Vikan


Vikan - 28.06.1990, Page 65

Vikan - 28.06.1990, Page 65
stóð í fjarlægasta horni herbergisins. Andlit hennar hafði nú til þess að gera eðlilegan litar- hátt. - Sjáðu nú til, sagði hann, munurinn á rannsókn raunverulegs morðs eins og þess sem hér hefur verið framið og á þeim sem þú lest um ... Annie greip fram í fyrir honum. Hún virtist æst. - Morðinginn, sagði hún hvíslandi, er rauöhærður. Charley leit snöggt á hana. - Já? sagði hann. Annie opnaði töskuna sína og tók fram minnisbók. - Sjáðu neglurnar á honum. Charley horfði. í lélegu Ijósinu gat hann séð dökkrauða hárflyksu sem var föst undir nöglun mannsins. Rautt hár, færði Annie inn í bókina sfna. Charley gekk til rannsóknarlögreglumanns- ins sem var að tala við undirforingjann. - Háriö undir nöglum hans, sagði hann. - Er það ekki úr gólfteppinu? - Auðvitað. Undirforinginn leit spyrjandi á Charley. - Annie? - Já. Undirforinginn stóð upp. - Þetta er næstum því of auðvelt. - Bíddu. Charley hugsaði sig um andartak. - Kannski þetta sé leiöin. Ég ætlaði að útskýra fyrir henni aðferðir okkar en hún vill vera snjöll, látum hana um það. Látum hana hafa þau gögn er hana vantar., Dyrnar opnuðust og götulögregluþjónn hélt um handfangið. Lítill, áhyggjufullur maöur gekk inn fyrir á hæla hans. - Hver ert þú? spurði undirforinginn. - Whiteman. Theodore Whiteman, hótel- stjóri. - Allt í lagi. Bíddu. Annie mætti augum Charleys, hann kom til hennar ásamt undirforingjanum. - Sjáið skít- inn á skónum hans. - Já, sagði undirforinginn. - Hvað með þaö? Annie leit meö lítilsvirðingu á hann og hamp- aði minnisbókinni. - Það er aðeins á einum stað í allri New York, sem þú getur fundið þennan rauða leir. I Suöurgötu ... hún færði í minnisbókina, við hafnarsvæðið í Suðurgötu. - Mjög athyglisvert, sagði undirforinginn al- varlegur. - Þú myndir álíta að hann hefði verið í Suðurgötu nýlega. Kannski morðinginn hafi einnig átt þar leið um. - Mjög sennilegt, sagði Annie. - Og morð- inginn var hér klukkan 7.14. Undirforinginn opnaði munninn hægt, svo lokaði hann honum og sagði varlega. - Þú átt við ... hvernig? - Úrið hans, sagði Annie, það stansaði þeg- ar hann var myrtur. Undirforinginn kinkaði kolli viðurkennandi til Annie. - Góð stúlka, sagði hann. - Haltu svona áfram. Hann kinkaði kolli til Charley og þeir gengu að borðinu þar sem einn leynilög- reglumannanna stóð. - Hvað um þennan leir? spurði Charley. - Svona án þess að hugsa mig um, sagði undirforinginn, gæti ég sagt þér frá fimmtíu stöðum í borginni þar sem þú getur fundið rauðan leir. Lögreglumaðurinn við skrifborðið leit upp. - Hvernig stóð á því að úrið hans stansaði, Eddie? sagði Charley. Leynilögreglumaðurinn yppti öxlum. - Hann hafði ekki trekkt það. Ég gáði að því. Undirforinginn brosti hamingjusamur til Charley. - Halló, Hercule, sagði hann. Hann sneri sér að hótelstjóranum. - Hefur nokkur heimsótt hann? - Já. - Hvernig stendur á því? - Hann hefur verið hérna áður. - Vitið þér nokkuð um hann? - Ekkert. ^tjörnuspá - Töluðuð þér við hann í dag? Hótelstjórinn kinkaði kolli. - í sima. - Hvenær? - Um það bil hálfátta. - Um hvaö? - Hann skuldaði símareikning frá því að hann var hérna síöast. Ég bað hann um að borga. - Hvað sögðuð þér? - Ég sagði: Þetta er hótelstjórinn. Það er okkur ánægja að hafa yður hér aftur. Það er hérna smáreikningur... svo greip hann fram í fyrir mér. - Hvað sagði hann? - Hann sagði: Ókei, Þeó, seinna. - Þeó? - Já, ég er kallaður það. Hann þekkti mig. Undirforinginn horfði á hótelstjórann andar- tak, svo sneri hann sér undan. - Vertu hér í nágrenninu, sagði hann. Hann gaf einum leynilögreglumannanna merki og hann kom. - Lou? Charley? sagði undirforinginn. - Hvert er ykkar