Vikan


Vikan - 13.07.1989, Side 44

Vikan - 13.07.1989, Side 44
HEIL5A Birgitte Nielsen lét stækka á sér brjóstin til að þóknast Rambo-leikaranum Sylvester Stallone er þau höfðu látið pússa sig saman í hjónaband. fylgst hefur verið með konunum aðeins í fimm ár, sem er kannski of stuttur tími. Vegna þess að pokinn pressar saman brjóstvefinn gerir það röntgenlæknum erf- iðara fyrir að greina krabbamein ef um það er að ræða í brjóstunum. Ein rannsókn leiddi í ljós að í 65% tilfella, þar sem kon- an hafði látið stækka brjóst sín og fengið krabbamein, hafði meinvarp borist til ann- arra vefja, á móti 28% hjá þeim sem ekki höfðu fengið sílíkonpoka. Minnkun (reduction mammoplasty): Þar sem of stór brjóst geta valdið ýmsum kvillum, til dæmis sársaukafiillum útbrot- um undir brjóstunum, verk í stoðkerfi, svo sem í baki eða hálsi, þá borga tryggingarn- ar í flestum tilfellum þessar aðgerðir. Viðkomandi kona er svæfð á venjulegan hátt. Skurðlæknirinn fjarlægir umframfitu í gegnum lóðréttan skurð sem liggur frá geirvörtunni niður að fellingunni undir brjóstinu, ásamt þeirri húð sem nauðsyn- legt er að taka í burtu. Geirvörturnar eru færðar á annan stað, eftir því sem ný lögun brjóstanna krefst. Saumarnir eru teknir eftir um tíu daga og hægt er að Iifa eðlilegu lífi eftir nokkrar vikur. Aukaverkanir: Stórt varanlegt ör sést. Ef geirvörturnar eru ekki settar á sína nýju staði af vandvirkni geta brjóstin virst vera í mismunandi hæð. Minnkuð blóðrás og taugaerting getur minnkað tilfinningu í geirvörtunum. Vegna þess að sumar þessara aðgerða hafa áhrif á mjólkurgöngin er brjóstagjöf ekki möguleg á eftir. Hér á landi eru þó framkvæmdar aðgerðir þar sem komist er hjá þessari aukaverkun og konur geta gef- ið brjóst jafnt sem áður. Ný brjóst búin til Þegar konur gangast undir aðgerð, þar sem brjóstið er tekið (mastectomy), er oft byrjað á því að móta nýtt í sömu aðgerð. Þar sem aðeins brjóstvefur (ekki vöðvar eða eitlar) hefur verið fjarlægður er pok- anum aðeins komið fyrir undir húðinni. Geirvörtur og svæðið í kring er endur- skapað úr vef sem tekinn er frá skapa- börmum og er það gert um sex vikum seinna. Eftir slíka aðgerð, þar sem aðeins brjóstvefurinn hefur verið fjarlægður, getur sú húð, sem eftir verður, verið það naum að hún geti ekki hulið venjulegan poka. Litlum poka, sem hægt er að blása upp, er þá komið fyrir og fylltur jafnt og þétt með saltupplausn til að strekkja á húðinni. Þegar hún hefur svo gefið eftir, eins og óskað er, er varanlegum poka komið fýrir. Samkvæmt rannsóknum, sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin gerði, hefur komið í ljós að þær konur sem strax hefur verið byrjað að móta nýtt brjóst á eru mun minna kvíðnar og niðurdregnar í kjölfar þess að brjóstið var tekið og eiga mun sársaukaminni minningar um það en þær sem ekki hefúr verið tekið til við að móta nýtt brjóst á. Brjóstalyfting (mastopexy) Brjóstum, sem lafa mikið, er hægt að lyfta og gefa unglegri útlínur með því að fjarlægja teygða húð og skorða brjóstvef- inn með þeirri húð sem eftir er. Brjóstum er oft lyft um leið og þau eru stækkuð eða minnkuð en það fer þó eftir því hvernig eðlilegu brjóstin eru. Að velja brjóstahaldara Brjóstahaldarar koma í veg fyrir sig á brjóstunum vegna þunga og geta þeir einnig gefið barminum