Vikan


Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 9

Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 9
LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON C\oc»i*77 þjóðsöguna um að Akureyr- ingar séu lokaðir og erfitt fyrir aðkomufólk að kynnast þeim? „Ég mótmæli þessari sögu harðlega. Hvað gerum við þegar utanbæjarfólk kemur í bæinn? Hópumst við að því og bjóðum það velkomið? Nei, og auðvitað er það heldur ekki gert þegar við komum til Akur- eyrar. Mér finnst afskaplega gott fólk hérna á Akureyri og ekkert erfiðara aö kynnast því en öðru fólki. Ég hef alltaf mót- mælt þeim orðrómi." - Saknarðu einhvers úr Reykjavík? „Auðvitað vina og vanda- manna, annars aðallega þess sem flokkast undir skemmtan- ir. Sérstaklega sakna ég leikhúsanna og einnig má nefna kvikmyndahúsin og ýmsar uppákomur. Það er ekki eins mikið í boði á Akureyri.“ - Að lokum, Kristín, þú tal- ar um að það sé gott aö búa á Akureyri, fólkið sé gott, en er ekki eitthvað sem betur mætti fara? „Jú, auðvitað gildir það á Akureyri eins og annars staðar. Ég get nefnt að mér finnst gæta lítils frumkvæðis hjá Akureyringum. Það er eins og þeir séu alltaf að bíða eftir því að eitthvað komi til þeirra. Þeir hugsa ekki mikið um hvaö þeir sjálfir geta gert til að bæta bæjarfélagið og atvinnulífið heldur bíða eftir að þetta komi frá einhverjum öðrum. Frum- kvæðið vantar hjá Akureyring- um.“ góðir þegar hann fór að kynn- ast þeim. „Ég kynntist náttúrlega minni konu hér og ég get ekki kvartað!" - Hvað um ókostina? Skortir eitthvað á Akureyri sem þú getur fengið í Reykja- vík? „Jú, sýningarsali og söfn. Það vantar þetta sem maður var búinn að lifa við. ( Reykja- vík er nokkuð fjörugt myndlist- arlíf og enn fjörugra þar sem ég var úti. Síðan kem ég hing- ' að heim og fæ þá hálfgert menningarsjokk. Ég var við kennslu og umgekkst áhuga- myndlistarmenn á Akureyri. Það var ansi skemmtilegur tími að mörgu leyti og sjálfsagt hef ég sett mig í einhvers kon- ar trúboðsstellingar þegar ég kom. Maður vildi útbreiða fagnaðarboðskapinn, bæði í þessu og öðru.“ - Pólitíkinni? „Það var ekki laust við að ég væri upptekinn af pólitíkinni og kannski uppteknari af henni en listinni á tímabili. Ég fór til dæmis að vinna í Slippstöð- inni til að setja mig í spor fólksins." En Akureyri er ekki alveg menningarsnauður bær þrátt fyrir skort á sýningarsölum fyrir myndlistina og nefnir Guðmundur Menningarsam- tök Norðlendinga sem lyfti- stöng i menningarlífinu. Sjálf- ur hefur Guðmundur innréttaö vinnustofu fyrir sig í gömlu verksmiðjuhúsi baka til við Kaupvangsstræti. Guömundur Ármann er kunnur myndlistar- maður hér á landi, ekki síst fyrir grafíkverk sín. Hann hefur búið lengi á Akur- eyri og ekki víst að allir af yngri kynslóðinni geri sér grein fyrir að Guðmundur er ekki inn- fæddur heldur aðfluttur úr Reykjavík. - Þú fluttist til Akureyrar haustið 1971. Eru Akureyringar ekki löngu búnir að taka þig í sína tölu? „Nei, ég held ekki. Maður finnur enn dálítið fyrir því að vera utanbæjarmaður. Ég meina ekki dags daglega en oft hittir maður innfædda Akureyr- inga sem láta í það skína að það sé nú munur á mér og þeim. Þetta er yfirleitt sagt í og þegar maður er ekki innan um sfna eigin fjölskyldu gæti þetta komið svona út.“ - Má vera. En hvernig er svo að búa á Akureyri? „Mér finnst það alveg Ijóm- andi gott og mér líkar vel að vera hér. Veðursældin er stór kostur, stillurnar og hlýindin. ( Reykjavík er alltaf gola og oft rigning, loftið miklu rakara. Ég er ekki hissa á því að sjá gamlar, fallegar garðmyndir frá Akureyri þar sem fólk er úti að borða. Þetta er sjaldgæft I Reykjavík. Þegar sólin skín þar híma menn sunnan undir vegg I skjóli fyrir norðanáttinni." MENNINGARSJOKK Guðmundur segir að Akureyr- ingar hafi reynst traustir og MYNDLISTARMAÐUR: AKUREYRINGAR ANSI ÍHALDSSAMIR OG FASTHELDNIR gríni og er mér aldrei til ama en það þykir sjálfsagt að minna mig á upprunann." - Hvernig komu Akureyring- ar þér fyrst fyrir sjónir? Var erfitt að kynnast þeim? „Ég er ekki frá því að þeir séu ansi íhaldssamir og fast- heldnir. Þetta fann maður fljótt. Það þarf dálítinn tíma til að kynnast þeim og ég held að þjóðsagan, sem kveður á um þetta atriði, sé sönn. Við erum náttúrlega mikil fjölskylduþjóð GUÐMUNDUR ÁRMANN SIGURJÓNSSON 15TBL. 1990 VIKAN 9 TEXÍIOG MYNDIR: STEFAN SÆMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.