Vikan - 19.04.1990, Side 46
UÓSM.: ARNAR STEINN VALDIMARSSON
Hann var hress, unglingaskiptahópur CISV 1989.
Hér eru alllrsaman í gönguferð á Seltjarnarnesl.
CISV-SAMTÖKIN
Frh. af bls. 31
FORELDRARNIR SKEMMTA
SÉR LÍKA ClSV-samtökin gerðu það því
ekki aðeins að verkum aö unglingarnir
kynntust, heldur einnig fullorðna fólkið og enn
betur síðar þegar allir fóru saman í skoðunar-
ferð með þýsku krakkana að Gullfossi, Geysi
og Þingvöllum þar sem nesti var snætt úti undir
berum himni rétt á meðan stytti upp. Auk
þessa fóru nokkrar fjölskyldur saman I útilegu
á Snæfellsnesi. Krakkarnir gerðu síðan heil-
margt saman með fararstjórunum og án þess
að foreldrar væru þar með. Rétt áður en allir
krakkarnir fóru til Þýskalands var haldin
kveðjuveisla þar sem allir hittust einu sinni enn
- og það var ekki laust við að þeir fullorönu
yrðu heldur daprir á kveðjustundinni því þeir
vissu að þar með væri komið að síðustu
skemmtilegu samverustund hinna fullorðnu
sem höfðu ekki síður en krakkarnir skemmt
sér mjög vel saman þetta sumar.
Án efa hefur það sama veriö uppi á teningn-
um hjá þeim fullorðnu í Þýskalandi því þar hitt-
ust líka allir reglulega og fóru í útilegu saman.
Islensku krakkarnir fóru til Luneborgar þar sem
þau fengu loksins að sjá sólina þetta sumar og
þótti meira að segja allt of heitt stundum. Eins
og ætlunin var kynntust þau þarna ólíkum sið-
um og venjum miðað við það sem þau voru
vön og fannst sumt skrítið en flest skemmti-
legt. Þau ferðuðust heilmikið og upplifðu margt
en skemmtilegast fannst þeim þó að vera sam-
an sem þau hefðu varla haft tækifæri til nema
með því að taka þátt í ClSV-starfinu.
STARFSEMI SUMARSINS
í FULLUM UNDIRBÚNINGI
f sumartaka íslensk börn eins og endranær
þátt í unglingaskiptum og sumarbúðum CISV,
auk annarrar starfsemi sem til dæmis getur
verið að vera aðstoðarmaður fararstjóra sé
maður á aldrinum 16-18 ára og fara í vinnu-
búðir þar sem unnið er að þvi að auka þekk-
ingu á starfsemi samtakanna. íslandsdeild
ClSV-samtakanna var formlega stofnuð 1981,
þó fyrsti hópurinn frá íslandi færi í sumarbúðir
árið 1951. Þegar þetta er skrifað er undirbún-
ingur fyrir starfsemina næsta sumar kominn á
fullt skriö en hvort búið er að fullskipa í öll sæti
er ekki vitað. Þeir sem vilja fá upplýsingar um
það og frekari upplýsingar um starfsemi sam-
takanna geta skrifað til þeirra og stílað bréfið á
CISV - ísland, Box 86, 210 Garðabæ og þó
það komi í Ijós að ekki sé hægt að komast með
þetta árið er hægt að leggja inn umsókn strax
fyrir það næsta því á hverju ári er alltaf eitt-
hvaö spennandi og skemmtilegt aö gerast hjá
CISV - fyrir börn, unglinga og síðast en ekki
síst þá fullorðnu.
mdSSQdn Frh. af bls. 45
manninum og tveimur lyftustrákum upp stig-
ana.
Hún beiö í um það bil þrjár mínútur en hélt
síðan aftur upp á þriðju hæö. Dyrnar á her-
bergi hennar stóðu opnar og það heyrðust
hróp og köll og hark og dynkir að innan. Tíma-
áætlun hennar hafði staðist fullkomlega. Hún
brosti með sjálfri sér þegar hún hugsaði til
þess hversu snilldarlega hún hafði getið sér til
um ætlunarverk McGraths. Hún gekk inn í her-
bergiö og rak upp óp.