álit? Charley yppti öxlum. - Rútína, sagði hann. - Smáglæpamaður sem hefur náð í peninga. Öll fötin hans eru ný. Sammála, Lou? Hinn leynilögreglumaðurinn kinkaði kolli. - Svo kemur hann sér fyrir hér, hélt Charley áfram. - En það eru engir peningar hérna núna. Sammála Lou? Lou kinkaði kolli aftur. - Svo... Charley yppti öxlum einu sinni enn. - Einhver sendi hann yfir um og hirti pen- ingana. Kannski sá hafi einmitt átt peningana. Undirforinginn leit spyrjandi á Lou. - Já, ætli það hafi ekki verið eitthvað þessu líkt, sagði Lou. - Jæja, við náum honum einhvers staðar fyrr eða síðar, sagði undirforinginn. - Hefur fréttin verið send? - Fyrir hálftíma. - Gott. Undirforinginn kinkaði kolli til Lou og Framhald á bls. 69 Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú skalt ekki vera í miklu fjölmenni næstu daga. Þú hefur nóg að gera heima við og þarft að sinna verkefnum sem setið hafa á hakanum. Þér hættirtil að láta óvarleg orð falla. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú lendir í samkvæmi þar sem þér finnst þú vera eins og illa gerður hlutur. Þér hættir til að draga þig inn í skel ef þér líður illa. Það leysir engan vanda. Þú verður að vera opinn og hrein- skilinn. Vogin 24. sept. - 23. okt. Ákveðin persóna sækist mjög eftir félagsskap þínum. Þú skalt meta stöðuna óháð því sem aðrir hafa að segja um málið. Öfund er ill sýki sem herjar á marga og spillir ýmsu. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú hefur verið í alveg ómögulegu skapi þessa dagana. Þínir nánustu hafa læðst á tán- um í kringum þig af þessum sökum. Bættu nú ráð þitt og sýndu þeim einhvern áhuga áður en það er um seinan. Nautið 20. apríl - 20. maí Þér er ( nöp við einn sam- starfsmann þinn. Hann hefur lengi stundað að skjóta að þér ill- kvittnum athugasemdum. Þér gefst færi á að koma honum að óvörum ef þú heldur rétt á spöðunum. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Maður nokkur hefur sýnt þér mikla athygli og hann mun veita þér ómetanlegt tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Þú ert samviskusamur og þó að þér finnist þú tímabundinn skaltu haida því áfram. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Það er hætt við að þú megir teljast sekur um að fylgjast ekki nægilega vel með. Það verð- ur til þess að fólk verður þreytt á að tala við þig. Reyndu að bæta úr þessu hið snarasta. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þú þarft að þiggja fjár- hagsaðstoð og það fer mjög í taugarnar á þér. Það þýðir ekkert annað en að leggja stoltið á hill- una og hjálpin er veitt með góðu hugarfari. Hagur þinn mun vænkast. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú ert ekki nægilega vel á þig kominn líkamlega og þarft að ráða bót á þeim málum. Fram- undan er sumarfrí. Þó veðrið sé ekki nógu skemmtilegt er óþarfi að láta það eyðileggja fyrir sér fríið. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Einn ættingi þinn ætlast til nokkuð mikils af þér þessa dagana. Þú verður að taka því með þögn og þolinmæði því hann mun launa þér það riku- lega. Vikan verður að öðru leyti daufleg og erilsöm. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Einhver veikindi hafa hrjáð þig upp á síðkastið. Það er þó ekkert alvarlegt og mun ekki hafa nein áhrif á framtíðaráætl- anir þínar. Einhver uppákoma á næstu dögum mun hafa skemmtilegar afleiðingar. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Það hefur farið lítið fyrir þér í vinnunni nú um nokkurt skeið. En þar sem þú hefur unnið verk þitt vel, án þess að breiða þá staðreynd út, er hætt við að þú sért vanmetinn. Láttu það ekkert á þig fá. 13. TBL.1990 VIKAN 65

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.