Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 19

Vikan - 28.06.1990, Page 19
langaði svo til að hraöa ferðinni til Víkur. það var þetta góða veður og þeir hlökkuðu til að komast alla leið. Annar þeirra fór þegar af staö svo að þeir spenntu ekki einu sinni vagnana frá hestunum en héldu bara áfram vestur yfir sandinn. Það var skrölt í hestvögnunum eins og þeir voru þá. Þeir mættu svo bóndanum á Höfðabrekku fyrir utan Múlakvísl og hann sagði við þá: - Jæja, drengir mínir, þið eruð vel sloppnir. Lítið þið bara aftur fyrir ykkur. Katla var byrjuð að gjósa og hlaupið komið fram. Framburðurinn var mikill. Þar sem nú er Kötlutangi var sextiu faðma dýpi og þar var fiskað áður. Þeir urðu alveg undrandi þegar þeir sáu jakahrannirnar en þeir heyrðu ekkert fyrir skröltinu í vögnunum. Það var líka mikill framburður fyrir austan Hafursey. Þar voru Álftveringar að koma af afréttum meö sinn fénað. Og það var ekkert um annað að gera fyrir þá en hleypa hestunum eins og þeir hraðast komust upp á hæðir og hóla en hlaupið sópaðist fram allt láglendi. Það stóð tæpt áður en tók af brúna yfir Hólsá. Einn mannanna hljóp yfir brúna og komst yfir á bakkann hinum megin en hundurinn hans, sem fylgdi á eftir, fór með brúnni. Hundarnir eru þó vanir að vera fljótir til. Þessi maður var Jóhannes Pálsson frá Hrífunesi. Það fylltist allt af aur og sandi alveg út í Kúðafljót. Þarna taþ- aðist mikið af fénu sem þeir urðu að skilja eftir því að allt bar svo brátt að. Það var þarna stórt gil uppi í heiðinni en það fylltist alveg af vatni og jakaburði. Það var þarna bær, Sandar, rétt hjá Strönd. Hann stóð hærra sá bær en landið í kring en bærinn var umflotinn vatni. Þar fórust stórgripir og jörðin fór í eyði. Það eyðilagðist allt af vatni og sandi. í Vík voru bræður aftur á móti að koma heim að borða þegar þetta byrjaði. Þá sáu þeir að það kom stórt ský fyrir ofan Höttu sem kölluð var. Það fannst nefnilega enginn jarðskjálfti. Eldri bróðirinn, Jón Halldórsson, gætinn maður og athugull, segir þá: - Ég held það komi bara frá Kötlu, þetta stóra ský. Það var nú brosað að þessu en þeir voru ekki komnir langt þegar fóru að heyrast drunur frá fjallinu. Bátarnir leystu sínar festar og héldu burt og það má segja að aldan, sem myndaðist frá hlaupinu, elti þá alla leið til Vestmannaeyja. - Varð ekkert vart við jarðskjálfta? Nei, þaö kom enginn jarðskjálfti fyrr en síðar. En það lokuðust allar leiðir austur. Allir voru dauðhræddir, meðal annarra Sveinn á Ásum sem var hræddur um að drengirnir hefðu orðið úti á sandinum. En svo var sendur maður frá Hornafirði með skilaboð frá Vík um hvað hefði gerst og að enginn hefði farist. 'Þetta bar brátt að og var alveg ægilegt. En svo kom nóttin og það var voðaleg nótt. Það var eins og himinninn logaði allur og þá urðu jarðskjálftar og Ijósagangur. Það var kom- ið með gamalmenni að Suðurvík frá bæjun- um sem neðar stóðu. Það var kallað útundir. Svo kom öskufallið og það varð kolsvarta myrkur. Húsbóndinn, Halldór, var á ferð út með bæjum sem kallað var og þar stoppaði hann því að það var ekki hægt að sjá handa skil. Vinnumennirnir fóru með lugtir á móti hon- um því að þeir vissu að hann var einhvers staðar á leiðinni. Þetta fór allt betur en á horfðist en það mun- aði litlu að það yröu slys. Eins og ég sagði áður hefði verið meiri umferð á sandinum ef ekki hefði verið saltlaust í Vík, menn með fjár- Ég held að nú skorti umhyggjuna, sem ég tel cið óður hafi verið meiri. Ég er ekki að segja að barnaheimilin og þœr stofnanir séu ekki vel reknar og nauðsynlegar. rekstra. Þeir komu daglega til Víkur á haustin með fé til slátrunar austan úr sveitum, alla leið frá Skeiðarársandi. Nú vil ég tala um börnin mín og tengdabörn sem hafa borið mig á höndum