„Nú er allt í lagi, frú,“ sagði leynilög-
reglumaöurinn. „Við náðum honum. Hann hef-
ur brotist inn í herbergið. Þér voruð heppnar að
sleppa lifandi úr klónum á honum."
„Ian,“ hrópaöi frú Beauvais og reyndi að
sýnast undrandi. „Þú'“
lan McGrath neitaði harðlega þeirri ásökun
að hann hefði gert tilraun til að myrða einn eða
neinn, síst af öllu þessa gömlu norn. En lög-
reglumaðurinn hlustaði ekki á hann heldur tók
fyrir munn hans og sneri upp á handlegginn á
honum.
Eftir nákvæma leit í fötum McGraths lýsti
leynilögreglumaðurinn því yfir að hann hefði
ekki verið búinn að stela neinu.
„Ó, lan,“ sagöi frú Beauvais. „Þú reyndir aö
stela frá mér. Og ég sem ætlaði að gefa þér þá
peninga sem þú þarfnaðist."
Leynilögreglumaðurinn leiddi McGrath
nauðugan á brott með aðstoð lyftudrengjanna.
Dyrnar lokuðust og frú Beauvais gekk rólega
inn í baðherbergiö og opnaði tannburstann
sinn. Hún tók skartgripina upp úr handtösku
sinni og setti þá inn í tannburstann. Hún skrúf-
aði lokið á og brosti enn einu sinni með sjálfri
sér sigri hrósandi yfir því hversu vel þetta hefði
gengið allt saman. Hún þurfti aldeilis að gera
sér glaðan dag í tilefni af því. Hún fór niður og
inn á barinn.
Hún dreypti á pernodglasi og virti fyrir sér
karlmennina sem sátu við barinn. Enginn
þeirra var af sömu manngerð og McGrath. Hún
vissi þaö því að hún hafði kynnst náungum
eins og honum um allt landið, sérstaklega þó i
New York. Hún þekkti þá um leið og hún sá þá.
Sumir hófu svik sín á því að tala um hlutabréf;
um öll þau reiðinnar ósköp af peningum sem
mætti græða á einhverjum olíunámum - ef
aðeins fengist fé til að nýta þær og hefja fram-
kvæmdir. Aörir voru ekki eins stórtækir né hug-
myndaríkir, litlir karlar eins og þessi McGrath.
Þeir reyndu aö opna skartgripaskrín gamalla
kvenna meö persónutöfrum sínum. En hún -
sjálft fórnarlambið - hafði skotið þeim öllum ref
fyrir rass! Þetta var áhættusamt líferni og oft
þurfti að tefla á tæpasta vað en það var spenn-
andi og ævintýralegt og hún naut þess að
bjarga sér á síðustu stundu með því að nota
hið frjóa ímyndunarafl sitt.
Celine Beauvais, hugsaði hún og saup á
glasinu. Þau voru orðin mörg nöfnin sem hún
hafði borið og sömuleiðis sögurnar sem hún
hafði spunnið upp. Hún var hreykin af því sem
henni hafði dotti í hug í þetta sinn - sögunni
um Ijónin tíu. Hún hafði nýlega lesið þetta
spakmæli eftir Coolidge og allt í einu hafði því
skotið upp í huga hennar. Og þetta spakmæli
hafði heldur betur sannast á vesalings
McGrath. Hún hafði í rauninni aðvarað hann
þegar hún sagði honum að tíunda Ijónið kæmi
ævinlega á óvart, eins og þruma úr heiðskíru
lofti. En hann hafði ekki skilið við hvað hún átti.
