Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 17
50MC5LI5T Borgarstjóri Fidenza færir Jóhönnu virðingarvott eftir vel heppnaða tónleika í Teatro Magnani. Henni á hægri hönd stendur píanistinn hennar, Giovanni Chiapponi. þar og margir kalla hana einfaldlega „Giov- anna“ Qóhanna á ítölsku). Og hún á líka vini á dvalarheimili fyrir aldraða sem hún fer oft að heimsækja. Einn þeirra hélt fyrir nokkru upp á áttræðisafmælið sitt með því að fara út að borða með Jóhönnu, sem segir: „Gamla fólkið er svo yndislegt." Segir skólakrökkunum frá íslandi f fyrravor hélt Jóhanna, ásamt eigin- tnanni sínum, Sigurði Pálssyni, nokkra fyrirlestra í skólum með það fyrir augum að fólkið hér fengi að kynnast íslandi. Þetta tókst vel og vegna þess hversu létt hún á með að tjá sig tókst henni raunveru- lega að ná til barnanna. Og svo vel þótti til takast að tilraunin var endurtekin um haustið. Jóhanna hefur einnig sungið við messur í kirkjum. Við messulok í dómkirkjunni í Fidenza sagði biskupinn: „Við þökkum þessari stórkostlegu rödd sem kemur svo langt að til að fegra hvolfþak dómkirkju vorrar. Sá sem syngur til heilagrar Maríu af svo mikilli innlifun hlýtur að vera okkur nákominn, jafhvel þó hann sé ekki ka- þólskur." Jóhanna er mjög hrifln af ítölskum borg- um og sveitum og segir án þess að dylja ófundina: „Það er óforskammað að þið skulið eiga svo margt fallegt," og gleymir þá kannski hversu mörg vandamál við höf- ntn þar á móti. „Strax frá byrjun hafa borg- arstrætin heillað mig. Þau eru svo allt öðruvísu en þau íslensku; þau eru svo hríf- andi og þegar komið er fyrir hvert horn er eitthvað nýtt að sjá og uppgötva." Á ferða- fögum sínum hefur Jóhanna heimsótt svo ntargar borgir að erfitt er að koma með til- 'ögu um stað sem hún hefur ekki þegar heimsótt. Á sama hátt er fátt í ítalskri matargerð sem hún ekki þekkir nú, sérstaklega ekki í „Emilia" matargerð. Hún hefur lært að meta pasta í ýmsum útgáfum og með alls konar sósum. Hún segir þó — og án efa er eitthvað til í því — að ítölsk matarborð séu oft ofhlaðin. Og auðvitað, eins og kven- manns er von og vísa, þá er Jóhanna mjög hrifln af ítalskri tísku, þannig að á milli skoðunarferða, tónleika eða veitingahúsa- ferða er hún vön að skoða vel og vandlega í glugga verslananna. Stundum virkar það dálítið undarlega að sjá íslending kaupa ullarflík á Ítalíu: „En hjá ykkur er hægt að fá svo marga fallega hluti!“ Því verður heldur ekki neitað að það er ánægjulegt að sjá að fólk frá landinu þar sem ullin er fal- legust kann að meta góðan ítalskan smekk. Eftirmáli Jóhanna vildi að sjálfsögðu fá að sjá texta Simone Mambriani áður en hann birtist og við það tækifæri var hún spurð hvað hún væri að gera þessa dagana. „Eins og hjá svo mörgum söngvurum hér heima þá er aðalstarfið að syngja við jarðarfarir. En svo hef ég gert töluvert að því að syngja um allan bæ í svokölluðu „opnu húsi“ fýrir aldraða. Og kannski vegna þess þá var ég beðin um að taka að mér fararstjórn fyrir eldri borgara í vetur, í ferðum sem farnar verða á vegum ferðaskrifstofunnar Evrópuferðir til Portúgal og Madeira. Mér finnst það reyndar dálítið skemmtilegt að núna þegar ég er loksins búin að ná ítölsk- unni vel þá er ég beðin að fara til Portúgal — en málin eru jú skyld þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Nú, ég vildi gjarnan að það kæmi fram að ég er formaður Ítalíufélagsins, eða ís- lensk-ítalska félagsins eins og það heitir, sem hefur starfað í 3 ár og hefur það að Tveir listamenn: Jóhanna og pelsa- hönnuðurinn Ferruccio Colla í verslun hans og vinnustofu. því hann skemmti okkur með alls konar uppákomum á meðan við vorum hjá honum. Að lokum bauð hann okkur í kvöldverð og bað mig um að syngja. Við mættum í þennan fína kvöldverð þar sem tveir kokkar sáu um matseldina. Ég varð alveg heilluð af diskunum á borðinu og sagði í gamni við Colla, um leið og ég faldi einn diskinn á bakvið mig: „Ef það vantar einn þegar við erum farnar þá vitið þið hvar hann er. Ég meinti þetta þannig að ég væri svona hrifln af diskunum, en á þeim voru handmálaðar myndir af konum í pelsum - engar tvær eins - og það kom í ljós að Colla hafði málað diskana. Við átt- um þarna mjög skemmtilega kvöldstund og ég söng í 1 '/2 tíma en Ratti spilaði und- ir og þegar við fórum þá vorum við báðar leystar út með gjöfum - handmáluðum diskum!" Jóhanna hafði ekki tíma til að staldra lengi við því hún átti að syngja við jarðar- för eftir skamma stund, en spurningunni um það hvort betra væri að syngja á ís- landi en Ítalíu svaraði hún á þá leið að á ít- alíu sýndi fólkið viðbrögð sín við söngn- um svo vel og að sér fýndist það hafa þau áhrif að það losnaði um hömlur; að hún opnaðist og yrði ffjálsari - fýndist hún eiga allan heiminn. markmiði að efla og auka tengslin á milli landanna. Á mínum vegum kemur Eugenia Ratti í ágúst tii að halda hér söngnámskeið sem hefst þann nítjánda. Söngáhugi hér er ótrúlega mikill og margir söngvarar hafa haft samband við mig og beðið mig um að aðstoða sig við að sækja um námskeið eða skóla á Ítalíu, eða að koma sér fyrir þar, því það getur verið mjög erfltt að vita hvernig snúa á sér í þessum málum. Búðarápið sem leiddi til kvöldverðarboðs Við Ratti erum góðar vinkonur og höf- um lent í ýmsu skemmtilegu saman. Síðast þegar ég var á Ítalíu þá fórum við að skoða pelsa í pelsaverslun Ferruccio Colla sem er í Cortemaggiore í Parma. Þetta er mjög þekktur pelsahönnuður en það voru ekki eingöngu pelsarnir sem héldu okkur í versluninni í 2 Vi tíma, heldur hann sjálfur 14. TBL. 1989 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.