Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 44

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 44
TEXÍI: SNORRI STURLUSON PRINCE SÝNIR SIG OGSANNARÁ TÓNŒIKUM í KAUPMANNAHÖFN Klukkan er 20.39 að dönskum tíma. Gentofte Stadium, knattspyrnuvöllur í úthverfi Kaupmannahafnar, er óðum að fyllast. Fólkið er af öllum stœrðum og gerðum, ungt og gamalt, ungar stúlkur í gallabuxum sem þœr komast örugglega ekki í aftur, misgöfulegir ungir menn, sumir í stuttbuxum og meira að segja einn í kjólfötum. Inn ö milli mö svo sjö fólk ö þrítugs- og jafnvel fertugsaldri, það eru engin landamœri aldurs eða útiits. Tilefniö er tónleikar. Þaö er ekki á hverjum degi sem tónlistarmaður með aðalstign lætur sjá sig í Dana- veldi og rúmlega tuttugu þús- und manns eru á staðnum. Ekki eru þó allir danskir, auk nokk- urra íslendinga er á staðnum þónokkur fjöldi Svia sem virð- ast vera mun hrifnari af bjórn- um en tónlistinni. Upghitunar- hljómsveitin hefur lokið sér af, dönsk hljómsveit sem ég man ekki einu sinni hvað heitir en stóð sig ágætlega. Forsöngv- arinn var íturvaxin stúlka og ásláttarhalurinn náði athygli minni fyrir smekklegan barn- ing. Ekki orð um það meir. Danska hljómsveitin hefur fyrir löngu lokið sér af, rúmur hálf- tími hefur verið afskaplega lengi að líða. Undarleg tónlist líður úr risastórum hátölurum og virðist ekki ná þeim tilætl- aða tilgangi að skemmta fjöld- anum. Sviðið er kafli út af fyrir sig. Risastórt svið með ennþá stærri turnum sitt hvorum- megin. Á öðrum turninum er mynd af vinstra auga tiltekins tónlistarmanns. Vinstra megin við sviðið stendur fjólublár vörubíll með dráttarvagn. Dráttarvagninn hefur aðeins eitt hlutverk. Hann hýsir sjón- varpsskerm á stærð við Breið- holt, skerm sem svo sannar- lega á eftir að leika stórt hlut- verk í sýningu kvöldsins. Þessir tónleikar hefjast ekki eins og aðrir, svo mikið er vist. Þegar búið er að fægja sviðið og skúra fara misgáfulegir menn að stilla hljóðfæri. For- smekkurinn af því sem koma skal birtist hægra megin við sviðið. Þar kemur hópur fólks hlaupandi, svartklætt fólk sem maður kannast einhvern veg- inn við. Hjartað er farið að slá, „hann“ er að fara að stíga á svið. Næstu fimm mínútur voru einhverjar þær lengstu í mannkynssögunni, þær virtust taka sér góðan tíma. Það er engin kynning, ekk- ert sem gefur til kynna að her- legheitin séu að byrja. Allt í einu þagnar dularfulla tónlistin og sjö manns storma inn á sviðið, sex karlar og ein kona. Þau taka sér stöðu og dauf Ijós beinast að þeim. Múgurinn ærist við fyrstu tónana, það þekkja allir byrjunina á 1999; Don’t Worry, I Won’t Hurt You, I Only Want You to Have Some Fun. Strax á eftir kemur byrjunin á Let’s Go Crazy en ekkert bólar á aðalmanninum. Það er ekki fyrr en fyrstu tón- arnir í The Future fara að óma aö hann lætur sjá sig. Hann birtist allt i einu efst og aftast á sviðinu, sveipaður Ijósum, í Ijósum og afar smekklegum jakkafötum. Sjónvarpsskjárinn sýnir allt, enginn missir af neinu. Þetta er maðurinn sjálfur, hans konunglega ótukt, Prince Rogers Nelson. Tilfinningin er ótrúleg. Maður hefur fylgst með þessum undramanni í