Vikan


Vikan - 14.06.1990, Qupperneq 32

Vikan - 14.06.1990, Qupperneq 32
EÐA MÍN? Mann hlýtur aö vera æðislegur. Þiö eruð nýbúin aö kynnast, hafiö jafnvel ekki kysst hvort annað góða nótt, samt hefur þú ákveðiö aö bjóöa honum í mat. Þetta er þýðingarmikið skref þar sem þú hitar ekki ofninn þinn fyrir hvaða mann sem er. Þú ert öruglega ekki sú fyrsta. Fortíð hans er mjög líklega stráð konum með góð- an vilja en þær hafa dregið hann á tálar þar sem maturinn þeirra olli ósjaldan margvís- legum óþægindum. Þú veist að hann er í góðum höndum hjá þér - en veit hann þaö? Verður hann skelfingu lostinn þegar þú berð upp boðið? Brestur hann i grát? Ekki ef þú fylgir eftirfarandi ráðum. ÞANNIG Á AÐ BJÓÐA HONUM Ófáir karlmenn verða kvíðnir (táknar þetta einhverja skuld- bindingu?) þegar þeim er boð- ið í mat, sérstaklega ef þeir hafa orðið fyrir tilræði til að snúast alfarið yfir í grænmetis- fæði (kvöldverðargestur kval- inn af of stórum skammti af laufgrænmeti). Hér koma þrjár „getur ekki staðist" boðsað- ferðir: 1. í eigin persónu. Vertu ofursannfærandi þegar þú leyfir honum að finna lyktina af eplakökunni sem þú varst að taka út úr ofninum. Horfðu á hann segja já. 2. Símleiðis. Ginntu hann með hljóðum úr eldhúsinu. Mest tælandi hljóðin eru brak- ið í frönskum kartöflum, sax- aður hvítlaukur og páfagaukur sem segir „Namm“. 3. Bréflega. Sendu honum boðskort sem angar af humar- súpunni þinni. HVAÐ Á AÐ ELDA? Allir karlmenn, nema græn- metisætur og tyrkneskir guð- spekinemar, eru alætur, fúsir til að borða hvað sem er svo lengi sem það ekki (a) hristist eða (b) ógnar sáðgöngunum. Þú vilt hins vegar vekja hrifn- ingu. Nokkrar ráðleggingar: 1. Öruggast. Veldu eitthvað af grunnfæðutegundunum, eitthvaö sem hann ber kennsl á og hann belgist ekki út af. Það auðveldasta og síst hræðandi: Steik og salat með fylltum sveppahöttum. Auð- velt og jafnvel alveg skot- helt er fallega skreyttur, þó frumstæður, tælandi ostborg- ari. 2. Öruggara. Rétturinn sem aldrei hefur mistekist. Allar konur eiga á góðum stað uppskrift að einum slíkum rétti. Ef rétturinn er hins vegar framandi er betra að geyma hann til betri tíma. 3. Öruggt. Eitthvað sem reynir á sköpunargleðina og hugmyndaflugið hjá þér en er innan skynsamlegra marka. Ertu viss um að þú ráðir við önd í piparsósu? Hvernig var með Creola-rækjuréttinn sem þig hefur lengi langað til að reyna með manni sem kann að meta jalapeno-pipar? (Aðvörun: Fáir karlmenn eru ásjálegir með tunguna á kafi í ísbaði.) 4. Ekki öruggt. Stóra til- raunin: Réttir úr uppskriftabók- inni frá Borneo eða öðrum framandi löndum eru aðeins viðeigandi ef þú lítur á herrann sem mús á tilraunastofu en ekki sem tilvonandi elskhuga. Frh. á næstu sfðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.