Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 9

Vikan - 28.06.1990, Page 9
LJÓSM.: MAGGI stimplaöir í leiöinni. Þær sem ákveöa aö fara út í þessi störf verða hreinlega aö gera það uþp við sig aö þær ætli aö þola kjaftasögurnar og gera sig ónæmar fyrir þeim. Landiö er svo lítið og við erum svo samanþjöppuð hérna en samt Bryndís Ólafsdóttir. fannst mér hreinlega ótrúlegt þegar farið var aö kjafta um mig og Hollywood-keppnina. Ungu stelpurnar, 15-16 ára, eru slæmar meö þetta og svo er eins og sumt eldra fólk hafi ekkert annaö aö gera. Kærast- inn minn er elsti sonur Ólafs Laufdals og fullorðið fólk var að segja að keþþnin heföi ver- iö keypt fyrir mig og aö þetta væri alger klíka. En það var svo furðulegt aö mér var ná- kvæmlega sama. Þaö kom mér hreinlega á óvart hvaö ég tók þessu vel. Mér var alveg sama. Ég hugsaöi meö mér aö ég vissi bara betur sjálf og gæti á engan hátt breytt þessu og nennti hreinlega ekki aö vera í vondu skapi út af þessu. Ekki datt mér I hug aö ég skipti þaö miklu máli aö fólk færi aö tala um mig! Ef ég væri forset- inn eöa eitthvað álíka - en ég er bara stelpa úti í bæ á öllu þessu stóra landi. Þaö var líka svolítið um þetta í skólanum. Stelpurnar þar sýna það aldrei en svo er maður aö frétta þaö á bak. Þó mér hafi verið sama um sögur eftir fólk úti í bæ fannst mér sárara aö heyra sögur eftir fólki í skólanum. Bryndís Fanney er fín og okkur semur alveg rosalega vel en þaö er eins og æsku- vinkonurnar fjarlægist mann eftir svona kepþni. Þær hringja ekki eins oft og ef þær ætla aö fara eitthvað þessa dagana þá er ekkert veriö aö láta mig vita. Þaö er eins og þær eigi erfitt meö aö taka mér eins og ég er. Ég held ég hafi aðeins einu sinni átt vinkonu sem stóð meö mér í gegnum þykkt og þunnt en fæstar aðrar stelpur, sem ég þekki, er hægt aö tala um sem vini í raun. Þær eru alls ekki nógu einlægar; þaö er verið að hnýta hver í aöra á bak og það þoli ég ekki. Ég hef alltaf veriö trú mínum vinkon- um og ég vil vera það.“ Hvernig líst henni á þjóð- félagið? „Mér finnst öfundsýki ótrú- lega áberandi. Fólk er alltaf að hugsa um hvaö þaö hafi þaö miklu verra en næsti maður og öfundast út i náungann en svona tilfinningar fara verst meö fólk sjálft. Fólk ætti frekar að sætta sig viö sjálft sig og reyna bara aö gera betur sjálft í staö þess aö vera aö öfund- ast út I aöra. Fólk á svo erfitt meö aö taka því ef einhverjum öörum gengur vel; þá er það annaðhvort kallað svindl eöa klíkuskapur. Það er eins og fólk eigi auðveldara meö aö samhryggjast en að samgleðj- ast.“ Hvaö skýtur þér mestum skelk í bringu við Ameríku- dvölina? „Ég er ótrúlega fáfróð um fyrirbæri á borö við eiturlyf og neyslu þeirra. Ég get verið gjörsamlega blind á það þó einhver við hliöina á mér sé í vímu. En þetta er svo algengt úti og jafnvel hérna heima eru margir jafnaldrar okkar aö nota hass. Þetta getur veriö mjög hættulegt fyrir ungar stelþur sem byrja á þessu ein- göngu til að „vera með“.“ Hvernig sér Bryndís fram- tíðina fyrir sér? „Eins og ég sagöi þá er ég búin aö vera meö strák í eitt og hálft ár og það samband gengur mjög vel hjá okkur. Mamma og pabbi ætla aö fara á keppnina úti og hann ætlar aö koma meö og einnig frænka mín sem býr l New York, svo þaö veröa nokkur skyldmenni þarna. Bæöi mamma og amma áttu börn 18-19 ára og þær hafa varað mig mjög viö aö feta í þau fótspor. Ég get vel hugsað mér aö flakka milli Parísar, Mílanó og New York I nokkur ár en svo vil ég fara aö festa mig einhvers staðar. Ég hugsa þetta aðeins sem skemmtilegt starf í nokkur ár. Vibeke Bryndis Ólafsdóttir þegar hún | var kjörin Ijósmyndafyrirsæta Samúels. Knudsen, fyrirsætan sem kom hingaö sem fulltrúi Ford, er komin langt yfr þrítugt og á engin börn og þó hún hafi ver- iö módel í öll þessi ár finnst mér hún hafa farið einhvers á mis; hún á ekkert líf að hverfa til. Mig langar aö fara í nám í arkitektúr síöar meir og hef í rauninni átt mér þann draum lengi en maður þarf aö vera haröur til aö koma sér á fram- færi í þeim heimi því offram- boöiö af fólki er svo gífurlegt." Á ekki það sama við um módelheiminn? „Jú, þar þarf maður aö vera extra harður, bæöi aö hafa mik- inn aga og vera duglegur. En svo þarf viðkomandi líka aö hafa mjög mikið álit á sjálfum sér því þaö er enginn aö tala um hvað hann eöa hún sé æðisleg, fólk er frekar rakkað niöur. Ljósmyndararnir eru þekktir fyrir aö vera mjög slæmir við stelþurnar og þá sérstaklega ítalskir og amer- ískir Ijósmyndarar. Maöur veröur aö trúa á sjálfan sig við- stööulaust og segja í sífellu: „Ég get þetta og ég ætla að gera þettal" Sjálfstraustið er númer eitt, tvö og þrjú í þess- um bransa og að vera ánægö meö þaö sem maður hefur. Þaö þýöir ekkert aö fara aö gráta og vilja koma heim eins og hent hefur margar íslensk- ar stelpur sem farið hafa út í þennan heim. Hérna erum við líka svo lokuð frá öllu og of- vernduð. Maður reiöir sig alltaf á mömmu og treystir á hana. Hún er sú sem bjargar öllum málum. Hún var eiginlega Guö hjá manni. Ég var eina stelþan þar til ég eignaðist litla systur fyrir þremur árum. En nú er aö standa sig ein og ég er orðin það gömul að ég á að geta þaö. Svo var einhvern tíma sagt við mig aö ég væri of skynsöm og hugsaði alla hluti svo vel út áöur en ég fram- kvæmdi þá en ég fæ ekki séð annað en aö þaö hljóti að vera kostur." Vikan kveður þessar sætu og geðþekku stelpur og óskar þeim alls velfarnaðar á er- lendri grund. Erum viö íslend- ingar orðnir svo dekraðir í þessum efnum að þaö liggi viö aö maöur fyrtist þá sjaldan aö íslensk stelpa er ekki í einu af þremur efstu sætunum? 1990 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.