Vikan


Vikan - 14.12.1989, Síða 39

Vikan - 14.12.1989, Síða 39
 Danski skopteiknarinn Hans Qvist segir hér frá óförum Mikjáls Marteinssonar á aðfangadagskvöld að augnablik, sem maður missir blikkbakka hlaðinn kaííikönnu, tveim bollum, sykurkari og rjóma- könnu, skál með appelsínumauki, nokkr- um hnífum og skeiðum ásamt fjórum smurðum brauðsneiðum, er venjulega ekki talið til affeksaugnablika manns- ævinnar. En þegar þetta henti Mikjál Marteinsson gat það í rauninni heitið mesta happ. En við skulum heldur byrja á byrjuninni. Þetta var á Þorláksmessu og Mikjáll sat við teikniborðið sitt og var að horfa út um gluggann. Honum gekk illa að leggja sálina í teikninguna sem hann var að gera að vor- auglýsingapésa um baðföt en pésinn átti að vera tilbúinn fyrir nýár. Það var enginn hægðarleikur að lifa sig inn í veröld öld- unnar sem brotnar við ströndina, sólbak- aðra ungmeyja með sand milli tánna og þess háttar, þegar köld og illúðleg des- embergola skvetti rigningunni á gluggann; en jafnvel undir hagstæðari veðurskilyrð- um hefði ég spáð því að Mikjáll ætti erfitt með að hafa hugann við verkefnið. Þessi kitlandi og sundlandi tilfinning, sem var í kroppnum á honum, stafaði frá meðvit- undinni um að hann ætti að verða með Öddu um jólin en hún - það hlutu allir að viðurkenna, fannst honum — var stúlka sem allar baðandi stúlkur, jafnvel á falleg- ustu auglýsingateikningum, hlutu að blikna við hliðina á. Það var eitt af dásam- legustu verkum forsjónarinnar að láta hann kynnast þessari dásamlegu dís fyrir tveimur mánuðum og nú hafði hún boðið honum að verða á búgarði föður síns á Suður-Fjóni um jólin. Og úr því að svona stóð á var engin furða þótt Mikjáll starði út í bláinn með fjarrænt bros um munninn — kannski ofurlítið kjánalegt bros í augum þeirra sem ekki vissu hvernig á stóð — og óm fjarlægra brúðkaupsklukkna í eyr- unum. En sá Mikjáll var í besta standi sem nokkrum klukkutímum síðar settist í litla bílinn sinn og brunaði af stað. Það hafði 36 VIKAN 25. TBL. 1989 kólnað í veðri og áttin orðin á norðaustan. Mikjáll hagræddi sér við stýrið og skrúfaði frá útvarpinu. Þaðan hljómaði söngur barna úr leikskóla og þau sungu: „Göngum við í kringum einiberjarunn," en um leið klesstust fyrstu slydduflygsurnar á fram- rúðuna. Mikjáll fékk bráðlega að reyna að þær voru ekki þær síðustu. Alltaf kólnaði og nú kom skaffenningur af norðan ogsnjó- Honum gekk illa að leggja sálina í teikninguna, sem hann var að gera að vorauglýsingapésa fyrir baðföt, en pésinn átti að vera tilbúinn fyrir nýár. . . inn fór að draga saman í skafla. En samt naut Mikjáll unaðstilhugsunarinnar um jólin eins og þau sem hann aðeins þekkti af póstkortum, jól með sveitakirkju með snjó á þakinu og gyllt Ijós í hverjum glugga. Jú, þar var sú rétta jólastemning. Hann leit á klukkuna. Eftir þrjú kortér mundi verða tekið á móti honum í for- stofúdyrunum á Silffastöðum. Adda mundi koma hlaupandi á móti honum og á dyra- þrepinu mundu faðir hennar og móðir standa og haldast brosandi í hendur. Eftir dálitla stund mundi hann sitja í skemmti- legu rabbi í stofunni, við arininn og með rjúkandi toddýglas fýrir framan sig og strjúka hnakkann á írskum veiðihundi sem hefði lagt hausinn á hnéð á honum. í stuttu máli: allt mundi leika í lyndi. Mér er nær að halda að rás viðburðanna hefði stefnt í þá átt sem að ofan hefúr ver- ið lýst ef Mikjáll hefði ekki lifað í sínum draumaheimi og sumpart ef snjókoman hefði ekki ágerst svo að skyggnið var slæmt. En af því leiddi að Mikjáll hafði villst inn á hliðarveg og hann ók áfram þangað til hann sat fastur. Þetta var aðdragandinn að því að hinn 23. desember kl. 15.43 hittum við Mikjál og litla bílinn hans á kafi í skafli talsvert langt ffá þjóðvegi einhvers staðar á Fjóni. í tvo tíma reyndi hann að grafa sig gegn- um skaflinn — það var tilhugsunin um hina dásamlegu Öddu, arininn og rommtoddý- ið sem hélt hetjuhug hans við. En þegar þessir tveir tímar voru liðnir hafði náttúr- an sigrast á manninum og skóflunni. Mikj- áll varð að láta bílinn eiga sig og hóf nú erfiða göngu sína í þæfingi. Er hann hafði vaðið snjóinn upp í hné í nærri því klukku- tíma sá hann ljós í fjarska. Dimmt var orðið, kuldi og næðingur, og snjónum kyngdi niður. Þetta ljós reyndist vera á greiðasölustað. Gamalt og niðurnítt hreysi komið að hruni, en greiðastaður var það nú samt. Mikjáll fór inn. Það er tvenns konar þef- ur í svona krám, þægilegur, gamall þefur M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.