." Kvikmyndin sem þótti best var norska myndin „Nattseileren“ gerð af Tor M. Torstad. Besti karlleikarinn var svo kan- adískur og besta leikkonan sovésk. Mesta aðdáun íyrir búninga og sviðsmynd nutu svo franska myndin Brúðkaup Fígaró og pólska myndin Kingsize. Sérstök dóm- nefndarverðlaun hlaut svo ffæðslumynd um líf apa og þótti hún jafnframt með besta hljóðið. Kvikmyndasýningarnar fóru fram í ein- um af sýningarsölum kvikmyndahússins George V við breiðstrætið heimsþekkta Champs-Elysees. Að lokinni setningarat- höfninni sat dómnefndin glæsilegan kvöld- verð ásamt aðstandendum kvikmyndasam- keppninnar á veitingastaðnum Fouquet’s. „Okkur krökkunum þótti það svolítlð sérkennilegt, vægast sagt, að þurfa að fara nteð hópferðabílnum frá setningarathöfn- inni til kvöldverðarins," segir Hulda. „Við ókum þá fáeinu metra sem voru að Sigur- boganum, snérum þar við og ókum að veitingastaðnum, sem reyndist standa beint á móti kvikmyndahúsinu, hinum megin við breiðstrætið. En svona átti þetta eftir að vera alla vikuna. Við máttum ekk- ert ganga, alltaf ekið á milli allra staða.“ Lokahófið fór fram að viðstöddu miklu fjölmenni á öðrum stórglæsilegum veit- ingastað, Circus Line. Var bæði sjónvarpað og útvarpað beint frá verðlaunaafltending- unni, en sægur fjölmiðlafólks hafði nánast fylgt hópnum eftir hvert fótmál alla vik- una. „Það var líka farið með okkur í heim- sókn í sjónvarpssal og vorum við gestir í beinni sjónvarpsútsendingu þáttar í ffanska sjónvarpinu," segir Hulda. „Einnig heimsóttum við Radíó France og ritstjórn- arskrifstofúr dagblaðs og stærsta, franska unglingablaðsins Okapi. Auðvitað var svo líka farið með okkur á helstu ferða- mannastaði borgarinnar eins og t.d. að Eif- fel turninum, sem náði hundrað ára aldri í vikunni sem við komum til Parísar. Við fórum líka að skoða okkur um á Montmar- tre og litum þá meðal annars inn í Sacré- Cæur kirkjuna þar á hæðinni og einn dag- inn skoðuðum við áhugavert safn hvers konar faratækja, allt frá hestvögnum til járnbrautarlesta." Einn helsti stuðningsaðili Festival Int- ernational du Film auk franskra fjölmiðla var franska sportvörufyrirtækið Adidas, en auk þess að styðja hátíðina af rausnarskap hlóð fyrirtækið gjöfúm á dómnefndina. „Þetta var hörkuvinna firá því snemma á morgnana og langt ffam á kvöld. Dagskrá- in var svo stíf að það gafst tæpast tími til að depla auga,“ segir Hulda. „En þetta var af- skaplega skemmtilegt og þá sérstaklega það að kynnast krökkum af svo ólíku þjóð- erni. Við Finnur voru þau einu frá Norður- löndunum, en þarna voru krakkar ffá Bandaríkjunum, Kanada, Sovétríkjunum, Japan, Afríku, írlandi, Englandi, Grikk- landi, Indlandi, Ítalíu, Póllandi, Túnis, Brasilíu og Egyptalandi. Með okkur tókst mjög góður vinskapur og grétu margir þegar leiðir skildu í lokin enda afar ósenni- legt að nokkurt okkar eigi eftir að hittast aftur síðar á lífsleiðinni. Og þó, hver veit,“ bætir Hulda við. „Ég hef heitið því að líta við hjá írsku stelpunni ef ég verð ein- hverntíma á ferð um heimaborg hennar. Ólíklegra þykir mér, að ég eigi nokkurn tíma eftir að banka upp á hjá hinni stelp- unni, sem ég kynntist líka mjög vel, en hún á heima á Indlandi." GREIFARNIR Frh. af bls. 23 Sveinbjörn, „en við erum ekki að fara á böll til að detta í það og fá borgað fyrir. Þetta er mikil og erflð vinna.