Vikan


Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 32

Vikan - 19.04.1990, Qupperneq 32
- AÐ VERÐA BORGAR- FULLTRÚI Ásgeir Hannes með dótturina, sem fæddist á afmælisdegi formanns Sjálf- stæðisflokksins. Asgeir Hannes Eiríksson, þingmaöur Borgara- L flokksins, er maöur Vikunnar. Ásgeir hefur nýveriö ákveöið að ganga til samstarfs viö ný samtök Reykvíkinga, Nýjan vettvang, og taka þátt í prófkjöri fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. - Hvað er mest ögrandi við starf þitt? (Hvaða draum áttu varðandi starf þitt?) Aö því getur lokið hve- nær sem kjósendur kveða upp sinn dóm. Ég á þann draum aö draumar mínir rætist. - Hvað er mesta afrek þitt til þessa? (Hver eru stærstu mistökþín?) Líklega er mesta og jafnvel eina afrek mitt til þessa aö hafa næstum því náö aö hemja mataræðið. Mestu mistök mín eru aö hafa ekki náð því fyrr. - Hvað vekur með þér mesta ástríðu? Völd og áhrif til að hrinda hugmyndum mínum ( fram- kvæmd og láta drauma rætast. - Hvað er það besta sem henti þig á síðasta ári? Þaö besta sem henti mig á síðasta ári var aö eignast dótt- ur þann 29. október, á afmæl- isdegi Þorsteins Pálssonar, vinnufélaga míns og bekkjar- bróður. - Hvað mynd- irðu gera ef þú þyrftir ekki að vinna? Leita mér aö vinnu. - Hvernig frí viltu helstfara í? Langt frá og launað. - Langar þig að vera frægur? (Ef svo er, fyrir hvað?) Já. Fyrir aö þoka einhverju góðu máli áleiöis eöa jafnvel koma því í höfn. - Hvað myndirðu gera við féð efþér væru gefn- ar 100 milljónir á morg- un? Það hefur enginn maður gott af pening- um sem hann hefur ekki svitnað fyrir sjálfur. Því myndi ég nota hæfilega fúlgu til aö losa mig und- an hamrinum en skipta bróðurpartinum á milli góöra líknar- félaga. Aö lokum myndi ég sáldra fáeinum hnefa- fyllum yfir þingheim eins og Egill og sitja álengdar og hlusta á skakið. - Hvernig var að alast upp íþinni fjölskyldu? Mér þótti gaman að alast upp hvort sem þaö var innan fjölskyldunnar eða utan. - Hvaða kosti þína þakk- arðu uppeldinu? Kostirnir komu allir með uppeldinu en lestina kom ég með sjálfur. - Hvernig samband viltu við hitt kynið? Alhliða samband og ekkert múður. - Ertu rómantískur? (Ef svo er, hvernig?) „Ennþá brennur mér í muna, meira en nokkurn skyldi gruna..." - Hvernig finnst þér karl- menn frábrugðnir konum? ^Karlmenn eru grófari en þó veikari. - Hvað gerir þig ánægð- an? Fleiri atkvæði. - Hvað gerir þig dapran? Færri atkvæði. M A Ð U R VIKUNNAR - Sem barn, hvað ætlað- irðu þá að verða þegar þú yrðir stór? Borgarfulltrúi í Reykjavík. - Hvað telurðu að geri þig frábrugðinn öðru fólki? Auðu stólarnir í þingsalnum þegar ég tek til máls. - Trúirðu á Guð? Ég trúi á Guð sem æðra máttarvald og bið til hans oft á dag til að halda sálarró. Reyni aö skynja andann á bak við textann í Biblíunni og Guð gefi mér æðruleysi. - Að hve miklu leyti finnst þér gjörðir þínar sem einstaklings geta haft áhrifá þjóðfélagsbreytingar? Með því að gleyma því sem ég get ekki gert og einbeita mér að því sem ég get gert, því dropinn holar steininn. - Hver finnst þér vera þrjú mikilvægustu þjóð- félagsmálin í dag? Að raða verkefnum í þá röð að sem flestir njóti góðs af hverju verki en hvorki fáir eöa jafnvel enginn. Að draga svo úr vaxta- okrinu í þjóðfélaginu að at- vinnulífið og heimilin rétti aftur úr kútnum, atvinnu- leysi minnki og gjaldþrotum fækki. Að afnema matarskatt og lækka verð á matvælum þann- ig að þau séu ekki lengur mun- aðarvara. TEXÍI: ÞÓRDÍS BACHMANN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.