sér í gegnum allt lífið. Þau hafa hjálpað mér mikið og verið til gleði og ánægju. Sigrún var gift Sigurjóni Sig- urðssyni kaupmanni. Þau eignuðust þrjú börn. Sigrún hefur helgað sig kirkjulist og hefur með- al annars gert höklana sem þeir bera blessaðir prestarnir okkar. Börn Sigrúnar og Sigurjóns hafa komiö sér vel áfram. Síðar giftist Sigrún Ragnari Emilssyni arkitek og átti með honum tvö börn. Nú er Sigrún gift sænskum manni, Thorsten barón og búa þau í Stokkhólmi. Annar í röðinni er Þorgrímur. Hann er for- stjóri og rekur fyrirtæki í þeirri iðn sem hann lærði, málmsmíði og málmsteyþu. Hann er kvæntur Guðnýju Árnadóttur og þau eiga fjög- ur börn. Þriðji í röðinni er Hafsteinn sem er iðnverka- maður. Bryndís er yngst af mínum börnum. Hún er gift Jóni Björnssyni en hann vinnur hjá Pósti og síma. Hann er núna að gefa út bók í fjórum bindum en hann hefur safnaö skipamyndum allt frá árinu 1907. Þetta hefur verið mikið frist- undastarf hjá honum í tíu ár. Þau Bryndís og Jón eiga fjögur börn. Barnabörnin eru orðin mörg og allt er þetta mesta efnisfólk. - Nú vil ég að þú, sem ert búin að lifa tim- ana tvenna og mikið breytingaskeið í þjóðlíf- inu, segir mér frá því hver þér finnst helsti munurinn á unga fólkinu þegar þú varst að al- ast upp og unga fólkinu sem er að alast upp núna. Hvað um tíðarandann? Mér list ekki á tíðarandann að öllu leyti. Það er eins og þar stendur að það þarf sterk bein til að þola góða daga. Ég tel sérstaklega var- hugavert, sem er þó kannski óumflýjanlegt, þetta með börnin. Ég held að nú skorti um- hyggjuna sem ég tel að áður hafi verið meiri. Ég er ekki að segja að barnaheimilin og þær stofnanir séu ekki vel reknar og nauðsynlegar. Þar fyrir utan held ég að börnin vanti meira ást- ríki og umhyggju. En þrátt fyrir allt er menntun- in til mikilla bóta frá því sem áður var. En mér finnst þó á skorta. Aftur á móti eigum við ósköp fallega æsku og við skulum vona að þær muni móta þetta unga fólk, þessar sterku erfðir. Það eru erfðirnarsem við íslendingar búum bestog mest að. Það er bara að þetta sé ekki eyðilagt með utanaðkomandi áhrifum sem alls staðar steðja að. En æskan er falleg. - Svo að þú spáir kannski ekki svo illa fyrir framtíðinni? Nei, þaö held ég ekki. Ég hef umgengist mikið unglinga. Ég vann þannig vinnu áður. Það eru frækorn í sálinni hjá þeim flestum sem skylda er að varðveita. - Hvað vannstu við? Eftir að ég missti manninn minn vann ég við ýmislegt, í fiski og á spítulum, og þá á nætur- vöktum og svoleiðis. Svo vann ég í verslun og það þótti mér gaman. Síðan fór ég að vinna hjá Loftleiðum og þaö var skemmtilegt og ég naut mikils góðs af, ferðaöist mikið. Eftir það vann ég f fatageymslunni (tólf ár á Alþingi (s- lendinga, svo að þú sérð að það má segja að ég hafi verið ómissandi. Á Alþingi kynntist ég mörgu góðu fólki, stafsfólki og þingmönnum, og nýt þaðan ennþá mikillar vináttu. Af því að ég var að tala um ferðalög vil ég nefna að ég fór f Baltika-ferðina frægu. Þar voru þau meðal annarra Þórbergur Þórðarson og Margrét. Það var fimm vikna túr. Þó að sagt væri að íslendingar hefðu drukkið á einum degi það sem eðlilegir eða normal ferðamenn drykkju á þremur vikum og að það hefði þurft að fara til Gíbraltar til að sækja meira brenni- vfn, sem var ekki alls kostar rétt, þá var ég allsgáð alla ferðina. En ég lifði þetta af og skemmti mér vel. S íðar fór ég til Ameríku og alla leið til vestur- strandarinnar svo að þú sérð að ég hef ferðast þó nokkuð. Lífið hefur verið mér gott þó að það hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Með þessum orðum þökkum við Þorgerði Þorgilsdóttur, níræðri, sþjallið og óskum henni góðs ævikvölds. 13. TBL. 1990 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.