Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 28

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 28
BÆKUR um hjá mcr og þess á milli virðist hæfileikinn hverfa. Ég var mjög næm á unglingsárun- um og síðan aftur um fertugt, en undanfarið hefur þetta ver- ið að aukast hjá mér aftur og styrkjast. Ég er þó alls enginn miðill. Ég vil til dæmis að þeir dánu fái að hvíla í friði og mér er illa við þegar verið er að draga eða kalla andana til sín. Ég hef aftur á móti fengið boð frá framliðnu fólki og til dæmis var ein af ástæðunum fyrir því að ég kom hingað núna sú að mér bárust boð frá framliðinni manneskju hér á íslandi sem leið illa og fékk ekki frið. Ég á mynd heima í Noregi af bænum Stöng og eitthvað inn- an í mér sagði að þar liði ein- hverjum mjög illa - ég fann ör- væntingu einhvers. Ég vildi því endilega fara að Stöng þegar ég var komin hingað og þeir í Prenthúsinu skipulögðu ferð fyrir okkur þangað. Við kom- um að nýju byggingunni og skoðuðum hana, en þetta var ekki rétti staðurinn. Ég vildi fara lengra en þeir sögðu að við kæmumst ekki, áin væri alltof vatnsmikil, en ég sagðist verða að komast til að hjáipa, og færi þá bara sjálf yfir ána. Það fór þó svo að við komumst öll yflr ána og að gamla bænum. Mér reyndist auðvelt að finna þessa örvæntingar- fúllu sál - hún var í eldhúsinu. Ég vissi ekki fyrirffam hvers kyns hún væri en þegar þang- að kom vissi ég að þetta var kona og sál hennar hafði orðið ein eftir í húsinu og hún gat ekki öðlast frið. Ég setti kop- arpening í hvert horn hússins og blóm þar sem hún var og talaði við hana og sagði að nú gæti hún hvílst.“ — Til hvers eru koparpen- ingarnir og hvers vegna held- urðu að fólkið hér sem hefur sams konar hæfileika og þú hafi ekki komið þessari sál til hjálpar fyrir löngu? „Koparpeningarnir eru til að vernda húsið fyrir illum önd- um sem koma utanað, en ég veit ekki hvers vegna ykkar sjáendur hafa ekki komið henni til hjálpar fyrr — kannski hafa þeir ekki getað aðskilið hennar boð frá öllum öðrum boðum sem þeim berast. Stundum hef ég komið granda- laus á staði þar sem ég á ekki von á neinu óvenjulegu. Þetta gerðist til dæmis þegar blaða- menn frá norsku vikuriti fóru með mig á stað á æskuslóðum mínum. Þetta voru rústir ffá gömlum tíma — stórir steinar sem raðað hafði verið í hring. Ég mundi eftir því að þegar ég var barn þá var eitthvað við þá sem gerði það að verkum að ég hljóp í burtu frá þeim. Þeg- ar við komum á staðinn þá fraus ég í sömu sporum og gat ekki haldið áfram, um leið og ég skalf og titraði. Þarna var hjálparmaðurinn minn að vara mig við að fara nær — og það sama gerðist þegar ég kom að Höfða í Reykjavík!" band við mig og sagði að við yrðum þegar í stað að hætta við þessa andaglasfúndi því hún vissi um þessa konu sem við höfðum heyrt í. Þetta væri mjög ill kona sem hefði komið við sögu á andafúndum víða um heim og væri hún að reyna að komast í gegn.“ Ferðaðist til annars heims — Þú hefúr sagt að einhvers staðar í miðjum bókaflokknum strax fara að vinna með mig en ég var allt of þreytt og við biðum því til morguns. Ég var látin setjast í stól og fyrir fram- an mig voru sverð mér til varnar. Þau ætluðu að koma mér inn í annan heim og til þess ætlaði læknirinn að dá- leiða mig. Ég lokaði augunum og við sjóndeildarhringinn sá ég gráblá ský sem ég þaut að og þegar ég kom að þeim þá opnuðust þau fýrir mér og í um 5 mínútur þaut ég í gegn- um þau eins og göng þar til ég Andaglas er af hinu illa — Hjálparmaðurinn? „Eins og þú veist líklega