Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 46
FATHAÐUR
ALDARAFMÆU
BRJOSTAHALDARANS
44 VIKAN i4. tbl 1989
Þannlg leit fyrsti brjóstahaldarinn út. Hann varð til fyrir
hundrað árum.
B Hann átti eitt hundrað ára afmaeli í júní — brjóstahaldarinn
- en hann ber aldurinn vel. Með tilkomu hans má segja að
fyrsta skrefið hafi verið stigið í kvenfrelsisbaráttunni.
Anítjándu öld voru fjög-
urra ára dætur betri
Lborgara yfirleitt vafðar
inn í lífctykki úr líni sem
skorðað var með hvalbeins-
eða stálteinum. Þegar búið var
að móta þær í vel uppaldar
ungar hefðardömur og gera
þær í laginu eins og stundaglas
voru innyfli þeirra og rifbein
jafhframt oft orðin aflöguð.
Það skyldi því engan furða þó
litið hafi verið á kvenfólkið
sem veikara kynið; sem roðn-
aði eða leið yfir við minnsta
Iíkamlegt erfiði.
Svo gerðist það árið 1889 í
París að Herminie Cadolle líf-
stykkjagerðarkona kom til
bjargar. Hún útbjó fyrirrenn-
ara nútíma brjóstahaldarans,
soutiengorge eins og hann
kallast nú í Frakklandi. Hann
var kynntur sem heilsubæt-
andi og var fyrsti undirfatnað-
urinn sem veitti brjóstunum
stuðning án þess að herða að
þindinni. Barna-barnabarn
Herminie, Poupie Cadolle, for-
stjóri nærfatafyrirtækis fjöl-
skyldunnar, sem enn gengur
mjög vel, endurgerði silki- og
tjullflíkurnar fyrir myndatök-
una og fór þá eftir upphaflegu
teikningunum. „Loksins gátu
konurnar andað,“ segir Poup-
ie. „Ég held að Herminie hafi
verið orðin þreytt á að horfa á
þær þjást og það má segja að
hún hafi farið snemma af stað í
kvenfrelsisbaráttunni."
Full ástæða er því til að
halda upp á eitt hundrað ára
afrnæli brjóstahaldarans. Núna
er hann léttur sem fjöður,
þjónar sínu hlutverki en er
jafnframt kynæsandi. Því minni
því betri, segja sumir, en því
minni sem hann er því dýrari
virðist hann vera. Hann er að
því leyti ólíkur íþróttasokkun-
um vinsælu að ein stærð passar
alveg örugglega ekki á alla.
Hann hefur átt sinn þátt í
frama margra Hollywood-
stjarna og má þar nefna Jane
Russell, Lana Turner og Ma-
donnu — að ógleymdum Dust-
in Hoffman. í Bandaríkjunum
Frh. á næstu opnu
UNDIRFATNAÐUR FRÁ BLÁA FUGLINUM / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON SJÁ BLS. 48