Vikan


Vikan - 28.06.1990, Side 45

Vikan - 28.06.1990, Side 45
um á Love Sexy-tónleika- ferðalaginu er að mestu leyti á bak og burt, engin Sheila E. og engin Cat. Bassaleikarinn og gítarleikarinn eru enn með í hópnum, Levi og kvennatryllir- inn Miko. Áhorfendur kannast vel við þá, sem og hljómborðs- leikarann skeggjaða, Dr. Fink, sem er búinn að fylgja Prince um allar jarðir um árabil. Rosie er ný - búttuð stúlka sem fitlar við hljómborð og syngur eins og engill. Hún minnti mig stundum á Arethu Franklin. Trommarinn er líka nýr, blökkumaður á fertugsaldri sem furðulegt verður að teljast að komist fyrir bak við trommu- sett, ummálið er svakalegt. Hann heitir Michael og mér er sagt að hann sé mjög virtur í Minneapolis. Það kemur mér ekki á óvart, ég man ekki eftir að hafa hlustað á mikið betri trommara. Enn einu sinni sannar Prince að hann kann að velja tónlistarmenn til að standa sér við hlið, þessi heild er hreint út sagt stórkostleg. Punkturinn yfir i-ið er svo Game Boys, þrír ungir dansar- ar sem hreinlega fara á kost- um í leiksýningunni. Eftir kynninguna hvarf Prince af sviðinu og Levi og Miko sáu um að stappa stuði í mannskapinn með tilheyrandi látum. Prince birtist svo aftur, búinn aö skipta um föt að sjálf- sögðu, í flegnum hvítum bol og sælustununum ætlaði aldrei að linna. Do Me Baby af plötunni Controversy var óþekkjanlegt en maður fékk ekki tíma til að hneykslast á því, prinsinn vatt sér strax ( meistarastykkið Purple Rain, sem kom eins og köld vatns- gusa framan í fjöldann. Fyrstu þrjú lögin voru keyrslulög og fólkið komið í stuð en það verður að segjast eins og er að líklega hefði tímasetning þessa lags ekki getað verið betri. Fólkið hreinlega skalf af nautn og Prince kryddaði lagið með slíkum og þvílíkum gítar- leik að ég sannfærðist um það í eitt skipti fyrir öll að maðurinn er gítarsnillingur. Síðan komu þau eitt af öðru, Take Me With U, Partyman, Controversy, ógleymanleg út- gáfa af Kiss, Batdance og fleiri og fleiri. Game Boys nutu sín til fullnustu í síðasttalda lag- inu. Þeir birtust á sviðinu í fjólubláum jakkafötum (rétt eins og mennirnir í myndband- inu) og stigu magnaðan dans. Reyndar áttu þremenningarnir stórleik þetta kvöld og áttu stóran þátt í að gera það ógleymanlegt. Prince skipti tvisvar um galla en þegar Kiss tók enda snaraði hann sér upp á pall vinstra megin á sviðinu og settist við fjólublátt píanó sem þar stóð. Mannskapurinn bjóst við að nú myndi Prine taka syrpu góðra laga, eins og hann geröi á Love Sexy-ferða- laginu, og lét ánægju sína óspart ( Ijós. En Prince tók ekki syrpu, hann settist salla- rólegur við píanóið, brosti til fjöldans og fór aö segja frá Graffiti Bridge. Graffiti Bridge er nýja myndin hans Prince, nokkurs konar framhald Purple Rain og um leið og myndin verður frumsýnd kem- ur tvöföld breiðskífa meö sama nafni á markað. Þegar tekið er tillit til þess aö Purple Rain er enn þann dag í dag vinsælasta mynd/plata kapp- ans verður þetta að teljast nokkuð sniðugt ráðabrugg. Eftir að hafa talað um Graffiti Bridge stundarkorn flutti prins- inn nýtt lag, lag sem verður í myndinni og á plötunni. Lagið heitir The Question of U og lof- ar góðu. Lagið er mjög erótískt og í textanum segir m.a.: „My Brothers call me friend, the girls call me electric'1 og þar á eftir kom textabrot sem mér þykir vissara að birta ekki á prenti. The Question of U minnti mig pínulítið á Nothing Hann birtist allt í einu efst og aftast á sviðinu, sveipaður Ijósum, í ijósum