Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 17

Vikan - 28.06.1990, Page 17
hús í Vík í Mýrdal. Þar tók hann til viö sína iön. Hann setti þar upp verkstæði og byggöi sér smiðju. Á verkstæðinu var aðallega unniö við silfursmíðina. Jón smíðaði svipur, bauka og dósir og gerði stafi úr silfri á hluti sem fólk vildi gefa. Þetta lék í höndunum á honum. Svo var bætt við búskap. Jón var búinn að vera þarna sem drengur hjá foreldrum sínum og líka hjá móðursystur sinni í Heiðardal. Þar er Heiðar- vatn og þaö var gullkista út af fyrir sig út af veiðinni. En svo varð líka atvinnuleysi í Vík og þá fór maðurinn minn aftur til sjós. Við vorum búin að koma okkur vel fyrir í Vík, það var búið að byggja þarna fjós og hlöðu og við vorum með kýr. Allt var þetta eins og algengt var hjá fólki á þessum árum. - Hvað urðu börnin mörg? Börnin eru fjögur. Þau fæddust öll í Vík. Sigrún er elst, fædd 1921, Þorgrímur 1924, Hafsteinn 1931 og Bryndís 1936. Við fluttum frá Vík 1938. Þá seldum við allt og leiðin lá á ný til Reykjavíkur. Eldri börnin fóru í nám. Þetta var á kreppuárunum. Ég man að ég fór eitthvað á undan suður. Þá voru samgöngurn- ar ekki eins og þær eru núna. Við ætluðum fyrst aö kaupa hús þar sem Hlíðarnar eru núna en þar var að byrja að byggjast. Ég dvaldist hjá Sigríði systur minni en hún var með matsölu á Klapparstígnum og þar var auðvitað vel tekið á móti mér, en ég var með Bryndísi með mér á öðru ári. Svo gerði ég það í bríaríi að auglýsa eftir húsi. Það voru til fasteignasalar þá eins og Þarna bjó til dœmis Sigurður Ólafsson, okkar söngvari. Það var tignarlegt að sjá þegar þau voru í útreiðartúrum um helgar. núna og það voru mörg hús I boði. Flest voru verðlögð á þetta frá fimm til níu þúsund. Það var margt að skoða. En ég er svolítið forlaga- trúar og annaö það að ég var talsvert ringluð í þessum húsakaupum. Ég var að hringja austur til mannsins míns út af þessu og vildi vera at- hugul. En einhvern veginn þótti mér þó gaman að braska í þessu. Svo kom það upp úr dúrn- um að mér leist mjög vel á tveggja hæða hús. Það var vélstjóri sem átti það og vildi selja. Ég var að velta vöngum yfir þessu og þá vantaði mig að komast í síma. Ég fór inn til skósmiðs á Klapparstígnum og bað hann að lána mér síma. Það var sjálfsagt en ég þurfti aö tala við vélstjórann. Kaupin voru enn ekki afráðin. Þeg- ar ég var búin að tala kom skósmiðurinn til mín, en hann hafði heyrt hvað ég var að tala. Hann sagðist vilja vara mig við, ekki síst við þessum fasteignasölum. Hann sagði að þeir væru sumir ansi skæðir, ekki síst ef fólk væri ókunnugt og væri að flytja í bæinn. Ég þakkaði honum auðvitað fyrir ráðleggingarnar. Svo segir hann að hann viti af húsi við Hverfisgötu sem tengdamóðir hans eigi. Hún var búin að missa manninn og vildi selja. Ég var hrifin af Reykjavík og vildi helst vera niðri í bænum. Ég ákvað að skoða húsið og það var keypt fyrir fimm þúsund krónur. Ég hugsaði með mér að hvernig sem allt færi þá væri alltaf hægt að ráða við þessi kaup. Þegar við svo fluttum þarna inn var eins og gamla konan, sem var búin að eiga þetta hús, saknaði hússins því hún strauk hverja fjöl og bað okkur og húsinu allrar blessunar. Enda leið okkur vel þarna. Svo var það árið 1943 sem við seldum þetta hús og fluttum á Laug- arnesið. Þá var stríðið í algleymingi og miklar verðbreytingar. Við seldum á fimmtíu og fimm þúsund og keyptum Laugamýrarblett 32 en það var mikil eign. Hann átti það hús