Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 38

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 38
- og gómsœtar grilluppskriftir LAXA- KÓTILETTUR Grillaður fiskur er herra- mannsmatur og nú, þegar hægt er að fá lax á öllum tímum árs, er ekkert því til fyrirstöðu að grilla laxsneið - eða laxakótilettu eins og frændur okkar annars staðar á Norðurlöndunum kalla þetta - jafnvel að vetrarlagi ef fólk á grill sem hægt er að nota allan ársins hring. Laxsneiðin er pensluð með olíu og krydduð með svörtum pipar og sítrónutimian. Búast má við að fiskurinn festist svolítið við grillteinana og af þeim sökum er gott að nota sérstakar grillgrindur fyrir fisk. Þær munu til dæmis fást f Hagkaup. Fiskinum er þá stungið milli tveggja rista sem spenntareru saman. Síðan er hægt að halda í eins konar handfang sem gerir mönnum auðveldara að snúa fisksneið eða heilum fiski á grillinu. Þar sem fiskinum hættir til að þorna á grillinu er nauðsynlegt að hafa með honum góða sósu. Hún er hvað best ef notaður er sýrður rjómi, majones og heilmikið af dilli eða öðru kryddi út í. Rétt er að bera fram sítrónusneiðar með laxakótilettunum og einnig soönar kartöflur. BANANIMEÐ AFTER EIGHT OG RJÓMA Engin máltíð er fullkomnuð nema á eftir komi eftirréttur og nú stingum við upp á að þið grillið banana og berið fram en ekki einan og sér heldur meö After eight og rjóma. Best er að taka hýðið utan af banananum, setja hann í álpappír, leggja tvær eða þrjár plötur af After eight ofan á hann, brjóta síðan upp á álpappírinn og loka bananann inni í pakkanum. Þegar bananinn er grillaður - eftir 5-10 mínútur - er hann settur á disk í álpappírnum en gestum borinn þeyttur rjómi með til að bæta enn á gæðin. Ef ekki er til After eight má rétt eins nota súkkulaðipipar- mintusósu sem hægt er að fá í búð. Sumir grilla bananann í hýðinu og gera rauf á hann þar sem þeir stinga súkkulaði- bita inn í hann. Án efa er hægt að gera þetta á margan hátt og það er nokkuð víst aö rétturinn getur aldrei orðið nema góður. GRILLAÐUR OG FYLLTUR SILUNGUR Eftir vel heppnaða veiðiferð getur verið gaman að grilla veiðina og þá er líka skemmtilegt að bregða svolítið á leik og bregða út af því hefðbundna, til dæmis með að setja bragðgóða fyllingu inn í fiskinn. Eins og hálfs til tveggja kílóa fiskur ætti að nægja fyrir fjóra. Fiskurinn er hreinsaður vandlega (hreistrið tekið af) og síðan er hann látinn liggja í krydd- og mysublöndu í þrjá tíma áður en hann er grillaður. Út í mysuna myljið þið lárviðarlauf og stráið yfir salti og timian. Fyllingin er búin til úr 2 matskeiðum af smjöri, einum meðalstórum, söxuðum lauk, mörðum tómötum og nokkrum stórum sveppum. Gott er að saxa sellerí smátt og blanda því saman við og einnig má saxa papriku saman við. Fyllingin er bragðbætt með timian, pipar, salti og að lokum rifnum osti sem er punkturinn yfir i-ið. Ef ykkur þykir bragðmikill ostur góður skuluð þið nota hann, jafnvel gráðaost, annars bara venjulegan rifinn mjólkurost. Fyllingin er sett inn í fiskinn og nú er komið að því að grilla hann. Gott er að bera olíu blandaða góðu kryddi utan á fiskinn. Nokkuð misjafnt er hversu lengi fiskurinn þarf að vera á grillinu en líklega þó aldrei skemur en 15-20 mínútur á hvorri hlið. Það fer eftir því hversu stór hann er og hversu vel steiktan menn vilja hafa hann. FOLALDA- EÐA NAUTALUNDIR Á TEINIEÐA TANNSTÖNGLI Lundirnar eru skornar niður í 3 cm þykkar sneiðar. Hver sneið er skorin sundur til hálfs og þar inn í er sett blanda úr gráðaosti og camembert, steinselju og öðru því kryddi sem ykkur þykir gott. Beikonsneið er vafið utan um bitana og síðan eru þeir þræddir upp á grilltein eða tannstöngli stungið í gegnum þá. Það ætti að nægja að grilla hvern bita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Með þessu er gott að bera fram sósu úr rjóma, steiktum sveppum og bræddum osti, kryddaða að vild. Loks er rétt að geta þess að með öllum þessum grillmat fer frábærlega vel að hafa soðin hrísgrjón og að sjálfsögðu hrásalat úr því grænmeti sem við höndina er hverju sinni. Við erum viss um að þið eigið ykkar uppáhalds salatupp- skriftir svo við sleppum þeim í þetta sinn. KOLABRAGÐ AF GRILLMAT ÚR GASGRILLI Mörgum þykir grillmatur ekki eins góður ef grillað er á gasgrilli í stað þess að grilla yfir kolum. í Skeljungsbúðinni var okkur sagt að auðvelt væri að bæta úr þessu með því að kaupa sérstök kol sem lögð eru í gasgrillið. Þau endast í tíu skipti og gefa matnum þetta dæmalaust góða grillbragð sem allir eru að leita að. Kolapoki kostar frá 700 í 1000 krónur. LAMBALfRI GRILLAÐ í ÁLPAPPÍR Lambalæri, sem grillað hefur verið einn til einn og hálfan klukkutíma, vafið í álpappír og vandlega kryddað, er frábær matur. Það sem til þarf til þess að lærið veröi sem best er safi úr einni sítrónu, þrjár msk. af matarolíu, salt, pipar, hvítlaukssalt, papriku- duft, rósmarín og oreganó. Bpst er að bera þessa blöndu á lærið og láta það liggja í henni í einn til tvo sólarhringa áður en ætlunin er að grilla það. Margir vilja þurrka grilllöginn af lærinu áður en það er sett inn í álpappír og sett á grillið en öðrum finnst jafnvel enn betra að láta kryddefnin brenna sig inn í lærið á meðan verið er að grilla. Nauðsynlegt er að vefja álpappír tvisvar utan um lærið svo ekki sé hætta á að hann rifni og safinn renni út. Best er að snúa lærinu á fimmtán mínútna fresti svo það grillist jafnt og grilltíminn er frá einni upp í eina og hálfa klukku- stund, bæði eftir stærð lærisins og eftir því hvað fólk vill hafa kjötið vel steikt. Vel má nota sveppasósuna, sem við gátum um hér á undan, með lærinu. 38 VIKAN 13. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.