Vikan


Vikan - 28.06.1990, Síða 16

Vikan - 28.06.1990, Síða 16
Fólk þarf aö gæta vel aö gleðinni og barninu í sálinni. Maöur þarf aö geta hlegið að mörgu, jafnvel þó aö þaö séu skuggar á bak við. Það þarf aö reyna aö finna það út sem vekur gleði og ánægju. - Hvaðan ertu upprunnin? Ég er fædd á Svínafelli í Öræfum. Móðir mín var þaðan og var dóttir hjónanna þar, Sigurðar og Sigríðar. Þetta var stórbýli á þá tíð. Það var austurbær og vesturbær og býlið tengdist sömu ættinni mann fram af manni. Faðir minn var fæddur á Fossi á Síðu. Foreldrar hans voru Guðný Pálsdóttir prests í Hofsdal, en fað- ir hans var Guðmundur óðalsbóndi á Fossi. Þar ólst hann upp. Þannig lágu leiðir foreldra minna saman að hann var póstur. Hann hafði verið glaðsinna maður og kjarkmikill að feröast. Þá bjuggu á Sandfelli prestshjónin séra Sveinn Eiríksson og Guðríður Pálsdóttir prests í Hofsdal. Þær voru því hálfsystur, Guðríður og Guðný amma mín. Mamma var þarna vinnukona, nýkomin úr foreldrahúsum. Mamma sagði mér að Guðríði hefði verið mikið í mun að þau faöir minn kynntust sem og gerðist. Þau kynntust árið 1889 og giftust sama ár. Þau fluttust til Borgarhafnar í Suður- sveit. Þar var þá nokkuð þétt byggð og þar fæddust elstu systkinin en við vorum sjö alls. Ég er ein á lífi enda er ég yngst. Ekki voru nú aðstæðurnar alltaf glæsilegar en faðir minn dó tveimur dögum áður en ég fæddist, 41 árs gamall. Móðir mín stóð uppi með barnahópinn og varð að berjast á móti því að okkur yrði tvístrað en þaö var unnið að því að koma okkur burt. Hún verndaði okkur og vermdi, gafst ekki upp og bjó í litla bænum áfram. Svo kom annað reiðarslag 1910. Þá dó Sigurður, elsti bróöir minn, snögglega. Ætli það hafi ekki verið heilabólga. Það var nú læknisleysi þá. Þetta urðu tildrögin að því að móðir min hætti að búa. Það var reyndar ýmis- legt annað sem kom til. Við fórum að austan 1911 til Sveins á Ásum í Skaftártungum. Það var þannig að mamma var búin að vera í mikilli vináttu við fólk föður míns. Sveinn og pabbi voru systrasynir. Þetta fólk vissi um hagi mömmu þarna fyrir austan og þar með fórum við að Ásum. Ég man að Sveinn kom 14. maí með hesta til að sækja okkur en fylgdarmaður hans var Helgi á Núpum. Við nutum mikillar vinsemdar og hjálp- ar frá þessum ágætu mönnum. Móttökurnar, sem við fengum þegar við komum að Ásum, voru eins og ég get miðað við þjóðhöfðingja sem núna eru að ferðast á okkar landi, en kostnaðurinn kannski eitthvað minni. - Varstu lengi á Ásum? Þarna var ég til fimmtán ára aldurs. Þegar ég kom að Ásum voru börn þeirra Sveins og Jó- hönnu orðin fimm. Árið eftir komu þau svo sem vinnufólk að Ásum systkini mín, Sigríður og Páll. Þá varð gleði í hjarta móður minnar því að þá hafði hún náð saman hópnum aftur. Mig langar til að segja þér hvað kom fram í mínu lífi síðar meir. í Svínafelli, sem í mínum huga er fallegasti staður á íslandi, fallegri en Skaftafell sem núna er orðinn þjóðgarður, fossa lækirnir niður brekkurnar og landið er fallega gróið. Þegar ég kom að Ásum stóð bærinn á eins konar tanga út í Ásavatn. Þarna kom ég í nýtt umhverfi og þar sást ekki skógur og þar var enginn foss nema lengra frá. Ég hafði misst pabba minn, en leiksystkini mín áttu pabba. Mér fannst ekkert athugavert við þetta þá, Ég held það hjálpi mikið til með aldurinn að hafa létta og góða lund. Fólk þarf að gœta vel að gleðinni og barninu í sálinni. pabbi var hjá Guði. Manni var kennt að trúa því hvernig umhorfs væri þar og um annað var ekki aö ræða. Ég kunni að meta það síðar hvað Sveinn var góður við mig, alveg eins og sín börn. Þetta fólk var mér afar gott. Ég átti góða móður en ég saknaði pabba míns. Það vó því þungt hvað fólkið á Ásum var mér gott, en það skynjaði ég ekki fyrr en síðar. Ég fór frá Ásum með sárum trega. Þetta voru gleðistund- ir. Ég fermdist í Grafarkirkju ásamt tveim öðrum. Fermingarsystkin mín voru Kristín frá Búlandi og Eiríkur sem lifir enn. Hann varð mikill hagleiksmaður og vann með Bjarna í Hólmi við raflýsingu á mörgum sveitabæjum. Krakkar fóru snemma að vinna á þessum árum, unnu við allt sem til féll, smalamennsku og fleira. Ég fór ásamt móður minni frá Ásum 1915. - Hvert lá leiðin frá