hann Páll Þormar en hann var mikill ræktunarmaður. Þetta hús hafði verið flutt að en þaö var upp- runalega byggt þegar Balbo flugkappi hinn ítalski kom til landins. Þetta var gott hús, fjögur herbergi og eldhús. Það fylgdi mikið tún og yfir þrjátíu rifsplöntur meðfram skurði Sem hafði verið grafinn til að þurrka svæðið upp. Páll hafði ræktað upp stóran garð og hafði sett þar upp gróðrarstöð. Það var hver blettur ræktað- ur. Niðri í lóðinni var stór skemma, sumarhús þar við og refagirðing og svo kálgarður með öðru slíku. Það kom ekki í okkar hlut að hirða um refina sem betur fór því að þeir voru farnir. Svo að ríkið þurfti ekki að borga með þeim refum. Við keyptum alla eignina á hundrað þúsund en þetta var erfðafestuland og því fór sem fór að þetta var allt tekiö og blokkirnar sem nú standa voru byggðar yfir þetta allt. Við sáum eftir þessu öllu því að þetta var sannkallaður herragarður og þarna var margt gott fólk í grendinni. Þarna bjó til dæmis Sig- urður Ólafsson, okkar söngvari. Það var tignar- legt að sjá þegar þau voru í útreiðartúrum um helgar. Þá voru margir fallegir hestar á ferð- inni. Það var reisn yfir því. - Hvað starfaði maðurinn þinn þegar þið bjugguð í Laugarnesi? Hann var svo heppinn að hafa alltaf vinnu þó að margir væru atvinnulausir. Hann var mjög vinnusamur og gat alltaf fundið sér eitthvað til að vinna við. Eftir að við fluttum á Laugarnesið setti hann upp málmsteypu og steypti meðal annars potta, pönnur, Ijóskrónur og margt fleira. Og þá var ekki eins og nú hægt að flytja En svo kom nóttin og það var voðaleg nótt. Það vareins og himinninn logaði allur og þó urður jarðskjólftar og Ijósagangur. U inn alls konar efni heldur varð að notast við gamlar netakúlur og bræða þær upp. Það var ,aldrei hægt að flytja inn neitt efni. Þeir lofuðu því stundum fyrir kosningar, sumir hverjir, að það yrði hægt að flytja inn efni en það varð aldrei neitt af því. Jón hafði þó nóg að starfa þarna innfrá. Svo keypti hann sér bát og stund- aði hrognkelsaveiðar svo að við höfðum nóg fyrir okkur að leggja. Við vorum þarna eins og konungur og drottning í ríkinu. Jón skaffaði nóg til heimilisins og lét aldrei deigan síga. - Er ekki eitthvað sérstakt á langri ævi sem þér er minnisstæðast? Hvað um Kötlugosið en þá varstu í Vík? Já, já, hvort ég man Kötlugosið. Þá var ég í Suðurvík. Það vildi svo til að það var dásam- legt veður þennan dag. Það voru nokkrir mótorbátar og svo Skaftfellingur sem lágu úti fyrir. Það var verið að skipa upp vörum en þær voru ferjaðar í land á bátum. Það var því mikið um að vera í Vík. Það var saltlaust og tunnu- laust í Vík og því var stoppað af að láta nokkra fjárrekstra koma austan að yfir Mýrdalssand til slátrunar. Ef það hefði verið meira af mönnum með fénað austur á sandinum þennan dag hefði getað farið verr. Gunnar bróðir minn var þá vinnumaður á Ásum og hann var sendur ásamt öðrum vinnumanni, Helga að nafni, til Víkur til að sækja vörur eins og gengur. Þeir voru með fjóra vagnhesta. Sveinn hafði lagt svo fyrir að þeir skyldu koma við í Hafursey en þar var venjulega áningarstaður. Það var svo- lítið hús í Hafursey og þar gátu menn hitað sér kaffi. Þeir skyldu á þarna hestunum og gefa þeim tuggu sem þeir höfðu með sér í poka og fá sér kaffisopa. En þetta var víst í eina skiptið sem þeir svikust um aö gera það sem Sveinn sagði þeim. Þeir sáu skipin í fjarska og þá 13.TBL.1990 VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.