Vikan


Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 61

Vikan - 28.06.1990, Qupperneq 61
hverjum er yfirskriftin yfir löng- um kafla um Warren þessi: FESTIÐ SÆTISÓLARNAR OG HALDIÐ í HATTINN - ÞETTA ER SÁ STÓRI!!! Meðal þeirra sem hann á að hafa komist yfir eru Britt Ekland, Goldie Hawn, Kate Jackson, Brigitte Bardot, Di- ana Ross, Liv Ullman, Cand- ice Bergen og Carly Simon (sem sagt er að hafi skrifað lagið „You’re so Vain“ um Warren). í bókinni er einnig haft eftir Shirley McLaine, systur hans, að hún vildi óska þess að þau Warren fengju aö leika saman í kossaatriði „svo hún gæti komist að því af hverju þær eru allar veinandi". En þótt Shirley McLaine geti ekki talað um bólfimi Warrens af eigin reynslu eru þær þó svo margar sem það geta að ummælunum hefur verið safn- að saman og fara nokkur þeirra hér á eftir. Richard Sylbert kvik- myndaframleiðandi: Fyr- ir mörgum árum fylgdist Warr- en alltaf mjög grannt með því í blöðunum hvaða pör væru að skilja. Honum tókst sérlega vel upp með vængbrotnar dúfur. Þetta er það sem lífið snýst um hjá honum. Susan Braudy rithöf- undur: Ég ætla að segja frá Warren Beatty í ævisögunni minni. Ástæðan fyrir velgengni hans er sú að hann er skemmtilegri en nokkur annar. Joan Coliins leikkona: Hann var óseðjandi. Þrisvar, fjórum, fimm sinnum á dag, á hverjum degi, var algengt hjá honum. Hann gat líka talað í símann á meöan. Rita Mae Brown, rithöf- undur og framarlega í réttindabaráttu lesbía: Ég er fræg fyrir að vera ein sjö kvenna í Hollywood sem ekki hafa sofið hjá Warren Beatty. Við höfum talað saman í síma nokkrum sinnum og hann er frábær hlustandi. Ég skil vel hvers vegna konur eru óðar í hann. Væri ekki frábært ef þær héldu ráöstefnu? Mamie van Doren leik- kona: Hann var einn stór kirtill. í eitt skipti vorum við að kela í sófanum - vorum þá að byrja að vera saman. Allt í einu reyndi hann að setja höndina á mér þangað niður. Það var rosalega stórt. Ég hugsaði með mér að mig myndi langa til að strjúka það en ekki að fá það inn í mig. Ég var ekki með reglustikuna með mér en hann var of stór fyrir mig. Ég kíkti aðeins á það. Carole Mallory, fyrrum módel, nú rithöfundur: Hann er enginn King Kong. Hann er af meðalstærð en vinalegri en flestir. Það er ekki á stærð við Texas, minnir meira á fjallstind. Shirley McLaine: Ég hef ekki séö Warren beran síðan hann var sex ára. Mér þætti forvitnilegt að vita hvort hann er með það sem þær segja hann vera með. Elizabeth Taylor leik- kona: Á eitt til tíu skalanum myndi ég gefa líkama hans fimmtán. Leslie Caron: Atferli Warr- ens er mjög sérstakt. Hann hefur alltaf orðið ástfanginn af stúlkum sem nýlega hafa unn- ið eða verið tilnefndar til óskarsverðlauna. Úr bókinni um Jane Fonda: Jane og Roger Vad- im bjuggu í Frakklandi allt árið 1967. Þegar Warren Beatty kom til Parísar ákvað Jane að kynna hann fyrir Brigitte Bard- ot í kvöldverðarboði. Jane vissi ekki að Brigitte og Warr- en höfðu hist stuttu eftir að hann kom til Frakklands og verið eitthvaö saman. Yfir borðum hrósaði Warren matn- „ Allt í einu reyndi hann að setja höndina á mér þangað niður. Það var rosalega stórt. Ég hugsaði með mér að mig myndi langa til að strjúka það en ekki að fá það inn í mig “ um en gaf í skyn að hann vissi um eitthvað sem bragðaðist betur og leit kankvíslega á Bardot. Jane tókst að dylja gremju sína en Roger Vadim sagðist vita nákvæmlega hvað Warren ætti við og bætti við: „í þeim efnum er Jane ekki alveg í sama gæðaflokki og Brig- itte.“ Michelle Phillips, söng- og leikkona: Honum finnst hjónaband ekki vera ánægju- legur lífsmáti. Hann tekur lausamennskuna fram yfir. Helst kýs hann grunn og til- gangslaus sambönd - honum finnst þau heilbrigðari eða alla vega eru það einu samböndin sem hann getur komið sér upp. Liz Smith slúðurdálka- höfundur: Ekki er hann vandlátur. Hann sagði ein- hverjum að hann langaði aö sofa hjá mér til að sjá hvernig ég væri. Mamie van Doren: Hann er sú manngerð sem mun deyja í sínum eigin örmum. Warren Beatty: stundum hrekk ég upp klukkan fjögur á morgnana og bregður illilega í brún vegna þess að ég er að velta fyrir mér hvar í fjáranum ég sé. 13. TBL.1990 VIKAN 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.