“ Kristján tekur við: „Það er ekki hægt að segja að menn séu í þessu til að verða ríkir.“ Þegar ég spurði hversu stórt fyrirtæki Greifarnir væru varð fátt um svör. „Veltan er eins og hjá lítilli ritfangaverslun," sagði Sveinbjörn eftir langan umhugsunartíma. Þið haflð orðið fyrir ónæði á heimilinu, hvernig takið þið því? „Ég hef þurft að skipta nokkrum sinnum um síma- númer," sagði Kristján. „Það var oft verið að hringja í okkur, aðallega stelpur sem héldu að við værum bara að skemmta okkur út um allt land, og þess vegna höfum við þurft að fá leyninúmer," bætti Sveinbjörn við. „Kannski eru þessar stelpur bara orðnar 24 VIKAN 14. TBL.1989 húsmæður í dag,“ bætti síðan Jón Ingi, bassaleikari sveitar- innar, við. Hvernig plata er það sem þið eruð með í vinnslu? „Flest lögin eru frábrugðin því sem við höfum verið að gera en önnur inn á milli sem eru í svipuðum dúr og áður,“ sagði gítarleikarinn knái. „Það fer eftir því hver okkar stíll er,“ bætti Kristján Viðar við. „Við höfum sent firá okkur efni sem er mjög ólíkt en ég held að meðan við semjum tónlistina sé hún okkar á þeim tíma.“ „Því skyldum við láta aðra hafa okkar lög og því ættum við að fá lög frá öðrum?“ bætti Kristj- án við, en hann semur flest lag- anna. „Við erum aðeins á eftir áætlun en það er ekkert nýtt fyrir okkur. Við fáum 4 millj- ónir til að klára plötuna sem er nokkuð knappt en við gerum okkar besta.“ Þið haflð farið óvenjulegar leiðir til að vekja athygli á böll- um ykkar, auglýsið í sjónvarpi. Borgar þetta sig? „Nei, nei,“ segir Kristján, „en það gera þetta engir aðrir." „Þetta er mikill kostnaður en það er nauðsynlegt fyrir hverja hljómsveit að vera á undan og gera hluti sem aðrir gera ekki,“ hnýtti Sveinbjörn við. „Við höfúm alltaf haft stóra drauma, enda draumóra- menn, og við reynum að fram- kvæma eins mikið af þeim og hægt er.“ „Ég verð að segja þér eitt,“ sagði Sveinbjörn mjög ábyrgur á svip. „Síðast þegar við fórum til Patreksfjarðar komst á hefð sem verður að halda. Við þurftum að fara yfir Gufudalsá og bílstjórinn var orðinn hálf- syfjaður á heimleiðinni. Það var stoppað á brúnni og bíl- stjórinn skellti sér til sunds. Við veltum því fyrir okkur ef lögreglan hefði komið, rútan á miðri brúnni og bílstjórinn að synda í ískaldri ánni.“ Gunni, umboðsmaður Greif- anna, var nú kominn til leiks og bætti við: „Svo þegar við verðum gamlir þá verður þessi saga komin í sögulegt form og mætti hugsa sér að þá verði sagt frá því að við hefðum ekið á 130 km hraða og synt í hverri einustu á sem var á leið- inni.“ „Við ætlum að kaupa sund- skýlu handa bílstjóranum okk- ar og heiðra hann,“ sagði Kristján. „Ég er reyndar með kuldaof- næmi,“ skýtur Sveinbjörn inni í. „Þá verður hann eins og fíla- maðurinn í framan," bætti Kristján við snöggur og var greinilega skemmt. Verða Greifarnir til eftir 30 ár? „Nei varla," segir Kristján. „Það er ómögulegt að segja hversu langt við eigum eftir, við tökum okkur kannski frí en ef við komum aftur ffam verð- um við að koma með eitthvað nýtt. Við getum ekki bara hjakkað í sama farinu." □ 1223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.