Ásum? Þá fórum við í Mýrdalinn, að Skammadal til ágætishjóna. Bóndinn, Sigurður, var bróöir Jóhönnu á Ásum. Mamma hafði hug á að setj- ast að í Vík og fékk þar leigt eins og gengur en ég var í Skammadal í eitt ár. Ég hefði gjarnan viljað vera þar lengur en þá var ég að hugsa um mömmu. Svo var annað að hið mikla höf- uðból, Suðurvík í Mýrdal, sem var eins og Gullna hliðið í leikritinu, var þannig að þeir unglingar sem komust þangaö inn og þeir sem komust þar að sem vinnufólk á unga aldri dvöldu í þrjátíu eða fjörutíu ár. Mér þótti ósköp vænt um að komast til Víkur og ekki síst inn á þetta myndarheimili. Þetta var einstakt heimili og hverjum var ætlaö starf. Það voru margar vinnukonur og margir vinnumenn en gekk allt svo hljótt fyrir sig og allt sem gera þurfti var sjálfsagt. Engjarnar voru fyrir utan Reynisfjall og ég minnist þess þegar maður var að ganga yfir fjallið á mánudagsmorgnum. Það var tjaldað úti á bökkunum og þar vorum við heilu vikurn- ar, allur þessi stóri hóþur frá Suðurvík. Það var eldað þarna í tjaldi og svo vorum við líka með skrínukost. Þetta var allt mjög gaman. Svo varð að flytja sig á teiga fjær þegar búið var að heyja allt þarna suðurfrá. Svona gekk lífið. Svo var komið heim á laugardagskvöldum en þaö var alltaf allt í föstum skorðum. Halldór bóndi var rólegur dugna’ðarmaður og séður á öllum sviðum og Guðlaug, húsmóðirin, eins og engill sem öllum vildi gott gera. - En svo fluttirðu þig um set frá Stóruvík? Svo átti aö fara að mennta sig eitthvað frek- ar þó að það þætti alltaf góð menntun aö vera á góðu heimili. En ég fórtil Reykjavíkur 1919. Þar átti ég að fara í Kvennaskólann. Það var búið að sækja um en þaö gekk nú ekki. Þá fór ég að vinna á Uppsölum sem var matsölustað- ur. Þá þóttist ég vera að læra matreiðslu hjá þeim frænkum Þórunni og Hólmfríði sem voru prýðilegar matreiðslukonur. Þar var þó engin músík eins og á Hótel íslandi og Hótel Skjald- breið. En staöurinn var eftirsóttur út af veiting- unum. Þetta var einmitt þann vetur sem voru þessi sextán skáld í Menntaskólanum, Tómas Guðmundsson, Sigurður Einarsson og fleiri. Og þaö var svolítið gaman þá. Ég var þarna í eldhúsinu og það átti víst að vera einhver menntun að komast þarna inn, að minnsta kosti fékk ég ekkert kaup en átti eitthvað að læra. Það var gaman að því að stundum þegar við snerum við undirskálunum höfðu verið skrifuð á þær Ijóð og vísur. Sumt af því hefði ég vilja muna núna. Það var þó ekki verið að yrkja til mín heldur annarra. Þeir komu þarna oft saman ungu skáldin til að drekka kaffi og fá heimabakaðar kökur, bæði kleinur og pönnukökur, sem fékkst víst ekki nýbakað í hinum húsunum. Rósa, kona Helga Hjörvars, var búin að vinna þarna áður og hún hljóp stundum í skarðiö ef vantaði fólk til að bera fram og svoleiðis. Ég minnist þess þegar Helgi Hjörvar var að koma þarna inn, heldur lágvaxinn en það var allt í gleði í kring- um hann. Helgi var kennari í Kennaraskólan- um. Hann var alveg einstakur, svo glaðvær og skemmtilegur enda var honum fagnað þegar hann gekk inn í veitingasalinn. - Þú hefur þá kynnst manninum þínum þegar þú komst til Reykjavíkur? Já, en hann var úr Mýrdalnum. Þegar ég kynntist honum var hann búinn að vera á skip- um innanlands og utan. Byrjaði á skútum, sem var vfst ekki beysið, en komst svo í siglingar til Ameríku og sigldi víða, til Frakklands og fleiri landa. Svo var hann kominn heim og var að fara á varðskipið Þór. Hann var vel látinn svo að hann þurfti aldrei aö standa lengi á hafnar- bakkanum til að leita að vinnu. Hann var mat- sveinn á þessum árum. í Reykjavík ætluðum við aö búa. Við fengum lóð við Skólavörðustíginn og létum teikna hús og svo átti að fara að byggja. Maöurinn minn hét Jón Jónsson. Hann var búinn að læra silf- ursmíði hjá Gísla Gíslasyni frá Óseyrarnesi. Ég man vel eftir teikningunni að húsinu. Ég var ósköp hamingjusöm þó að ekki væri um stórt hús að ræöa. Mér fannst ég hafa allt til alls til að komast áfram í lífinu. Maðurinn minn var kunnugur mörgum og þekkti til margra verka. En forlögin gripu i taumana og áætlanir breyttust. Við fórum austur og það var byggt 16 VIKAN 13. TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.