Vikan


Vikan - 28.06.1990, Síða 24

Vikan - 28.06.1990, Síða 24
OFT ER DIMMAST RÉTT FYRIR DÖGUN OG PAÐ FÉKK DALAILAMA XIV AÐ SANNREYNAÁÞVÍ HERRANS ÁRI 1989. ÞRJÁTÍU ÁRA FRIÐSAM- LEGT ANDÓF GEGN HERSETU KÍNVERJA í TÍBET VIRTIST ENDAN- LEGA HAFA BEÐIÐ SKIPBROT. HERLÖG TÓKU GILDI í TÍBET í MARSMÁNUÐI 1989, MEÐ TILHEYR- ANDI ÚTGÖNGUBANNI, VALD- NÍÐSLU OG MANNRÉTTINDABROT- UM. TÍBETSKAR KONUR ÁTTU KOST Á AÐ KOMAST HJÁ ÓFRJÓSEMISAÐ- GERÐUM MEÐ ÞVÍ AÐ GANGA í EINA SÆNG MEÐ KÍNVERSKUM FLOKKSFELÖGUM, ÞESSI VAFASAMI VALKOSTUR ÁTTI AÐ ÞJÓNA ÞEIM DALAILAMA XIV OG TÍBET FRIÐUR í ORÐI, FRIÐUR Á BORÐI, GEFIÐ OKKUR GRIÐ, FUNDIÐ UM FRIÐ! ◄ Dalai Lama XIV heilsar 100.000 manns i Bodh Gaya í Indlandi. Hann brýnir fyrir öllum áhangendum sínuum að sýna heillyndi, heiðarleika og rétta viðleitni til að sjá tilveruna í réttu Ijósi, upplýstu af búddískri hugljómun. Búddísk heimssýn í hnotskurn byggir á fjórum grundvallaratriðum: 1. Allt er í heiminum hverfult. 2. Allt sem er í viðjum þessa heims býr við vesöld. 3. Innsta eðli allra hluta er tómt og allar hugmyndir um aðgreinanlegt sjálf byggja á blekkingum. 4. Nirvana er friðsæld. o co co q; < O O CL CO o FIMMLIÐA FRIÐARÁÆTLANIR DALAILAMA XIV TILGANGI AÐ AFMÁ MEÐ TÍÐ OG TÍMA SÉRKENNITÍBETSKS ÞJÓÐERNIS. TÍBETAR VORU ORÐNIR MINNIHLUTA- HÓPUR OG ANNARS FLOKKS BORGARAR í EIGIN LANDI. HANDTÖKUR OG AFTÖKUR ÁN DÓMS OG LAGA VORU AFTUR DAGLEGT BRAUÐ í TÍBET, EFTIR TÍMABUNDNA ANDLITSLYFTINGU Á ÁSÝND KÚGARANNA SEM ÁTTI AÐ LAÐA RÍKA TÚRISTA TIL TÍBETS YFIR SUMARMÁNUÐINA. Þá gerist það í júnímán- uði 1989 að sjónvarps- áhorfendur um allan heim fengu litgreinda mynd- bandainnsýn í það sæluríki sem öldungaráð kínverska kommúnistaflokksins hefur skapað alþýðunni í Kína. Þar var gerð heiðarleg tilraun til að valta yfir lýðræðissinnaða Kín- verja á Torgi hins himneska friðar. Þeir gerðu sig meðal annars seka um áhuga á vin- samlegum samskiptum við Vesturlönd. Þegar hundruð þúsunda lágu í valnum gátu fréttastofur um allan heim ekki annaö en hætt að skella skoll- eyrum við sögum Tíbeta um eitt óhugnanlegasta þjóðar- morð mannkynssögunnar, skipulega aðför Kínverja á hendur Tíbetum, þar sem til- gángurinn helgaði meðaliö. Hingað til hafa nær allar fréttir frá Tíbet, sem hljóta náð fyrir augum blaða, tímarita, út- varps- og sjónvarpsstöðva, verið matreiddar af skáeygum áróðursmeisturum Kínverja sem víla ekki fyrir sér að hag- ræöa sannleikanum sér í vil ef því er að skipta. Nýlendur þeirra eru yfirleitt alltaf nefndar sjálfstjórnarsvæði Kína og sendiherrum Kína víðs vegar um heiminn er uppálagt að veita forráðamönnum fjölmiðla ákúrur ef Tíbet er kallað sínu rétta nafni í málefnalegri um- fjöllun um framgang alheims- kommúnismans. Dalai Lama XIV var sam- mála Maó Tse Tung um margt þegar hann kynnti sér kín- verskt þjóðfélag eftir bylting- una f opinberri heimsókn til Tíbet breiðir sig yfir landflæmi sem jafnast á við alla Austur- Evrópu hvað stærð varðar. Kínverjar kalla landið „Gullkist- una sína“, því það hefur að geyma 40% af öllum verðmætum málmum í Kína auk stærstu úraníumnáma veraldarinnar. 24 VIKAN 13. TBL.1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.