það útlit sem ósk- að er hverju sinni. í dag eru þeir ávalir, eðlilega útlítandi, oft er styrktarvír undir brjóstunum, forma þau ekki, eru teygjan- legir og hafa saumlausar skálar. „Ef brjóstin lafa,“ segir eigandi undir- fataverslunar, „þá getur toppur lyft þeim upp og þau líta út fýrir að vera stinnari en þau eru og ávalari. Konur halda að stuðn- ingstoppa eigi aðeins að nota þegar þær eru í einhverju flegnu eða gapandi blússum. Það er alger misskilningur því þeir eru mjög góðir undir bolum og peys- um til að gefa fallegra og meira eggjandi útlit." Önnur kona á þessu sama sviði segir: „Stuðningstoppar, sem lyfta brjóstunum, eru sérstaklega áhrifaríkir fyrir konur sem hafa frekar lítil brjóst. Lítill barmur hefur meiri fyllingu fyrir neðan geirvörturnar og minni fyrir ofan þannig að toppur gefúr ávalara útlit undir fötum. Hér eru nokkrar leiðbeiningar um val á brjóstahaldara. — Brjóstahaldari, sem á að fara vel, verð- ur að hylja allt brjóstið. Ef hold bungar út að ofan eða undir handleggnum er skálin of lítil. Ef brjóstahaldarinn krumpast hins vegar er hann of stór. - Bak haldarans á að vera lárétt, fari það hins vegar upp er hann of víður í kringum bolinn. — Brjóstahaldari á að passa án þess að hann sé strekktur óþægilega mikið. Með því að strekkja á hlýrunum lyftast brjóstin ekki heldur lyftist botn skálarinnar. Notið þetta strekkingarpróf: Slakið á öðrum hlýr- anurn og ef stuðningur haldarans hverfur á þeirri hlið er hann ekki af réttri stærð. Þær konur, sem misst hafa brjóst vegna krabbameins og ekki hefur verið mótað nýtt brjóst á, geta fengið sérstaka brjósta- haldara ásamt gervibrjósti (-um) sem kemur í stað þess sem tekið var. Aðrar ráðleggingar Það getur verið að þú þurfir ekki að fara til lýtalæknis í aðgerð en þú vilt fá sem mest út úr þeim barmi sem þér var gefinn. Hér eru nokkur ráð lækna og snyrti- fræðinga. - Hugið að líkamsbeitingu. „Hang- andi axlir gera lítinn barm að engu og stóran að lafandi og höfuðið lútir einnig óeðlilega mikið. Setjið axlirnar aftur og brjóstkassann út,“ segja bæklunarlæknarn- ir. „Einbeitið ykkur einfaldlega að því að hafa höfúðið uppreist og mjaðmirnar beint undir líkamanum en ekki einhvers staðar útundan honum. Þá munuð þið bera ykkur vel.“ — Notíð farða. Sé klæðnaðurinn mjög fleginn er gott að nota púður eða „meik“ sem er dekkra en húðin til þess að gefa skugga á milli brjóstanna. Berið ljóst púður, „highlighter", á brjóstabungurnar til þess að vega á móti skyggingunni. Sumar konur vilja breyta útlitinu á geir- vörtum sínum. „Creme rough“ gerir þær rósrauðari. Litlaust „varagloss“ gefur þeim dulúðugan blæ. — Klæðist rétt. Fyrir barmstórar konur kemur ekkert í staðinn fýrir peysu eða bol sem undirstrikar línurnar vel. V-hálsmál, flegið hálsmál og slæðukragar eru það sem undirstrikar skálínur brjóstanna og er mjög aðlaðandi fyrir barmstórar konur. Konum með lítinn barm fer betur að vera í víðum blússum. Verið ekki í að- skornum fötum. Kaupið blússur og peysur með einhverju framan á, svo sem felling- um, mynstri, slaufúm, bindum, pífum, pallíettum eða öðru skrauti. Þegar kaupa á dragt ættu grannar, barm- litlar konur að kaupa föt með toppstykk- inu skiptu í tvennt. Þær sem eru of brjósta- 42 VIKAN 14. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.