Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 38
Súlan, stolt Núpsstaðarskógasvæðisins, fyrir miðju, í fjarska Skeiðarárjökull og Skaftafellsfjöll.
NÚPSSTAÐARSKÓGAR OG GRÆNALÓN
Eitthvert skemmtilegasta
útivistarsvæ&i landsins
TEXTI OG MYNDIR:
BJÖRN HRÓARSSON
JARÐFRÆÐINGUR
Ofan byggðar í Vest-
ur-Skaftafellssýslu,
milli Skeiðarár-
jökuls og Síðu-
jökuls, er eitthvert skemmti-
legasta útivistarsvæði landsins.
Svæðið í heild er oft nefht
Núpsstaðarskógar en sjálfúr
skógurinn er aðeins smáhluti
af þessari fáförnu víðáttu, stutt
vestan við sporð Skeiðarár-
jökuls.
Syðst á þessu svæði gnæfir
Lómagnúpur, glæsilegur og
mikilúðlegur eins og getið er í
Njálu. Núpurinn er tryggur út-
vörður þessa svæðis en stór-
brotin fegurð þess, allt inn til
jökla, er litlu minni.
Farið er af hringveginum
austan Lómagnúps, eins langt
og vegir liggja, upp með Núps-
vötnum sem fá vatn sitt úr
Súlu og Núpsá. Slóðin liggur
fyrst eftir varnargörðum, þá
austur yfir ána en síðan upp
með farvegum Núpsár og Súlu.
Vestan Núpsár er fjallgarð-
urinn Björninn, framhald
Lómagnúps, en austan árinnar
heitir Eystrafjall og suðvestan í
því eru Núpsstaðarskógar.
Innst í dal þessum, milli
Eystrafjalls og Bjarnarins, falla
Núpsárfoss og Hvítárfoss í
Tvílitahyl, sem nefnist svo, því
Hvítá er bergvatnsá en Núpsá
gjarnan með jökulvatni. Birki-
skógurinn stækkar eftir því
sem innar kemur í dalinn og
telja margir þennan fáfarna
stað með fegurri svæðum á
landinu.
Finna má tjaldstæði neðan
Eystrafjalls og þaðan má fara
nokkrar skemmtilegar göngu-
ferðir, svo sem að Tvílitahyl og
inn að Súlutindum. Mörgum
finnst þó skemmtilegra að
halda með dót sitt inn á öræfin
og dvelja við Grænalón með
jökla til beggja handa.
Ofan hinna eiginlegu Núps-
staðarskóga tekur við dæmi-
gert heiðaland; votlendi og
grasbalar með fögrum fjalla-
lækjum. Þar eru víða falelg
tjaldstæði og gott berjaland.
Innan vió 20 km leið er frá
enda vegarslóðarinnar og inn
að Grænalóni en ferðin er mik-
ið á fótinn og torsótt vegna
gilja. Farið er frá sandaurunum
í um 120 m hæð en Grænalón
er í um 600 m hæð og Græna-
fjall i jökulkróknum nær yfir
1000 m y. sjó.
í um 700 m hæð, vestast í
Grænafjalli, eru nokkrar öl-
keldur. í giljum spretta ölkeld-
ur fram undan móbergsklöpp-
um og mynda kalkbungur sem
ölkelduvatn rennur frá. Bung-
urnar eru gulhvítar og eld-
rauðar vegna klak- og járnút-
fellinga sem mynda fallega
stalla í lækjum frá ölkeldunum.
Fara þarf mjög varfærnislega
um þessi náttúruundur og
gæta þess að skemma ekki
kalkstallana sem eru viðkvæm-
ir og einstaklega fallegir.
Til baka má fara niður með
Núpsá eða lengja enn ferðalag-
ið og fara vestur um Beinadal,
sunnan Bjarnarskers og niður
Djúpárdal.
Gæta þarf sérstaklega vel að
viðkvæmum gróðri á þessu
svæði, sem enn er svo til ó-
snortið af ágangi ferðafólks.
36 VIKAN 14. TBL. 1989