Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 29
BÆKUR
sæi — en ég get ekki sagt meira
frá því núna því þá er ég búin
að segja of mikið.
Litlar verur á iði
í kringum mig
Þetta kemur allt í ljós í síð-
ustu bókinni og þar segi ég firá
því sem kom fyrir mig í síðasta
kafla hennar sem ég kalla:
„Sannleikurinn að baki sög-
unni“. Bókin heitir aftur á móti
„Er einhver þarna úti?“ (Is
there anybody out there?) en
Pink Floyd hafa notað þetta
heiti og ég get þess í bókinni,
því ég gæti þess alltaf vandlega
að ekki sé neitt í bókum mín-
um sem kalla mætti ritstuld.
En þegar ég er að skrifa stend-
ur alltaf einhver á bakvið mig
— einhver góður — sem segir
mér hvað ég á að skrifa. En
þegar ég var að skrifa sautj-
ándu bókina þá voru fremur
smávaxnar verur sífellt á iði
kringum mig og sögðu hvað
þær vildu. Ég flýtti mér þá allt
hvað af tók við skriftirnar og
lauk við bókina á 11 dögum!
Þegar hún var komin út og fólk
búið að lesa hana þá höfðu
fjölmargir samband við mig:
’Hvernig gastu vitað um þetta
sem stendur í bókinni? Hef-
urðu komið hingað? Allt sem
þú sagðir frá í bókinni
gerðist!’"
Margit segir rólega og blátt
áffam frá yfirskilvitlegri
reynslu sinni — reynslu sem
„venjulegt" fólk, sem aldrei
hefur upplifað slíkt, á erfltt
með að taka trúanlega, en hún
er engin venjuleg kona, hún
Margit. Við Gunnlaugur ljós-
myndari fáum smjörþefinn af
því þegar hún býður okkur
upp á herbergið sitt á Holiday
Inn. Gunnlaugur ætlar að taka
mynd af henni með sérstaka
stálpinna sem hún notar til að
athuga hvernig ára fólks er,
hvort það hafl fylgju, hvar hún
er og af hvoru kyninu. Einnig
er hún með kristalkúlu sem
hún notar til að segja til um
persónuleika fólks — og
kannski dálítið um framtíðina.
Kristalkúlur,
árupinnar og
pendúll
„Maður horíir aldrei í krist-
alkúluna," segir hún. „Ég
kynntist kristalkúlunni fyrst
hjá konu sem les persónuleika
fólks með því að láta það halda
á kúlunni í lófanum í 5 mínút-
ur og síðan tók hún kúluna og
gat þá sagt mjög margt um við-
komandi. Hún gerði þetta við
mig og það var alveg ótrúlegt
hversu margt hún vissi um mig
sem var alveg rétt.“
Margit býður blaðamanni
að halda á kúlunni góðu á
meðan ljósmyndarinn festir at-
burðinn á filmu. Að flmm mín-
útum liðnum tekur hún kúl-
una og byrjar að lesa persónu-
leika blaðamanns og allt virð-
ist stemma...þar til hún segir:
„Þetta er ekki rétt... það er
önnur manneskja í henni, sú er
mjög erflð... nú get ég ekki
sagt þér meir.“
Eftir á spurði hún blaða-
mann hver þessi manneskja
gæti verið, en blaðamaður er
því miður sneiddur öllum
ófreskigáfum og gat því engin
svör geflð. Forvitnin var þó ó-
neitanlega vakin og því er
næsta skref að finna einhvern
íslending sem gæti sagt til um
hver þessi aukamanneskja í
kristalkúlunni er...
Margit sýndi okkur Gunn-
laugi einnig hvernig stálpinn-
arnir virka. „Fyrst ætla ég að at-
huga hvernig áran ykkar er.
