Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 57

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 57
/ Clayton. Við vorum þá í sveit- inni til að skyggnast um eftir húsi, sem við síðan höfum eignast. Á þessu ánægjulega ferðalagi um sveitina sá ég allt í einu bláan vörubíl úti á akri. Hann var orðinn gjörónýtur enda leit út fyrir að hann hefði verið þarna í langan tíma. Við hjónin fórum að athuga þetta nánar og ákváðum, eftir að hafa virt þetta bílhræ fyrir okkur, að spyrja einhvern hvernig á þessu stæði. „Já,“ sagði gamall maöur sem við spurðum frétta af þessu. „Þetta bílhræ er búið að vera þarna I ein tíu ár. Það gerðist í októ- bermánuði. Ég man það svo glöggt því það var svo bjart úti.“ Og hann hélt áfram: „Ég hrökk upp af svefni um tvöleyt- ið að nóttu við hræðilegt brakhljóð. Þá hafði þessi blái bíll henst út af þjóðveginum vegna árekstrar við stóran vörubíl. Bílstjóri hans viður- kenndi að hafa sofnað við stýrið. Það tók okkur tvær klukkustundir að ná piltinum út úr minni bílnum. Hann vargrát- andi allan tímann og grátbað okkur um að koma sér heim til konu sinnar og barns. Það var vitanlega kallað á sjúkrabíl en ungi maðurinn lést þegar hann var kominn á sjúkrahúsið. Ég man svo vel eftir honum með rauða hárið og bláu augun. Engin skilríki fundust á honum eða í bílnum hans. Endagerði aldrei neinn kröfu til hans.“ Þessi frásögn var staðfest af öllum sem þar komu við sögu. Hún er sannar- lega undarleg og raunaleg. sem ég á enn eftir dálítið plássi ætla ég nú að segja ykkur svipaða sögu héðan heiman af íslandi. Hún gerðist nær okkur en hin fyrri en segir frá svipuðu tilfelli. Sögu þessa, eins og hún birtist hér, sagði Árni Guð- mundsson og er honum svo lýst að hann hafi verið kunnur að heiðarleika og andlegri heil- brigði. Gefum honum þá orðið: „I ársbyrjun 1940 hóf ég að keyra olíu suður í Sandgerði á olíubíl, merktum 528, frá Olíu- verslun íslands. Einn dag í febrúarmánuði þetta ár ók ég fullfermi af olíu þangað suður. Ég mun hafa lagt af stað héðan um klukkan ellefu árdegis. Gekk þá á með krapahryðjum en þurrt á milli. Jörð var auð að mestu og mikið slabb og bleyta en ekki kalt í veðri. Ég stansaði hvergi á leiðinni suður og kom að Sand- gerði um klukkan eitt til tvö og nam þar staðar fyrir ofan bryggjuna. Þegar ég hef nýlega stöðvað bílinn kemur til mín kona nokk- uð við aldur, á að giska milli fimmtugs og sextugs, frekar lág vexti en þrekin. Hún er með rauðleita svuntu og mórauða þríhyrnu á herðum en berhöfð- uð. Hún gengur til mín, kastar á mig kveðju og spyr hvort ég geti lofað stúlku að sitja í bíln- um til Reykjavíkur um kvöldið. Ég kvað það vera. Þá biður hún mig að flauta á planinu fyrir framan Kronhúsið þegar ég fari en ég gat ekki sagt henni ákveðið hve snemma það yrði. Síðan kvaddi hún mig og hvarf upp fyrir íbúðarhús Lúðvíks Guðmundssonar kaupmanns. Svo líður dagurinn. Ég starf- aði við að koma olíunni í báta við bryggjuna. Því næst ek ég af stað þegar klukkan er langt gengin ellefu, líkt og ég var vanur. Ég nem staðar og flauta á planinu fyrir framan Kronhús- ið, eins og ég hafði lofað, og opna bílhurðina. Þá kemur kvenmaður inn í bílinn og sest við hliðina á mér. Hún gaf ekki frá sér neitt hljóð heldur settist þegjandi í sætið en ég man ekki hvort hún kinkaði til mín kolli. Hún var fremur hávaxin og grönn, hvítleit í andliti, toginleit og í fríðara lagi. Hún var í dökkri kápu og berhöfðuð eða með litla dökka húfu - man ekki hvort var. Hún var berhent og hafði ekkert handa millum, ekki einu sinni kventösku. Hún virtist vera 25 til 30 ára. Þegar við leggjum af stað fer ég að yrða á hana og spyrja um hitt og þetta en hún svarar mér engu, situr þegjandi og keik í sæti sínu og horfir beint fram- undan sér. Ég er þó að ávarpa hana öðru hvoru allt að því hálfa leiðina til Reykjavíkur. Hún ansar aldrei einu orði. Þá er ég farinn að halda að þetta sé mállaus manneskja eða heyrnarlaus eða hvort tveggja, hætti að ávarpa hana og læt hana afskiptalausa þar til við erum komin á Öskjuhl íðarháls, þar sem sést til bæjarins. Þá geri ég síðustu tilraun til að tala við hana og spyr hvert hún ætli í bæinn. Hún situr eins og fyrr hreyfingarlaus í sæti sínu og gefur ekkert hljóð frá sér. En tæpri hálfri mínútuseinnaerég orðinn einn í bílnum. Mér varð hálfhverft við en þó ekki meira en svo að ég mundi flytja þennan kvenmann aftur sunn- an úr Sandgerði ef hún beiddist þess. Ég hafði hvergi stansað á leiðinni að sunnan og ekki hreyft við bílhurðinni. Áfengi var ekki með ( ferðinni. Ég smakka það yfirleitt ekki og þess vegna ekki fremur þenn- an dag en aðra. Líðan mín virt- ist að öllu leyti eins og venju- lega. Ég fann ekki að úr mér drægi nokkurn mátt eða ég væri á einn eða annan hátt öðruvísi en ég á að mér að vera. Ég er ekki skyggn enda er þetta í eina skiptið sem ég hef orðið var við dularfullt fyrir- bæri. Ég hef spurst fyrir í Sand- gerði um konuna sem bað mig fyrir þennan kynlega kven- mann, eftir því sem ég hef framast átt föng á, og hef kom- ist að þeirri niðurstöðu að hún hafi ekki átt heima þar í pláss- inu. Ég hef spurt fólk um hana en enginn kannast við hana og hef ég aldrei séð hana síðan. Það er móti öllum líkum í ekki stærra þorpi en Sandgerði og eftir svo margar ferðir sem ég hef farið þangað suður. 13. TBL 1990 VIKAN 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.