Vikan


Vikan - 26.07.1990, Síða 34

Vikan - 26.07.1990, Síða 34
NÓBELSVERÐLAUNAHÖFUNDURINN ERNEST HEMINGWAY GAMALL MAÐUR VIÐ BRÚNA ERNEST HEMINGWAY hlaut nóbelsverölaun í bókmenntum áriö 1955; ári I á undan Halldóri Laxness. ■ Hann fæddist ( lllinois áriö ' J2 1899 og lést í Idaho 1961. ,■ Hann þótti hafa knappan, P karlmannleganstílogflest- ar sögur hans eru skrifaöar út frá eigin reynslu. Hann átti erfitt uppdráttar sem rithöfundur í fyrstu en fékk starf sem blaðamaður í Kansas City, var synjað um inngöngu í bandaríska herinn vegna sjóngalla en komst þó þangað með klækjum og gerðist sjúkrabílstjóri í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir það átti hann viðburðaríka ævi sem entist honum til að skrifa nokkrar af perlum heimsbók- menntanna. Gamall maður með gleraugu með stálumgjörð og í rykugum fötum sat á vegkantinum. Það var flotbrú yfir ána og vagnar, trukkar, og karlar, konur og börn voru á leið yfir hana. Kerrurnar, dregnar af múldýrum, mjökuðust upp erfiðan árbakk- ann með hjálp hermannanna sem ýttu á öxul- endana. Trukkarnir fóru yfir með hávaða á undan öllum og baendurnir þæfðust áfram í ökkladjúpu rykinu. En gamli maðurinn sat þar hreyfingarlaus. Hann var of þreyttur til að halda lengra. Það hafði komið í minn hlut að fara yfir brúna til að rannsaka veginn hinum megin og komast að raun um hve langt óvinurinn hafði komist. Ég kom til baka yfir brúna eftir að hafa lokið hlutverki mínu. Vögnunum hafði fækkað og það voru fáir fótgangandi en gamli maður- inn var þar ennþá. „Hvaðan ertu?“ spurði ég. „Frá San Carlos," sagði hann og brosti. San Carlos var heimaborg hans svo það gladdi hann að nefna hana og hann brosti. „Ég gætti dýranna," útskýrði hann. „Jæja,“ sagði ég og skildi hann varla. „Já,“ sagði hann, „ég var þar, eins og þú sérð, til þess að hirða um skepnurnar. Ég var sá síðasti til að yfirgefa San Carlos." Hann líktist hvorki kúasmala né fjármanni og ég leit á svört, rykug föt hans og grátt rykugt andlit hans og gleraugun hans með stálum- gjörðinni og sagði: „Hvaða skepnur?" „Ýmislegar skepnur," sagði hann og hristi höfuðið. „Ég varð að yfirgefa þær.“ Ég horfði á brúna og afrískt landslagið f Ebro Delta og giskaði á hve langt liði þartil við sæjum óvininn; hlustaði jafnframt eftir fyrsta' hljóðinu sem ætlað væri því dularfulla fyrir- brigði sem er kallað merkjaboði. Gamli maður- inn sat ennþá. „Hvaða skepnur?" spurði ég. „Það voru þrjár tegundir í allt,“ útskýrði hann. „Það voru tvær geitur og köttur og átta tamdar dúfur." „Og þú varðst að yfirgefa þær?" spurði ég. „Já. Vegna herdeildarinnar. Liðsforinginn sagði mér að fara vegna herdeildarinnar." „Og þú átt enga fjölskyldu?" spurði ég og horfði á brúarendann hinum megin þar sem síðustu vagnarnir voru á hraðri ferð niður hallann. „Nei,“ sagði hann, „aðeins dýrin sem ég taldi upp. Kötturinn verður ekki f neinum vand- ræðum. Köttur getur séð fyrir sjálfum sér, en ég get ekki hugsað til þess hvað verður af hinum.“ „Á hvorra hlið ertu?“ spurði ég. „Ég er hlutlaus," sagði hann. „Ég er sjötíu og sex ára gamall. Ég hef gengið tólf kílómetra nú og ég held að ég geti ekki haldið lengra." „Þetta er ekki góður staður til þess að stansa," sagði ég. „Ef þú getur komist þangað eru trukkar á veginum þar sem hann liggur til Tortosa.“ „Ég ætla að bíða smástund," sagði hann, „og fara innan stundar. Hvert fara trukkarnir?" „Áleiðis til Barcelona," sagði ég. „Ég þekki engan í þeirri átt,“ sagði hann, „en ég þakka þér samt. Þakka þér kærlega." Hann horfði tómlega og þreytulega á mig og varð að deila sorg sinni með einhverjum: „Ég er viss um að kötturinn spjarar sig. Það er eng- in þörf á að ergja sig yfir kettinum. En hinar skepnurnar, hvað heldurðu að komi fyrir þær?“ „Þær verða sennilega heilar á húfi eftir að allt er um garð gengið." „Svo þú heldur það.“ „Hvers vegna ekki?“ sagði ég og leit yfir á árbakkann. Vagnarnir voru horfnir. „En hvað verður um þær þegar herdeildin kemur, fyrst mér var skipað að fara hennar vegna?“ „Opnaöirðu dúfnahúsið?" spurði ég. „Já.“ „Þá fljúga þær.