Hún er breytileg og ef dagur-
inn er ykkur erfiður eða
eitthvað amar að þá getur hún
verið mjög lítil en ef ykkur
líður vel þá er hún stór. Látið
ykkur ekkert bregða þó hún sé
lítil eða engin, hún getur verið
mun betri á morgun." Hún lét
okkur standa í nokkurri fjar-
lægð frá sér, hélt á pinnunum
og var með útrétta handleggi
fýrir framan sig. Hún gekk
beint að okkur og þegar hún
nálgaðist fóru pinnarnir smátt
og smátt að vísa út á við þar til
þeir voru orðnir verulega
gleiðir. Þetta gerðist hjá okkur
báðum og sagði Margit að það
væri vegna þess að við værum
bæði með stórar og góðar
árur. Hún beitti svipaðri að-
ferð til að komast að því hvort
við hefðum fýlgjur og hvar
þær stæðu. Fylgja Gunnlaugs
var kvenkyns en blaðamanns
karlkyns, sagði Margit. Og úr
því að við vorum byrjuð á öll-
um þessum hókus-pókus þá
enduðum við á því að Margit
spurði pendúlinn sinn ýmissa
spurninga fyrir okkur, sem
hann svaraði ýmist játandi,
neitandi eða vildi ekki svara
(svörin réðust af því hvernig
hann hreyfðist) og samkvæmt
honum erum við Gunnlaugur
bæði á réttri hillu í lífinu, en
ónefndur yflrmaður okkar
ekki!
Framhaldssaga og
greinar um dulræna
reynslu
Svona eru sem sagt fyrstu
kynni við rithöfundinn Margit
Sandemo, konuna sem skrifar
fyrir milljónir manna en sem
fæstir þykjast lesa. Sögurnar
hennar segja margir að séu
eingöngu sjoppubókmenntir
og eiga þá við að þær séu ekki
nógu merkilegar til að fást í
bókaverslunum né vera til á
„Maður horfir aldrei í kristalkúlu,” segir Margit og les per-
sónuleika blaðamanns úr kúlunni.
bókasöfrium, enda er það svo
að þær eru ófáanlegar á ýms-
um bókasöfnum hér á landi.
Margit kærir sig kollótta um þá
sem ekki kunna að meta sögur
hennar, hún einbeitir sér að
þeim sem eru dyggir lesendur
hennar og skrifar sögur eins og
þeir vilja. Á íslandi seljast milli
sjö og átta þúsund eintök af
hverri bók um ísfólkið og erf-
itt er að segja til um hversu
margir lesa hverja bók. En þeg-
ar hún var hér á landinu létu
aðdáendur hennar sig ekki
vanta og fjölmenntu í Prent-
húsið til að fá hana til að árita
bók fyrir sig. Á gólflnu í hótel-
herbergi hennar biðu margir
pappakassar fullir af bókum
sem hún átti eftir að árita áður
en hún feri aftur heim til Nor-
egs — og þó að hún kvartaði
yflr allri vinnunni sem þessu
fýlgdi þá var auðséð að það
gladdi hana að sjá þessi áþreif-
anlegu dæmi um vinsældir
hennar hér. Hún minntist til
dæmis með hlýju á konurnar
sjö sem byggju á lítilli eyju fyr-
ir norðan sem beðið hefðu
hana um að árita bækur og
senda sér.
Með Margit var, auk ann-
arra, í förinni nítján ára stúlka,
Marit Kjellvold, sem unnið
hafði ferðina í verðlaun fýrir
það hversu vel hún stóð sig í
.spurningakeppni í norska sjón-
varpinu um ísfólkið — hún sló
meira að segja Margit sjálfa út í
þekkingu sinni á efninu og
leiðrétti Margit í tveim spurn-
ingum. Margit Sandemo kom
líka með sólina með sér þegar
hún kom til íslands og hún
hélst alla vikuna sem hún var
hér í júní, enda segir hún að
hjálparmaðurinn sinn fagri
uppfylli allar óskir hennar —
alla vega hvarf sólin helgina
sem hún fór heim. En þó hún
sé farin sjálf þá skildi hún ým-
islegt eftir sig, til dæmis grein-
ar um dulræn efni sem hún
skrifaði og við munum birta í
Vikunni síðar, síðasta bókin
um ísfólkið kemur í haust og
þá segir hún nánar hvað gerð-
ist í kastalanum fyrrnefhda,
hún ætlaði að senda okkur
framhaldssögu sem við gætum
birt í Vikunni, sögu sem hún
lætur gerast á íslandi og síðast
en ekki síst þá ætlar hún lík-
lega að skrifa mikla sögu um
galdramann sem tengjast mun
íslandi mikið, enda voru Norð-
menn fátækir af galdramönn-
um en aftur á móti ríkir af
nornum.
14, TBL. 1989 VIKAN 29