Vikan


Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 49

Vikan - 28.06.1990, Blaðsíða 49
Ike gekk oft og iðulega i skrokk á Tinu og þótti kunnugum ótrúlegt hve lengi hún þoldi við í sambúðinni. landi og ég átti mest seldu plötuna sem fyrirtæki hans gaf út. Hvað gætu yfirmenn hans farið að halda? Við fórum lítillega út saman og skrifuðumst á en lengi vel sagði hann að sér fyndist þetta ekki rétt. Ég sagði bara að það væri allt í lagi. Mitt viðhorf gagnvart honum var að ég vildi ekkert frá honum, ég vildi aðeins gefa honum ást mína. Með honum vildi ég vera. Ég get ekki verið með einhverjum sem ég ekki get snert eða elskað á heiðarlegan hátt. Að öðrum kosti er þetta marklaust fyrir mér. Þetta kom vitinu fyrir hann. Hefur þú í hyggju að gifta þig aftur? Erwin trúir ekki á hjónaband eöa að nokkur geti skuldbund- ið sig til eilífðar. Og hann vill ekki eignast börn. En ég er ekki í hjónabandsleit. Ég vildi eingöngu hafa mann mér við hlið. Ég hef lært að fyrirheit og bönd halda engum. Hjóna- band verður þegar bæði hafa ákveðið að vera saman. Þann- ig séð er ég gift núna. Við þurf- um ekki að gera það löglegt. Fólk heldur að það „að vera ástfanginn" sé aðeins að vera bjargarlaus án makans. Það yrði ekkert reiðarslag fyrir mig þótt Erwin yfirgæfi mig. Auðvit- að myndi ég gráta en ég kæm- ist yfir það. Ég hef viljandi valið mér mann sem gerir sér grein fyrir því að allt getur gerst. Við lofuðum hvort öðru að ef við fyndum annan förunaut mynd- um við segja frá þvi og taka á málum frá þeim punkti. Sam- band okkar er mjög gott en það er fullt af fólki sem dregur það í efa. Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar maður eign- ast vin sem er ekki ríkur er að hann sé ekki nógu góður. En ég ætla ekki að velja mér mann vegna peninganna hans. Áður fyrr hefði ég gert það. Þá var ég í leit að öryggi en ekki ást. Hvað kemur ástin þessu við? Nú á tímum verður að fórna frelsinu í sambandi. Einmitt núna vil ég ekkert frá neinum nema ást. Samband okkar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hann hefur þurft að sætta sig við að ég er vilja- sterk kona og ég hef lært að leyfa honum að lifa sínu lífi. Af hverju fluttir þú til Evrópu? Þegar ég lauk hljómleika- ferð minni 1987 fór ég ekki aft- ur til Ameríku af því mig lang- aði ekki til þess. Ameríka er að ganga í gegnum þá tilfinningu að vera hafnað. Þess vegna segja sumir að fólk eins og ég eigi að vera í landinu og hjálpa öðrum í gegnum þetta tímabil. En ég er ekki búin að fá nóg af því að skemmta mér í lífinu. Fyrst fékk ég hús á Englandi en núna er ég að flytja til Köln- ar í Þýskalandi. Mér tókst loks- ins á síðasta ári að selja húsið mitt [ Los Angeles. Núna hef ég einnig selt bílana mina og ég er að selja hús móður minnar, sem var annað heimili mitt. Ég er smátt og smátt að hreinsa til í mínum málum. Með sambýlismanni sínum Erwin Bach. „Hann trúir ekki á hjónaband," segir Tina. Þau búa í Þýskalandi. Börnin mín eru öll vaxin úr grasi og ég hef keypt íbúð handa móður minni. Þar að auki laðast ég að dulúð Evr- ópu. Ég breytti til því ég heyri nýjan stað i veröldinni kalla. Þú hefur alltaf virst vera heimsborgari. Það er rétt. Skemmtikraftur, sem ferðast um heiminn, hugsar öðruvísi en aðrir. Mað- ur er ekki bara fastur í einu þorpi eða einu landi. Ég hef lært að taka úr veröldinni það sem mig langar til. Af hverju Þýskaland? Þýska þjóðin er mér kær og Erwin er Þjóðverji. Fólkið er mjög heiðarlegt, mjög kröfu- hart og sérstaklega alvarlegt. Það er ekki snobbað og ákaf- lega traust. í Þýskalandi eru hjónaskilnaðir sjaldgæfari en annars staðar í hinum vest- ræna heimi og þegar Þjóðverj- ar kaupa sér hús búa þeir í því alla ævina. Ef ég vil einhverja tilbreytingu get ég verið komin til Parísar eða London á innan við klukkutíma. Ég er mjög ánægð með líf mitt núna. Nýjasta plata þín virðist fremur eiga rætur í „rythm og blues“ tónlist en rokki. Hvernig velur þú þér viðfangsefni? Ég verð að fá tilfinningu fyrir því sem ég er að syngja um. Þegar ég var að alast upp fóru stefnumót unglinga fram í aftursætum bíla. Ég veit um margar stúlkur sem hafa farið í aftursætið með strák þó þær vilji kannski ekki viðurkenna það. Stundum finnst mér gam- an að syngja lög eins og Steamy Windows því þau vekja uþþ óþekktartilfinningu sem gerir mann svolítið skömmustulegan - á sóma- kæran hátt. Bókin þín, Ég Tina, var nokkuð opinská um líf þitt. Hvernig fannst þér að opinbera þann sársauka sem þú hafði gengið í gegnum? Ég gaf út bókina af því að ég var oröin þreytt á því að segja söguna um Ike og Tinu Turner. Ég var ekkert sérlega hrifin af því að segja frá þess- um smánarlegu hlutum í lífi mínu en ég sagði sem svo: Ef bók verður til þess að ég fæ frið fyrir ágangi skal ég skrifa hana. Ef þetta er það sem þarf til að þvo af mér smánarblett- inn þá er það fínt. En ég get skrifað meira um reynslu mína og ég kem til með að skrifa fleiri bækur í framtíðinni. Hvaða menn úr tónlistarheiminum hafa haft áhrif á þig? Goðið mitt var Sam Cook. Ég hitti hann við hótelsund- laug í Atlanta. Ég man eftir því þegar hann kom upp úr laug- inni, mjög sólbrúnn af svörtum manni að vera. Hann var ímynd heilbrigðinnar: sterkar tennur og fallegt hár. Svartur maður með stíl. Ég hreifst allt- af af þannig fólki því þannig vildi ég vera. Ég skapaöi ekki þá imynd en þannig var ég hið innra með mér. Seinna spilaöi í hljómsveit- Framhald á bls. 52 • Á snyrtiborðinu er troðfullur plastpoki, í það minnsta hundr- að og fimmtíu varalitir,ogístofunni er ferðaheilsu- rœkt... • Égheflœrtað fyrirheit og bönd halda engum... • Ég verð að fd tilfinningu fyrirþví semégerað syngja um. • Ég hef ndð nýjum dfanga í lífi mínu. Hérnaerég. • Ég hlakka til að verða gömul. 13. TBL.1990 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.