og afar smekk- legum jakkafötum. Sjónvarps- skjárinn sýnir allt, enginn missir af neinu. Þetta er maðurinn sjálfur, hans konunglega ótukt, Prince Rogers Nelson. Compares 2 U en er miklu eró- tískara eins og áður segir. Prince var í essinu sínu þegar hann flutti lagið, fetti sig og bretti á alla kanta og sýndi ýmsa leikræna tilburði sem ég efast stórlega um að yrðu leyfðir í Höllinni. Strax á eftir þessu lagi flutti Prince lagið sem upp á síð- kastið hefur tröllriðið vin- sældalistum um heim allan, komst á topp 16 vinsældalista og setti þar með nýtt met, en prinsinn hefur aldrei sungið þetta lag inn á plötu, Nothing Compares 2 U. Lagið kom fyrst út árið 1985 í flutningi hljómsveitarinnar The Family sem er afsprengi Paisley Park. Paisley Park er útgáfufyrirtæki sem Prince setti á laggirnar þetta sama ár, 1985, jafnframt því sem hann gangsetti hljóð- verið sitt, eitt það fullkomnasta sem sögur fara af (þrjú upp- tökuhljóðver, eitt kvikmynda- ver ásamt aðstöðu til æfinga og hinna ýmsu athafna). Söngkona The Family er tvíburasystir Wendy (Wendy & Lisa) sem eitt sinn var gítar- leikari í The Revolution. Lagið vakti hins vegar ekki almenna athygli fyrr en Sinead O’Connor söng það og sög- una þekkja allir. Þegar fyrstu tónarnir af Nothing Compares 2 U ómuðu í Gentofte ætlaði allt um koll að keyra og það verður að segjast alveg eins og er að miðað við Prince er Sinead O’Connor enn í leik- skóla. Hér fékk maður að heyra Nothing Compares 2 U eins og það á að hljóma. Mér datt í hug, svona eftir á, að Prince hefði lagt sig sérstaklega fram um að leika þetta lag vel, svona rétt til að sýna það og sanna aö það er hann sem ber tignina. Þessi tvö frekar rólegu lög gáfu manni tíma til að ná hjart- slættinum niður smástund en bara smástund. Prince keyrði hraðann upp á nýjan leik og það sem kom mér hvað mest á óvart á þessum tónleikum var rapplagið. Já, rapplagið. Það byrjaði á orðum James Brown: „Whatever it’s gonna be, it’s got to be funky.” Síðan tók einn þremenninganna í Game Boys við stjórninni og tókst hreint út sagt ágætlega. Síðasta lagið á dagskránni var Baby l'm a Star, af Purple Rain. Þetta lag var, eins og svo mörg önnur sem flutt voru þetta kvöld, hreinlega kraft- meira og skemmtilegra á tón- leikum. Lagið virtist aldrei ætla að enda, prinsinn var búinn að stoppa það að minnsta kosti þrisvar og starta því aftur þeg- ar hann sagði loks „that’s enough” og gekk út af. Þar með var það búið. Fáir ef ein- hverjir bjuggust við að þetta myndi enda svona og menn voru lengi að átta sig á að það kæmi ekkert meira. Fólkið skundaði á brott, Prince var búinn að kveöja Danmörku ( bilL. t Daginn eftir vaknaði ég með breitt bros á vör. Þetta voru virkilega góðir tónleikar. Prince hafði sýnt sínar bestu hliðar, á afskaplega hóflegan hátt að vísu. Tónlistarflutning- ur var allur fyrsta flokks og ein- hvern veginn fannst mér meira lagt í tónlistina heldur en á síðasta ferðalagi kappans, Love Sexy. Þar var heilmikil leiksýning sem kostaði drjúg- an skilding en að þessu sinni var sviðið flott án þess að jaðra við geðveiki og sýningin öll meiri háttar. Maðurinn, sem sá um sjónvarpsskjáinn, fær mitt atkvæði. Hann var stór- kostlegur. Miko var góður, Levi var góður, Dr. Fink var lítt áberandi en stóð fyrir sínu, Rosie skein eins og stjarna á köflum, Michael var þéttari en Kínamúrinn og Game Boys settu skemmtilegan svip á heildina. Prince var bara Prince. 13.TBL 1990 VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.