Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 14

Vikan - 14.12.1989, Side 14
JÓHANNA KRISTv „Bjálfi ÓNSDÓTTIR: ef ég yrði ekki hrædd öðru hverju“ TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON OG JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Það er forvitni sem rekur mig áfram. Undursamlega forvitin forvitni," segir Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður og rithöfund- ur í formálanum að nýútkominni bók sinni DULMÁL DÓDÓFUGLSINS. í þessari bók segir Jóhanna ffá ferðum sínum til fjar- lægra landa, sem í orðsins fyllstu merkingu eru fjarlæg og fáir íslendingar þekkja nema af afspurn einni saman — hvað þá íslenskar konur sem ferðast einar síns liðs. Jóhanna er flestum kunn, en þó ekki öllum, og margir sem til hennar þekkja spyrja sig: hvernig getur hún alltaf farið í þessi ævintýralegu ferðalög sín? Hver borgar? Hvað með börnin hennar? Og Jó- hanna svarar þessum spurningum á þá leið að hún borgi ferðir sínar sjálf, en síðan hafl Morgunblaðið keypt af henni greinar sem hún hefur skrifað um löndin og fólkið sem hún hefúr heimsótt. „Ég á ekki bíl og ekki myndbandstæki," segir hún. „Ég bý í 100 ára gömlu húsi sem heitir Skáholt og er kennt við Vilhjálm ffá Skáholti. Þegar ég tek lán t banka þá er það vegna ferðalag- anna.“ Einhvern veginn er það svo að „ferða- lög“ koma strax upp í hugann þegar Jó- hanna er nefhd á nafn, eins og hún hafi aldrei gert annað en ferðast um fjarlægar slóðir og skrifa ferðasögur, en er hún í raun búin að vera að ferðast í svo mjög mörg ár? „Það var eiginlega ekki fyrr en ég fór til ísrael árið 1977 að ég fékk ferðabakter- íuna fyrir alvöru. Ég hafði að vísu ferðast nokkrum sinnum til Portúgal, en það voru allt öðru vísi ferðalög, og svo bjó ég eitt ár í Grikklandi. Það var heldur ekki svo auð- 14 VIKAN 25. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.