gegnum tíðina, dáðst að verkum hans og gerðum og nú horfir maöur á hann berum augum. Þetta er svo sannarlega Prince. Hann er kominn með skegg og það fer honum ágætlega. Hann er ekki hár í loftinu, 1,63 m en samsvarar sér ótrúlega vel og hann er greinilega í góðu formi. Maður sér það hreinlega á göngulaginu. Prinsinn byrjar á The Future úr kvikmyndinni um Leður- blökumanninn og það kemur að vissu leyti á óvart. Að vísu var hann búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að flytja lög af nýju plötunni á þessu tónleika- ferðalagi en mann grunaði aldrei að hann myndi byrja á einu þeirra. The Future breyt- ist í 1999 án þess að maður taki eftir því, maður er hrein- lega í dáleiðslu. 1999 er í endurbættri útgáfu og virðist aldrei ætla að taka enda. Þegar laginu er lokið tekur Prince sér hlé til að kynna mannskaþinn. Hljómsveitin er ný. Fólkið sem var með hon- BORGIN ER STAÐUR MENNTAFÓLKS Framhald af bls. 32 og blús í framtíðinni," segir Skúli. „En eins og ég sagði er það fólkið sem skiptir öllu máli enda erum við með VlP-kort í gangi og bjóðum því „góðu“ fólki inn á staðinn." Þess má geta að BIG-FOOT sér um diskótekið og er eng- um blöðum um það að fletta að hann er reyndasti og besti starfandi diskótekari landsins. Svo getur fólk setið í rólegheit- um og spjallað saman. Það er því allt fyrir alla. - En er ekki hætta á að Hótel Borg verði snobbstaður? „Það held ég ekki,“ segir Skúli. „Kannski menntasnobb en ekkert annað. Aldurstak- markið er tuttugu ár og er tekið mjög strangt á því. Það á þó að vera eftirsóknarvert að fara á Borgina enda höfum við tek- ið þá ákvörðun að hafa enga boðsmiða í gangi, þeir eru meira fráhrindandi en aðlað- andi. Það liggur við að hægt sé að labba inn á hvaða skemmti- stað sem er án þess að borga. Boðsmiðar liggja út um allt og ég vil meina að það spilli frek- ar fyrir en hjálpi. Það er mjög mikil samkeppni í þessum bransa og því verða staðirnir aö fara ótroðnar slóðir ef þeir eiga aö ná vinsældum. Að vissu leyti er skemmt- anabransinn orðinn úrkynjað- ur. Hver er ekki orðinn þreyttur á tískusýningum frá Módel 79, kroppasýningum frá World Class og danssýningum frá dansstúdíói Sóleyjar? Ég er ekki að draga úr því sem þetta fólk er að gera en það er sama fólkið sem er að gera alla hluti og ég held að fólk vilji eitthvað nýtt. Við veröum ekki með neinar hefðbundnar tískusýn- ingar og forðumst allt sem ver- ið hefur," segir Skúli. Það lofar vissulega góöu sem Skúli, Birgir og Bjarni eru að gera á Borginni. Þeir eru uppfullir af nýjum hugmyndum og eru óragir við að reyna eitthvað nýtt. Skúli er sannar- lega maður framtíðarinnar. Hann er fullviss um að það sem hann er að gera hverju sinni sé það eina rétta og hvað er nauösynlegra ( þessari hörðu en annars skemmtilegu lífsbaráttu. „Ég hálfvorkenni fólki sem sífellt þarf að vera að baktala og niðurlægja þá sem eru að gera eitthvað uppbyggj- andi,“ segir Skúli. „Ég þoli ekki kjaftasögur." Blaðamaður get- ur tekið undir þaö. Þið vitið hvar Hótel Borg er. Er nokkuð annað eftir en að prófa staðinn? 44 VIKAN 13. TBL.1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.