Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 52
Kínverskar pönnukökur
Fyrir 4
Höfundur: Bjarki Hilmarsson
Smáréttur
HRÁEFNI:
AÐFERÐ:
Hrísgrjónadeig
sojasósa
1 salathöfuð
4 greinar mynta, fersk
Fylling:
Sitt lítið af hverju úr ísskápnum
til dæmis:
hvítkál, laukur, gulrætur,
sellerí, paprika, hrísgrjón,
baunaspírur o.s.frv.
mango chutney
chilli-paste
karrí
salt, pipar
olía
■ Víður pottur er hitaður með olíu. Hvítkál, laukur og annað grænmeti,
sem til fellur, er skorið í strimla og hitað vel. Gott er að bæta kjöthakki sam-
an við. Kryddað með salti, pipar, karríi, mango chutney og smá chilli-paste
og soðið í 3-4 mínútur.
■ Sett á fat og kælt.
■ Hrísgrjónadeig (fæst í Pipar og salti) er penslað með vatni og eggja-
rauðu.
■ Ein matskeið af kássunni er sett á deigið og hornin brotin inn og rúllað
upp.
■ Rúllurnar djúpsteiktar. Rúllunum pakkað inn í salatblöðin ásamt mynt-
z unni. Ef djúpsteikingarpottur er ekki til má setja olíu í venjulegan pott, þó
8 ekki meira en 1/3 í pottinn.
| ■ í staðinn fyrir hrísgrjónadeig má nota sykurlausar pönnukökur.
Helstu áhöld: Víður pottur,
djúpsteikingarpottur, hnífur, pensill.
Ódýr H Auðveldur □ Heitur a
Kaldur □ Má frysta Sl Annað:
Hellusoðin ýsa
í umslagi
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími 12 mín.
Höfundur: örn Garðarsson
Fiskur
HRÁEFNI:
600 g ýsa, hreinsuð og skorinn í 12
bita
1 rauð paprika, skorin í strimla
1 græn paprika, skorin í strimla
1/2 blaðlaukur, skorinn í strimla
1 -2 gulrætur, skornar í strimla
11/2 msk sólblómafræ,
2 tsk ólífuolía
3 msk tamari-sósa
1 -2 sneiðar sítróna
salt og hvítur mulinn pipar
Helstu áhöld: Álpappír, bretti,
salatskál.
Ódýr □ Auðveldur Sl Heitur Sl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
AÐFERÐ:
■ Grænmetið hreinsað vel. Álpappírsblað er sett á borð, smurt með olí-
unni. Grænmetið sett á ásamt sólblómafræjunum, kryddað.
■ Fisknum raðað yfir, kryddað aftur og tamari-sósunni hellt yfir. Sítrónu-
sneiðunum raðað ofaná og öllu pakkað inn í pappírinn. Lokað mjög vel.
■ Sett á mjög heita hellu og látið vera á hellunni uns pappírinn blæs út. Þá
er umslagið tekið af og látið standa í 2-4 mínútur.
■ Framreitt með fersku salati og/eða hrísgrjónum. Kaloríufjöldi í einum
skammti er um það bil 295.
to