Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 13

Vikan - 28.06.1990, Page 13
Þetta eru hennar heimilispen- ingar sem hún má ráðstafa aö vild. Upphæðin, sem hún fær með hverju barni, eru tæpar eitt þúsund íslenskar krónur á mánuði. Það á að nægja henni fyrir öllum nauðþurftum barn- anna. Þarna er ekki um íburð eða munað aö ræöa enda er á stefnuskrá samtakanna að líf- ið í barnaþorpunum skuli bera sem mestan keim af lífinu fyrir utan. Það er aðallega fólk úr hin- um vestræna heimi sem legg- ur fé til uppbyggingar SOS- barnaþorpanna og er stuðn- ingurinn tvíþættur. Annars vegar getur fólk tekið að sér „fósturbarn“ sem það borgar með eitt þúsund íslenskar krónur á mánuði. Á hinn bóg- inn eru styrktarfélagar sem ekki taka að sér barn en gefa ein- hverja upþhæð árlega eða mánaðarlega til að standa straum af kostnaðinum við að byggja upp þorpin. Þegar börnin komast á unglingsár er þeim flestöllum séð fyrir einhvers konar iðn- námi. Þau sækja þá heima- vistarskóla í nágrenninu en koma heim um helgar og til- gangurinn með náminu er sá að þau geti skapaö sér sjálf- stæða framtíð þegar þau verða fullvaxta. Þó yfirleitt sé reiknaö með að ungmennin geti séð fyrir sér sjálf við átján ára aldur er engum vísað á dyr fyrr en viðkomandi treystir sér til að standa á eigin fótum. Þótt ungmennin stofni til hjónabands og eignist börn halda þau áfram að hafa sam- neyti við sín „systkini" og sína móður því þetta fólk er þeirra fjölskylda. Þaö sem Hermann Gmeiner sá fyrir sér í upphafi var aö munaöarlaus börn ættu einhvers staðar víst að fá um- hyggju og öryggi og að þau gætu myndað eins eðlileg fjöl- skyldutengsl og kostur væri á. Styrktaraðilar í Vesturheimi mynda síðan aðra en fjarlæg- ari fjölskyldu og öllum sem taka að sér að styrkja barn er heimilt að heimsækja barnið í sitt þorp. Mjög margir Danir hafa heimsótt „sín“ börn og Ulla segir að þeir Danir sem hún hitti á 25 ára afmælinu fyr- ir nokkrum mánuðum telji það stórkostlega upplifun að hitta barn sem þeir hafa styrkt og skrifast á við árum saman. Yfirleitt verða þetta fagnaðar- fundir og fólk er afar ánægt. „Þegar fram I sækir munum við íslendingar að sjálfsögðu gera þetta svona líka,“ segir Ulla. í haust stendur til að opna skrifstofu samtakanna þar sem hægt verður aö taka á móti því fólki sem hefur hug á að gerast foreldrar. Fram að þeim tíma er hægt að hringja í samtökin en sími þeirra er 91-53279. Framtíðin er 500 foreldrar „Mér finnst mjög góð hug- mynd að fólk sem er að ala upp barn hér heima taki að sér barn á svipuðum aldri í ein- hverju landi með það fyrir aug- um að auka félagsþroska sinna barna sem alast oft á tíöum upp við allsnægtir. Það er mjög gott að kenna börnum þegar hægt er að sýna þeim fram á að þarna sé annað lítið barn sem við erum líka að hugsa um en ekki er alveg jafnhepþið og við. Þá myndast tengsl við ákveðið barn sem þau þurfa á vissan hátt að taka tillit til líka. Annars er mjög æskilegt að fólk hugleiði vel hvað þaö er að gera,“ segir Ulla að lokum. „Þó fólk sé ekki að taka barn heim til sín er gott að fólk haldi áfram ef það byrjar aö styðja eitt barn og vera í samskiptum við barnið. Ég held að íslendingar muni ekki síður bregðast vel við en til dæmis Danir. Danir þykja mjög stórir innan samtakanna og ef Danir eru með tíu þús- und foreldra reiknast okkur til að til að vera jafnir þeim þurf- um við ekki að vera með nema 500 foreldra. Ég er ekki í Placido Domingo er einn af mörgum sem heimsótt hafa SOS-barnaþorpin og styrkt starfsemi þeirra mjög rausnarlega. nokkrum vafa um að hér er fólk sem hefur svo stórt hjarta að það hefur bæði þörf og vilja til að hjálpa vanþróuðu löndunum á þennan hátt. Aö lokum vil ég hvetja starfs- mannahópa og skólabekki til að ihuga að taka aö sér barn saman þvi kostnaðurinn við það yrði þá hverfandi en ánægjan yfir að láta gott af sér leiða ómæld." Aase Graun í Kastrup í Danmörku átti „dóttur" /' Víetnam en hafði ekki heyrt frá henni lengi vegna aðstœðnanna í Asíu. Loks fékkhún bréf frá „barninu" sem skrifaði og sagðisf hafa það goff. Enn leið og beið en að lokum fékk Aase annað bréf með mjög kœrum kveðjum. Víefnamska sfúlkan sem var að verða 22 ára hélt áfram og sagði: „Kœra móðir mín, ég fœri sérlega góðar fréttir. Ég gifti mig í fyrra og nú áttu barnabarn - litla teipu. Hún er heilbrigð og yndisleg. Maðurinn minn er verkfrœðingur og fœr 18 doiiara á mánuði í laun. Fjölskyldulífið er tiltölulega átakalítið. Við búum í Ho Chi Minh-þorpinu. Ég vona að þér líði vel og vildi óska að við gœtum hist. Ég hiakka til að fá nœsta bréf frá þér. Með ást og virðingu, Nane

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.