“ „Já, vissulega fljúga þær. En hin dýrin. Það er best að hugsa ekki um hvað kemur fyrir þau,“ sagði hann. „Ef þú ert hvíldur ættirðu að halda áfrarn," lagði ég til. „Stattu upp og reyndu að ganga." „Þakka þér,“ sagði hann og stóð upp, riðaði og féll afturábak í rykið. „Ég var að gæta dýranna," sagði hann heimskulega. Hann talaði ekki lengur til mín. „Ég var bara að gæta dýranna." Það var ekkert hægt að gera fyrir hann. Það var páskadagur og fasistarnir voru á leið sinni til Ebro. Það var grár dagur með svo lágum skýjum að flugvélarnar voru ekki á lofti. Þetta og sú staðreynd að kettir eru sjálfbjarga var öll sú lukka sem gamla manninum myndi falla í skaut. □ Frh. af bls. 33 En ég fyrir mitt leyti fór bráðlega að leggja fæð á köttinn. Hann varð alls ekki eins og ég hafði búist við. Það var auðséð að honum þótti vænt um mig en mér gramdist það og varð leiður á honum. Þegar frá leið var ég farinn að hata hann. Ég forðaðist hann en um leið hugs- aði ég með blygðun til míns fyrra grimmdar- verks. Ég gerði honum ekki mein on ég hugs- aöi til hans með sívaxandi óvild. Loks hafði ég beina andstyggð á honum. Það sem vafalaust magnaði hatur mitt til skepnunnar var uppgötvun sem ég gerði þeg- ar fyrsta morguninn. Þessi köttur var eineygður eins og Plútó - en þess vegna var konan mín betri við hann. Þrátt fyrir óvild mína virtist kötturinn verða meir og meir elskur að mér. Hann var óskiljan- lega fíkinn í að elta mig. Undir eins og ég sett- ist skreið hann undir stólinn minn eða hoppaði upp á hnén á mér og neri sér upp að mér svo að ég fylltist viðbjóði. Ef ég stóð upp og ætlaði að fara hljóp hann milli lappanna á mér svo að mér lá við að hrasa eða hann læsti klónum í fötin mín og klifraði upp á bringu mér. Þegar svo stóö á sárlangaði mig til að drepa hann. En það var gamla misgerðin sem aftraði mér frá því - nei, ég játa fúslega að ég var í rauninni hræddur við þessa skepnu. Það er erfitt að gefa skýringu á þessari hræöslu. Þegar maður situr í aftökuklefa ill- ræðismanns, eins og ég geri nú, get ég gjarn- an játað að hræðsla mín við köttinn stafaði meðfram af ímyndun og hugarórum. Konan mín hafði oft minnst á hvíta blettinn sem var eini sýnilegi munurinn á nýja kettinum og þeim dauða. Útjaðrarnir á þessum bletti voru alltaf að breytast. En loks fór bletturinn að taka á sig ákveðna mynd og líktist - að minnsta kosti í mínum augum - einhverju óhugnanlegu. Gálga - þessu tæki dauðastríðsins og dauð- ans. Þetta var ástæöa þess að ég hataði köttinn og hafði viðbjóð á honum. Ég varð vansæll og aumur af þessari sjúk- legu ímyndun. Skynlaus skepna, eftirmynd þeirrar sem ég hafði drepið - mállaus skepna bakaði mér, sem þó var fæddur í guðs mynd, óbærilegar þjáningar! Nú fékk ég aldrei frið, hvorki nótt né dag. Á daginn skildi kötturinn aldrei við mig eitt augnablik. Og á nóttunni var ég alltaf að hrökkva upp eftir ógeðslega drauma. Þá fann ég andardrátt kattarins leika um vitin á mér og hann sjálfan eins og á bring- unni á mér. Kötturinn var lifandi martröð. Eymd min var svo gífurleg að það lítið af góöu, sem kannski var til í mér, hvarf alger- lega. Illar hugsanir voru eini félagsskapur minn, dimmar og djöfullegar hugsanir. Þung- lyndi mitt varö að hatri til alls og allra en því miður var það konan mín, þolinmóð og aldrei kvartandi, sem ofsaköst mín og stjórnlaust æði bitnaði fyrst og fremst á. Við vorum bláfátæk og áttum heima í hús- garmi sem var kominn að því að hrynja. Einn daginn áttum við bæði erindi samtímis ofan í kjallarann. Kötturinn elti mig niður breiðan stigann. Ég hrasaði um hann og var rétt að segja dottinn. Þá greip mig óstjórnlegt æði. Ég þreif öxi, gleymdi alveg hinum barnslega kvíða, sem alltaf hafði verið í mér, og reiddi öx- ina að kettinum. Höggið hefði steindrepið kött- inn ef það hefði hitt hann eins og ég ætlaðist til. En konan mín greip í handlegginn á mér svo að mér skeikaði. Ég varð enn óðari en áður við það að hún reyndi að hindra mig. Ég hristi 34 VIKAN 15TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.