þá hafa allir sinn hjálparmann, fylgju eins og þið kallið hann á íslensku. Ég hef séð minn hjálparmann og hann er góð- mennskan sjálf, auk þess sem hann er óskaplega fallegur maður. Hann er hávaxinn, með axlasítt ljóst og liðað hár og blá augu. Margir sem hitta mig sjá hann líka, en aðeins sem háa hvíta veru til hliðar við mig. Hann varar mig við hættum og hjálpar mér líka við margt. Ég veit mjög lítið um Höfða en langaði að sjá þetta fræga hús og ætlaði að láta taka mynd af okkur Marit við húsið, en þegar við vorum komin að húsinu þá gat ég bara alls ekki farið út úr bílnum, skalf bara og titraði, og tel að þarna hafi hjálparmaðurinn verið að vara mig við einhverju illu. — Það sem ég upplifði á Stöng var gott en slæmt það sem ég upplifði við Höfða. Ég heyrði eitt sinn í illum anda og hef ekki áhuga á að upplifa slíkt aftur. Eins og ég sagði fyrr þá er ég ekki miðill og ekki heldur spíritisti en mig langaði að prófa að fara í andaglas og gerði það með fólki sem er vant að stunda slíkt. Við tókum andaglasfund- inn upp, en á meðan á honum stóð heyrðum við ekki aðrar raddir en okkar eigin. Á eftir hlustuðum við á upptökuna og þá heyrðum við óhugnanlega rödd konu. Hún var að hæðast að okkur og hló að okkur háum hneggjandi hlátri. Þetta var mín fyrsta og síðasta reynsla af andaglasi en tel ég að það sé mjög slæmt að stunda slíkt. Þekktur rithöf- undur í Englandi frétti af því sem gerðist á fundinum hjá okkur og hún hafði strax sam- • Það sem ég upplifði á Stöng var gott, en slœmt á Höfða. • Þar var geislandi Ijós og geislar þess náðu til alls á jörðinni. • Kœrir sig kollótta um þá sem ekki kunna að meta sögur hennar. • Sendir okkur framhalds- sögu sem gerist á íslandi! um ísfólkið hafir þú orðið fyrir sérstakri reynslu, þar sem þér var gert ljóst hvert bækurnar ættu að stefna? „Þegar ég byrjaði á sögun- um um ísfólkið hélt ég að þetta yrðu nokkrar bækur — óraði aldrei fyrir því að þær yrðu 47 eins og þær koma til með að verða. Ég taldi mig vera að skrifa um baráttu góðs og ills, en þarna var mér falið að skrifa sögu ákveðinnar per- sónu — og í síðustu bókinni, sem kemur út í haust, kemur raunveruleikinn að baki ísfólk- inu að lokum í Ijós. Þessi reynsla sem ég varð fyrir gerði það að verkum að ég leitaði til dularsálfræðings í Svíþjóð og konu hans, Cecilia Olsson, sem ég vil bara segja að sé norn, en hún les fólk og hugs- anir þess auk þess sem hún hefur spádómsgáfur. Þau reka stofhun í Svíþjóð • og ég ferðaðist þangað. Það var komið kvöid þegar ég var loksins komin og þau vildu var komin í annað lífsform. Þar tindraði allt og titraði, en rödd læknisins sagði mér að fara hærra og hærra, þar til ég stóð á einhverju, fjallstoppi eða ein- hverju álíka. Þar var geislandi ljós og geislar þess náðu til alls og allra á jörðinni - geisli fyrir hvert mannsbarn, hvern hlut. ‘Hvað er þetta?’ spurðu þau mig. ‘Þetta er það sem við erum öll hluti af,’ svaraði ég og jafnframt að ég þyldi ekki við að vera þarna lengur. ‘Komdu til baka,’ sögðu þau þá. Ég fór síðan alla leið niður til jarðar og var þá stödd í grænum haga. ‘Sérðu hús?’ spurðu þau. ‘Nei,’ svaraði ég. ‘Gakktu þá áfram,’ sögðu þau. Ég gekk áffam þar til ég kom að kastala og gekk þar inn. Þá hitti ég hann aftur, hann sem ég hafði hitt áður og hafði sagt mér að skrifa sögu sína. Ég grét og grét. Ég sá þarna líka marga dökka engla, en þeir eru ekk- ert tengdir djöflinum, og fleiri sem hann spurði mig hvort ég 28 VIKAN 14. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.