Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 63
5MA5AC5A
leit um leið rannsakandi á Sandy í legu-
bekknum.
— Nei, nei, í guðanna bænum gerið það
ekki, sagði hann og sneri sér til veggjar.
Nokkru síðar kom hún inn til Sandys og
var þá með símskeyti. Það var írá Pétri,
svohljóðandi: — Verð aðra viku fjarverandi.
Hann lætur ekki að sér hæða, hugsaði
Sandy, en undir niðri var hann ánægður
með þessa ákvörðun Péturs. Hann hafði
tekið saman í huganum frásögn og jafn-
framt skýringar á því hvers vegna hann
hafði hafnað þarna á heimilinu en honum
fataðist illa orðlistin er hún stóð frammi
fyrir honum.
- Það eru sjálfsagt skrítnar hugmyndir
sem þér haflð um mig?
— Já, það er ekki fjarri því.
Tveim dögum síðar, er hann var kominn
á fætur og fór að litast um í íbúðinni, sá
hann að hún hafði heldur betur breytt um
svip. Þar var komin regla á allt, hver hlutur
á sínum stað. Þar var skál á borði með
fallegum rósum og nú var auðséð að þær
kunnu að meta umhverfið. Það var eitt-
hvað annað en þegar hann og Pétur voru
að hagræða þeim. Það eina sem minnti
hann í fljótu bragði á dvöl þeirra Péturs á
heimilinu var skermlausi lampinn. Það var
einmitt hann sem vakti hjá honum hug-
myndina.
Frænkan hafði brugðið sér út einhverra
erinda. Sandy notaði tækifærið og staulað-
ist niður þrepin og veifaði í leiguvagn.
Karlmenn eru yfirleitt ekki neinir sér-
fræðingar í sambandi við val á ljósahjálm-
um svo nú reið á að biðja afgreiðslustúlk-
una að vera með í ráðum. Þetta gekk að
óskum.
Hann var nýkominn heim og var að
virða fyrir sér lampann með nýja ljósa-
hjálminum þegar frænkan kom með fangið
fullt af bögglum. Það fór henni vel að hárið
fallega flaksaðist sitt á hvað um höfuð og
herðar.
Hún veitti strax athygli nýja ljósahjálm-
inum. Svipur hennar varð annarlegur og
torráðinn. Hann átti enga ósk heitari en
það boðaði ekki nýja styrjöld. Hann hafði
skýringar á reiðum höndum.
- Liðsforingi, sem var hér eitt kvöldið,
fékk þá fáránlegu hugmynd að nota hann
fyrir höfúðfat, seinna varð hann svo undir
endanum á öðrum og þá voru dagar hans
taldir, upplýsti Sandy.
— Mér finnst hann yndislegur, sagði
hún, en þér höfðuð ekki leyfi til að fara út.
Læknirinn talaði um fimmtudag en í dag er
mánudagur. Bíðið augnablik, ég ætla að
Iosa mig við bögglana. Hún gekk inn í
svefnherbergi sitt, leysti þar utan af þeim,
meðal annarra hvítum pergament-ljósa-
hjálmi, en gekk svo kirfilega frá honum
inni í skáp.
Nú ætla ég að útbúa okkur tesopa, sagði
frænkan er hún kom aftur. — Þér ættuð að
koma fram í eldhús og segja mér eitthvað
af yður sjálfúm.
— Já, sjálfsagt, sagði Sandy og ræskti sig.
— Sem sagt ég hef dvalið þarna fýrir austan
en kom hingað í orlof til þess að ... og nú
rak hann í vörðurnar. Og hún fór að skelli-
hlæja. Það varð þó einmitt til þess að hon-
um óx ásmegin og hóf aftur að segja frá
fortíð sinni og fyrirætlunum af þeirri
mælsku að honum fannst sjálfum nóg um.
Er hann hafði lokið þessum ræðustúf
sínum sagði hún: — Þér spurðuð mig einu
sinni hvaða álit ég hefði á yður. Ég mun
hafa svarað því til að ég gerði mér enga
grein fýrir því en nú er ég komin á þá
skoðun að þér séuð besti strákur.
Næsta föstudag var Sandy Pinkerton
staddur í klúbbnum sínum og stóð þar
frammi fýrir spegli og hnýtti hálsbindið
sitt. — Þetta er annars ekki svo Iítið ör, sem
ég ber á enninu. Ég lít út eins og sannri
stríðshetju sæmir. Það varð eitthvað und-
an að láta. — Hvernig skyldi Pétri verða við
er hann kemur? Lífið er allt óvæntir at-
burðir. Þar skiptast á skin og skúrir.
Sandy hafði lokið hlutverki sínu sem
stofuþræll félaga síns, Péturs. Nú var hann
orðinn fúllgildur og viðurkenndur sem
ágætur meðlimur fjölskyldu hans. □
/ <UTT-n iA/L^ft "OUKJ KvBkjó- /ö GMFft ^F/Vt aJetuíK MiSSft Jb/JAl ö£/'í>- A/i'AI Saiu-Ð- ft/Jftft HVSKLi sft n ÓA&- LOUÖ- i AJ LÍK KÍ/J&
/SÍfttt/ KiftUF- í
ftuft. SMft Ffí óTft-F 0 > > 5 z > , /
Æir ' '&S. y ^ R'óK KfiLL. ,/ > Z Ei/JS SiULÍ >
3 E-. W5 KftFfUi. P'Pft SoLC*u€> 3 > j
/ T itjO SÍ0.LÍ 2.e;w5 5KELÍ/0 > T/Mfl- Ti/íHt-á- JELUft. ,/ A/ESáfi KuóK
FU(aL T lo ' > S' FLft AJ 3 Bft/i- Dftc* \ ÚR- UAUGr
/ u ► £> . / . / AÍ H O'i/JaJ- iftJCr
/ ■v f\(LÐt1
'OMK PÍOL SufJb 8 > <
1 z 5* b s Fl jj Ti 5K oft- b'bfL > >
Lausnarorð síðustu krossgátu: SUMARTÍÐ
14. TBL.1989 VIKAN 61