Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 22

Vikan - 28.06.1990, Page 22
DALAILAMAXIV VERNDARENGILL TÍBETA fatnaö Ijósmyndarans Bijoux og skellihló. Létt andrúmslott ríkti í þessum móttökusal ábótans (Dalai Lama er fyrst og fremst ábóti Gelugpa- reglunnar) og ég beið ekki boöanna en leyfði hugsunum mínum aö taka á sig mynd. Nú skildi ég af eigin raun hvað Tíbetar áttu við þegar þeir töluðu um að Dalai Lama væri allt i öllu án þess að hafa þurft nokkurn tímann að trana sér fram. Maðurinn hreint og beint geisl- aði af mannkærleik og það var unaðslegt að vera í návist heilagleikans, hinnar fullkomnu veru sem sýndi fagurt fordæmi bara með því aö vera til. Bandaríski skáldjöfurinn Mark Twain kunni að koma orðum aö hlutunum og hann lýsti þrískiptingu persónuleikans á eftirfarandi hátt: „Maðurinn er ekki eins einfaldur og hann lítur út fyrir aö vera. í fyrsta lagi er maðurinn sá sem hann heldur að hann sé, í öðru lagi er hann sá sem aðrir halda að hann sé og í þriðja lagi er hann sá sem hann er í raun og veru.“ Það væri ekki úr vegi að hefja þetta viðtal með því að spyrja hreint út: - Hver ert þú? - Ég er búddamunkur. Ef ég á að gefa dýpra svar við þessari spurningu myndi búdd- ísk sjálfsskoöun leiöa til þeirrar niðurstöðu að ég hefði hlotið útnefningu sem mannleg vera. - Efþú hefðir ekki verið útnefndursem fjórt- ánda holdgun hins háheilaga Dalai Lama frá Tíbet, hvað hefðirðu tekið þér fyrir hendur? - í það fyrsta, ef ég hefði dvalið um kyrrt á fæðingarstað mínum, Takster, þá hefði legið beint viö að taka upp búskap. Á hinn bóginn, ef DALAILAMA XIV Yfirlætislaus dvalarstaður Dalai Lama XIV, sem er hluti af heimavist klaustursins Namgyal Dratsang. ég hefði átt kost á að sinna hugðarefnum mínum, hefði ég ábyggilega kosið að gerast vélvirki til að geta unnið að einhverju sem tengdist tækjum. - Áttu heiðurinn af einhverjum nýjum upp- finningum? - Nei, það get ég ekki sagt. Ég hef bara unnið að smáviðgerðum." - Nú tíðkast það hjá sumum tibetskum klausturreglum að munkar stundi samlífi við konur. Hefur þig nokkurn tímann langað til að ganga I hjónaband? - Mig? Ég er munkur. - Hefur löngunin einhvern tímann gert vart við sig? - Jafnvel þegar mig hefur dreymt konur, sem hafa látið vel að mér, finn ég innra meö mér að ég er fyrst og fremst munkur. í þessu lífi er ekki rúm fyrir slíka hluti. Ef til vill í næsta lífi. Andlegur agi situr í fyrirrúmi hjá þeim sem ástunda búddisma. Það þýðir að mér ber að draga úr fáfræði, þráhyggju, þvermóðsku og reiði. Ef þráhyggja á borð viö kynferðislega ofurást heltekur þig áttu yfir höfði þér afbrýði- semi, stærilæti og alla þessa hluti sem geta fengið þig til að missa stjórn á þér. Slíkar kenndir myndu koma munki í bobba. - Mahatma Gandhi taldi að kynlíf og líferni laust við ofbeldishneigð gæti aldrei farið saman. Finnst þér þessi viðhorf hans hafa við eitthvað að styðjast? - Kynlíf virðist byggjast á vinsamlegum samskiptum en um leið og elskendur leggja eignarhald hvort á annað leysist ástin upp. Of- beldislaus tjáning ástarinnar, sem á sér stað við samfarir, getur auðveldlega umturnast og orðið skaðvaldur. Ef þú verður of háður ein- hverju gætirðu orðið pirraður eða reiður ef við- takandi ástar þinnar uppfyllir ekki væntingar þínar. Dýpri skilningur á huglægri bindingu, sem jaðrar við þráhyggju, fær þig til að skilja hvar reiðin á upptök sín. Reiði leiðirtil ofbeldis. - Ég var staddur í andlegri bækistöð Bhagwan