Vikan


Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 15

Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 15
skynjaði og var öllu fjölskrúðugri. Hún hélt til dæmis lengi vel aö enginn sæi fiðrildi nema hún sjálf, líkt og var um blómálfana sem eng- inn virtist taka eftir. Erla skynjar verur á öðrum tilverustigum, álfa af ýmsu tagi, dverga, huldu- fólk, Ijúflinga, tíva og aðrar Ijósverur sem tengj- ast landinu, náttúru þess og ýmsum sérkenn- um. Erla hefur þann sérstæöa hæfileika að skynja atburði úr fortíðinni svo greinilega og Ijóslifandi að þeir eru henni sem raunverulegir. Hún hverfur stundum inn í horfnar aðstæður, sér atvikin gerast, heyrir orðaskipti fólksins og finnur lykt af umhverfi þess. Erla hefur upplifað fyrri æviskeið og getur skynjað hvað fólk hafi verið í liðnum jarðvistum. Hún fær stundum hugboð um það sem verða muni og hefur dreymt fyrir óorðnum hlutum. VÍSINDAMENN STAÐFESTA KENNINGAR DULSPEKINGA Árið 1916 hannaði breskur læknir, Walter J. Kilner að nafni, sérstakt sjóngler sem gerði mögulegt að skoða útgeislun líkamans. Hann þróaði einnig víðtækt kerfi til að greina sjúk- dóma út frá litum og Ijósmagni árunnar, sem hann fullyrti að væri kraftsvið sem næði sex til átta þumlunga út frá líkamanum. Árið 1939 uppgötvaði Rússinn Semyon D. Kirlian tækni sem gerir myndatökur af lífgeislan mögulega. Þegar Kirlian var að gera við tæki, sem fram- leiðir hátíðnistraum, setti hann höndina inn í hátíðnirafsvið og sá sérkennilegt Ijósfyrirbæri. Honum flaug í hug hvort ekki væri hægt að mynda þessa Ijóshnoðra. Með því að leggja fingurgómana á Ijósmyndafilmu og beina síð- an háspennuriðstraumi að tókst honum að fá fram myndir af þessu fyrirbæri. ÚTGEISLUN OG ÁRUR LIFANDI VERA Erla segir að lifandi verur hafi allt annan og fjölbreytilegri bjarma en stafar af dauðum hlutum. „Hlutir úr hinum ýmsu efnum hafa aö- eins efnislega útgeislun en náttúran öll, dýr og menn hafa vitund, margar árur í mörgum víddum. Ljósbrot frá Guði. Eitt af því merkilegasta sem Kirlian-hjónin Erla Stefansdottir segir aö bæöi byggingar og staðir eigi sér hugform. Hér má sjá teikningu af Ijósi lúterstrúarinnar yfir Hallgrímskirkju. Þessi teikning sýnir sálarárur Míkaíls Gorbatsjov og Ronalds Reagan, en Erla teiknaði útgeislun þeirra eftir að hafa fylgst með þeim koma til fundarins i Höfða. uppgötvuðu er svonefnt vofufyrirbæri á lauf- blöðum („Phantom leaf effect"). í Ijós kom að þótt stór hluti laufblaðsins hafi verið skorinn burt sýnir hátíðniljósmyndun orkulíkama lauf- blaðsins í heild sinni. Erla hefur séð fingur og handleggi á fólki, þótt tilsvarandi líkamshlutar hafi verið fjarlægðir. Erla segir að orkusviðið sé enn fyrir hendi þótt hinn jarðneski hluti hafi verið tekinn burt. Áþekk fyrirbæri virðast koma fram á Kirlian-myndum. Hún segist enga út- geislun sjá frá plasti og öðrum gerviefnum. Erla ráðleggur fólki að klæðast fötum úr bómull, ull og öðrum náttúrulegum efnum því gerviefni hefti lífgeislan líkamans. SJÖ ORKULÍKAMAR MANNSINS Erla Stefánsdóttir segir að maðurinn sé samsettur úr sjö ólíkum líkömum eða þáttum. Orkuhvirflar eru tengdir mænunni og sam- kvæmt lýsingum hennar þyrlast orkan inn og út úr þessum hvirflum eða orkustöðvum og myndar sjö orkulíkama eða árur mannsins. Næst efnislíkamanum er heilsublikið. Hún skynjar einnig ytri og innri tilfinningalíkama, ytri og innri hugarlíkama, innsæis- eða orsakalík- ama, sem geymir dýpstu eigindir mannsins, og loks innsta Ijósið eða kjarnann sem skín í gegnum alla þessa þætti og er sjöunda víddin, en í þeirri vídd er allt mannkyn ein heild. Erla segir um orkulíkama mannsins: „Tilfinninga- eða geðlíkaminn er sem gul- hvítur stór hjúpur, næstur líkamanum og getur umlukið alla okkar líkama. Þar kvikna alls kon- ar litir, fallegir sem Ijótir, með mismunandi hreyfingum, eftir tilfinningum okkar og geð- sveiflum. í honum eru ótal straumar og straumköst - líka Ijúfar hreyfingar eða þungar bylgjur líkt og hafið. Huglíkaminn er kyrrari en tilfinningalíkaminn, hann tekur hægar breyt- ingum og birtir varanlegri þætti persónunnar. Sumir hafa fallega formaða huglíkama og aðrir hafa litla og óljósa huglíkama. Oft kvikna hug- líkamar og skína, bera birtu — og oft má sjá alls konar hugform sem kvikna.“ Um dýpri sál- arþætti mannsins segir hún: — nu'ltin#>íirf.— kynkirll.ir Kjóluraut t: Mæna - laugaki'rfi llvítgull: Jafnvæfti líkamans 8. TBL. 1990 VIKAN 1 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.