Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 38

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 38
Súlan, stolt Núpsstaðarskógasvæðisins, fyrir miðju, í fjarska Skeiðarárjökull og Skaftafellsfjöll. NÚPSSTAÐARSKÓGAR OG GRÆNALÓN Eitthvert skemmtilegasta útivistarsvæ&i landsins TEXTI OG MYNDIR: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Ofan byggðar í Vest- ur-Skaftafellssýslu, milli Skeiðarár- jökuls og Síðu- jökuls, er eitthvert skemmti- legasta útivistarsvæði landsins. Svæðið í heild er oft nefht Núpsstaðarskógar en sjálfúr skógurinn er aðeins smáhluti af þessari fáförnu víðáttu, stutt vestan við sporð Skeiðarár- jökuls. Syðst á þessu svæði gnæfir Lómagnúpur, glæsilegur og mikilúðlegur eins og getið er í Njálu. Núpurinn er tryggur út- vörður þessa svæðis en stór- brotin fegurð þess, allt inn til jökla, er litlu minni. Farið er af hringveginum austan Lómagnúps, eins langt og vegir liggja, upp með Núps- vötnum sem fá vatn sitt úr Súlu og Núpsá. Slóðin liggur fyrst eftir varnargörðum, þá austur yfir ána en síðan upp með farvegum Núpsár og Súlu. Vestan Núpsár er fjallgarð- urinn Björninn, framhald Lómagnúps, en austan árinnar heitir Eystrafjall og suðvestan í því eru Núpsstaðarskógar. Innst í dal þessum, milli Eystrafjalls og Bjarnarins, falla Núpsárfoss og Hvítárfoss í Tvílitahyl, sem nefnist svo, því Hvítá er bergvatnsá en Núpsá gjarnan með jökulvatni. Birki- skógurinn stækkar eftir því sem innar kemur í dalinn og telja margir þennan fáfarna stað með fegurri svæðum á landinu. Finna má tjaldstæði neðan Eystrafjalls og þaðan má fara nokkrar skemmtilegar göngu- ferðir, svo sem að Tvílitahyl og inn að Súlutindum. Mörgum finnst þó skemmtilegra að halda með dót sitt inn á öræfin og dvelja við Grænalón með jökla til beggja handa. Ofan hinna eiginlegu Núps- staðarskóga tekur við dæmi- gert heiðaland; votlendi og grasbalar með fögrum fjalla- lækjum. Þar eru víða falelg tjaldstæði og gott berjaland. Innan vió 20 km leið er frá enda vegarslóðarinnar og inn að Grænalóni en ferðin er mik- ið á fótinn og torsótt vegna gilja. Farið er frá sandaurunum í um 120 m hæð en Grænalón er í um 600 m hæð og Græna- fjall i jökulkróknum nær yfir 1000 m y. sjó. í um 700 m hæð, vestast í Grænafjalli, eru nokkrar öl- keldur. í giljum spretta ölkeld- ur fram undan móbergsklöpp- um og mynda kalkbungur sem ölkelduvatn rennur frá. Bung- urnar eru gulhvítar og eld- rauðar vegna klak- og járnút- fellinga sem mynda fallega stalla í lækjum frá ölkeldunum. Fara þarf mjög varfærnislega um þessi náttúruundur og gæta þess að skemma ekki kalkstallana sem eru viðkvæm- ir og einstaklega fallegir. Til baka má fara niður með Núpsá eða lengja enn ferðalag- ið og fara vestur um Beinadal, sunnan Bjarnarskers og niður Djúpárdal. Gæta þarf sérstaklega vel að viðkvæmum gróðri á þessu svæði, sem enn er svo til ó- snortið af ágangi ferðafólks. 36 VIKAN 14. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.