Hún borgaði þjóninum, fór út úr barnum með
þetta indæla pernodbragð á tungunni. Við af-
greiðsluborðið sagði hún skrifstofumanninum
að hún færi af hótelinu eftir klukkutíma. Hún
sagði honum hreinskilnislega að hún ætlaði að
skipta um hótel - fara á betra og virðulegra
hótel, þar sem gamlar konur gætu verið í friði
og búið við fullkomið öryggi. Hún heimtaði að
fá endurgreitt það sem hún hafði greitt fyrir-
fram. Hann kinkaði kolli, tautaði nokkur af-
sökunarorð og reyndi að brosa.
Þegar hún hafði lokið við að pakka niður dót-
inu sínu hringdi hún í afgreiðsluna og bað þá
um að senda Jerry upp til þess að bera farang-
urinn. Hún gerði sér Ijóst að hún mundi sakna
þess glaölega stráks sem hafði verið svo
hændur að henni og látið sér svo annt um vel-
ferð hennar. Hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér að
hún þarfnaðist einmitt þess konar umhyggju
og verndar sem Jerry hafði sýnt henni. Að
sjálfsögðu var hann alltof ungur en eldri
maður, sem hefði til að bera sömu kosti og
hann, mundi hæfa henni vel. Ef hún hitti slíkan
mann gæti hún hætt að leika sér að óþokkum
eins og köttur að mús. Hún hafði að vísu gam-
an af því en gerði þaö fyrst og fremst til að geta
haft nóg fé handa á milli og lifað því lífi sem
hún var vön. Hún hrökk upp úr hugleiðingum
sínum, lyfti brúnum og sagði við tómt herberg-
ið:
„En svona er lífið. Því verður víst ekki
breytt."
Hún var nýkomin inn á baðherbergið og var
í þann veginn að fara aö pakka niður snyrtidót-
inu sínu þegar barið var að dyrum. Hún þaut
fram og opnaði dyrnar upp á gátt og ætlaði að
fagna Jerry innilega. En þaö var ekki Jerry
sem stóð þarna í dyrunum. Það var gamall
karlfauskur, sennilega um sjötugt.
„Ég sagöi þeim að senda Jerry upp til mín,“
sagði hún vonsvikin.
„Það er því miður ekki hægt,“ sagði gamli
maðurinn. „Hann er bölvaöur flautaþyrill,
strákurinn; sennilega einn af þeim sem tollir
hvergi. Hann sagði upp og fór fyrir klukkutima.
Sagði bara bless og var farinn; engin skýring
og ekki neitt;“
„Hvað segið þér?“
„Eina sem hann skildi eftir voru skilaboö til
yðar. Eruð þér ekki frú Beauvais?"
„JÚ.“
„Gjörið þér svo vel.“
Hann fékk henni lítinn pakka með brúnum
umbúðapappír og teygju utan um.
Henni hlýnaði um hjartaræturnar. Hvað
þetta var fallega gert af honum! Gjöf frá Jerry
aö skilnaði! Hún opnaði pakkann og varð undr-
andi, þegar hún sá innihald hans: Tannbursti!
„Ég skil þetta ekki,“ tautaði hún en á samri
stundu skildi hún hvernig í öllu lá. Hún hljóp
inn í baöherbergið. Allt var á sínum staö:
naglalakkið, púöurdósin, hárlakkið...allt nema
eitt. Það vantaði tannburstann! Hún hélt að
hún mundi falla I öngvit.
Góða stund stóð hún hreyfingarlaus þar til
hún heyrði rödd sem henni fannst hljóma ein-
hvers staðar langt í burtu. Það var rödd gamla
mannsins:
„Það fylgir miði með pakkanum, frú Beauva-
is.“
Hún gekk út úr baðherberginu eins og í
svefni og greip miðann úr höndum karlsins. Á
hann var skrifað meö stórkarlalegu letri:
„McGarth vissi ekki hvar hann átti að leita.
Þegar þið voruð öll farin leitaði ég - og fann.
Bless! Jerry." □
46 VIKAN 8. TBL. 1990