Osho Rajneesh þegar dauða hans bar að höndum. Það vakti athygli mína að hann stappaði stáiinu í syrgjendur með því að gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu skömmu fyrir andlát sitt: „Það er mikil blessun að njóta samvista við Búdda meðan hann er á lífi en það er ennþá meiri blessun að vera viðstaddur þegar hann segir skilið við jarðneska tilveru fyrir fullt og allt. Vatnsdropinn hefur runnið skeið sitt á enda í mörgum holdtekjum og hann sameinast úthafinu, tilverunni eins og hún birt- ist í almættinu. “ Gætirþú varpað frekara Ijósi á þessa yfirlýsingu Oshos? - Viltu að ég fjalli um þessa yfirlýsingu með tilliti til fráfalls Rajneeshs sérstaklega eða viltu almenna umfjöllun um aðskiln- að andlegs fræðara og áhang- enda hans? - Mér þætti mestur fengur i þinni innsýn án tillits til persónu- legra meininga indverska meist- arans. - Þetta er erfiö spurning. Upplifun þín veltur alfarið á and- legum iðkunum þínum í lifanda lífi. Ef þú öðlast einhverja áreið- anlega reynslu, ósvikna upplif- un fyrir tilstilli ákveðinna and- legra iðkana, getur þú orðið móttækilegur fyrir blessun Búdda eða einhvers annars. Ef það er tilfellið gildir einu hvort meistari þinn er á lífi, að skilja við, á milli lífa eða að ráðgera nýja holdtekju. Blessun hans er til staðar. Stundum verða á vegi þínum manneskjur sem eru á bólakafi í ákveðnum iðkunum sem eiga að gera þeim kleift að endurfæðast á ▲ Lhamo Dhondrub tveggja ára snáði í faðmi fjölskyldunnar. Margra mánaða leit að fjórtándu holdgun Dalai Lama bar árangur er snáðinn stóðst öll þau próf sem leitarflokkur gerði út af rikisstjóra Tíbets lagði fyrir hann. Honum tókst meðal annars að bera kennsla á persónulega muni og samstarfsmenn Dalai Lama XIII. himneskum stöðum. (Þessar hugleiðsluiðkanir eru oftast viðhafðar þegar dauðinn er yfirvof- andi og iðkandinn æskir þess að komast í samband við Chikhai Bardo; það alhjúpandi, hreina Ijósmagn sem fólk getur séð þegar það er í andarslitrunum.) Þaö getur veriö mjög erfitt fyrir jaröneskan líkama að eiga tjáskipti við anda á æðri tilveru- stigum en eftir dauðann getur líkamslaust út- frymi farið hamförum og heimsótt æðri tilveru- stig. Ef slík staða skyldi koma upp ætti meist- arinn í upphæðum að geta rætt við útfrymið í mestu vinsemd. Mér sjálfum finnst mikilvægara að stunda andlegar iðkanir meðan á lífi manns stendur en einhverjar undur furðulegar hugleiðslur tengdar hreinu Ijósi eftir dauðann. Ef þér tekst ekki að ná tökum á andlegum iðkunum í þessu lífi getur næsta líf veitt þér annað tækifæri, nýja von um blómlegt andlegt líf. Meðan á lífi þínu stendur skiptir mestu máli að vera góð persóna og þú ættir að einsetja þér að leggja stund á andlegar iðkanir. - Hvað viltu láta afþérleiða í krafti þeirra áhrifa sem Dalai Lama hefur á annað fólk? - Því miöur hafa þessi svo- kölluðu áhrif á annað fólk ekki haft sérstaklega heillavænleg áhrif á nauðsynlegt frumkvæði Lhamo Dhondrup, Dalai Lama fjórtándi, um það leyti sem leitarflokkur tíbetsku stjórnarinnar hafði upp á honum. sem allir Tíbetar þurfa að sýna til að málum okkar sé komið í höfn. Þar af leiðandi álít ég sjálfur hið mesta böl að margir Tíbetar skuli líta þannig á stöðu Dalai Lama að hann eigi að geta gert kraftaverk í alþjóöamálum. Þess vegna reyni ég yfirleitt að blessa alla góða við- leitni fólks til að gera þennan heim bærilegri., 22 VIKAN 13. TBL.1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.