Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 54

Vikan - 28.06.1990, Page 54
Safaríferðir á jeppum eru vinsælar á Spáni og fjölmargt sem gieður auga ferðamannsins á akstri utan ferðamannastaðanna. Það ber ekki á öðru en að þær njóti hér slíkrar ferðar, Linda, Lisa Björk og Elfn. uúsm.: maqqi SPÁNN Framhald af bls. 51 skemmtun aö velja. Yngra fólkið fer gjarnan á diskótek en fyrir þá ráðsettari sem ekki nenna því er gaman að glugga í ævisögu Picassos eða Ijóð og leikrit Lorcas - eða þá að líta á þjóðardans Spánverja - flamenkóinn. Einn þekktasti sígauni ver- aldar í dag er án efa dansarinn Moskur á Spáni eru falleg mannvirki sem vert er að gefa gaum að. Antonio Gades. Þó sígaunar séu hvergi aufúsugestir er það þó þeim að þakka að flam- enkó hefur varðveist. Gades heldur flamenkókyndlinum hátt á lofti og fær fólk til að skynja þá göfugu skyldu lista- mannsins að túlka og koma á framfæri lifandi hefðum lands síns. Þó maður komist kannski ekki á sýningu hjá dansflokki Gades er vart hægt að hugsa sér að heimsækja Spán án þess að sjá bæði flam- enkódans og nautaat - að minnsta kosti einu sinni -og allir ferðamenn til Spánar verða að kynnast spænskri matargerð- arlist. Fáið ykkur gazpacho í hitanum, kalda tómatsúpu með agúrkubitum og ristuðum brauðteningum og ajo blanco, kalda hvítlaukssúpu með Mal- agamöndlum. Á Costa del Sol er spennandi sérréttur sem heitir Fritura Malaguena eða steiktur fiskur á Malagavísu, þar má fá nýveiddar sardínur, grillaðar á ströndinni og svo er það vitanlega paella, vinsæl- asti réttur Spánar, með saffr- anhrisgrjónum, kjúklingi, fiski og skelfiski. En kannski ber fyrst og fremst að njóta náttúrufegurð- arinnar og vingjarnleika gest- gjafanna - Spánverja - því vetrarlúnir íslendingar eru allt- af að nota tækifærið til að komast í sól og sjó og bræða af sér grýlukertin.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.