Vikan - 26.07.1990, Qupperneq 41
hæröur og með grátt yfirskegg. Framkoma
hans, sem var djarfleg og viðfelldin, benti til
þess að hann væri skipamiðlari sem hefði
dregið sig í hlé með laglegan skilding í handr-
aðanum. Kona hans var há, kraftalega vaxin
og harðleg á svipinn. Hún var munnstór og
nefstór, hafði gróft Ijóst hár og veðurbitið
andlit. Hún var ekki aðeins hversdagsleg held-
ur Ijót. Dýru, fínu fötin fóru henni illa og hefðu
hentað betur átján ára gamalli stúlku en frú
Craig sem var um fertugt.
- Þeim þykir svo vænt um hvort annað,
sagði ungfrú Gray, - og þau dýrka barnið sitt.
Þau áttu eins árs gamalt barn og af því réð
ungfrú Gray að þau væru ekki búin að vera gift
lengi. Hún naut þess að sitja og horfa á þau
leika sér við barnið. Á hverjum morgni ók barn-
fóstran út með það en fyrst höfðu foreldrarnir
leikið sér að því frá sér numin að kenna því að
ganga. Þau stóðu nokkur skref hvort frá öðru
og lokkuðu barnið til sín. Þegar það datt var
því lyft upp og faðmað. Að lokum stóðu þau við
vagninn, gældu við það og töluðu við það á
barnamáli eins og þau gætu ekki afborið að
skilja við það.
Þar sem ungfrú Gray vissi ekki skírnarnöfn
þeirra kallaði hún þau Edwin og Angelfnu og
bjó til eftirfarandi sögu um þau: Fyrir mörgum
árum, já kannski tuttugu, höfðu þau verið ást-
fangin hvort af ööru. Þá hafði Angelína verið
yndisleg, ung stúlka og Edwin myndarlegur,
ungur maður sem leit björtum augum á fram-
tíðina. Þau voru bláfátæk og gátu ekki gift sig.
Edwin ákvað að fara til Suður-Ameríku, freista
gæfunnar og koma auðugur aftur til stúlkunnar
sem skyldi bíða hans þolinmóð. Það tæki ekki
nema tvö til þrjú ár, í hæsta lagi fimm ár. Hvað
var það fyrir tvítugar manneskjur sem höfðu
allt lífið framundan sér? Á meðan átti Angelína
auðvitað að búa hjá móður sinni.
En það fór öðruvísi en til var ætlast. Aö fimm
árum liðnum var Edwin jafnbláfátækur og
áður. En ást Angelínu og kærleiksrík bréf
hennar veittu honum hugrekki til að halda bar-
áttunni áfram. Hún hefði gjarnan viljað komatil
hans og heyja baráttuna við hlið hans, en
hvernig gat hún farið frá móður sinni? Þannig
liðu árin. Hár Edwins gránaði og Angelína varð
mögur og Ijót. Dag nokkurn sá hún að æskan
hafði brosað háðslega við henni, hneigt sig og
kvatt. Hún sþurði sjálfa sig hvort Edwin elskaði
sig enn og hvort hann kæmi nokkurntíma aftur.
Þannig liðu tíu ár, fimmtán, tuttugu. Loks skrif-
aði Edwin að nú ætti hann næga peninga til að
þau gætu lifað áhyggjulausu lífi til æviloka. Ef
hún væri fús til að giftast honum kæmi hann
undir eins. Þegar þau hittust sá hún sér til
skelfingar að Edwin leit enn út eins og ungur
maöur. Þó hár hans væri orðið grátt fór það
honum aðeins vel. Sjálfri fannst henni hún
vera jafngömul og Metúsalem og bauð honum
að leysa hann undan heiti sínu. Þá fölnaði
hann og sagði: Viltu mig ekki lengur?
Þá skildi hún - ó, hvílíkur fögnuður - að í
hans augum hafði hún heldur ekki breyst. Og
svo giftust þau.
- Ég er viss um að þetta er rétt, var ungfrú
Gray vön að Ijúka máli síriu. - Og nú lifa þau
hamingjusöm til æviloka.
Meðan ég var að rifja þetta upp hafði hún
gengið út að glugganum. - Nú sé ég, hvers
vegna Craighjónin koma svona seint, sagði
hún allt í einu. - Þau hafa viljað bíða eftir að
barnið kæmi heim.
Ég leit í sömu átt og sá hvar barnfóstran
kom akandi meö vagninn. Craig tók barnið upp
og lyfti því hátt á loft. Frúin horfði hrifin á
hvernig það reyndi að ná i yfirskeggið á hon-
um og brosið gerði ófrítt andlit hennar næstum
fallegt.
Þegar þau komu inn kynnti ungfrú Gray mig
fyrir þeim og sneri sér svo að dómaranum: -
Þetta er Edward Landon - Craighjónin.
Ég hafði vænst þess að dómarinn kæmi á
móti þeim með útrétta höndina en í þess stað
lyfti hann einglyrninu, sem ég hafði svo oft séð
hann nota í réttinum með góðum árangri, og
virti þau vandlega fyrir sér. Svo lét hann ein-
glyrnið falla og sagði: - Góðan daginn. Höfum
við ekki sést áður?
Ég leit á Craighjónin. Þau höfðu fært sig nær
hvort öðru. Þau sögðu ekkert. Frúin virtist
W. SOMERSET MAUGHAM
Þessi enski rithöfundur
fæddist i Paris áriö 1874
og dó í Frakklandi 1965.
Hann varö munaöarlaus
tíu ára gamall en ólst upp
hjá frænda sínum sem
sendi hann til mennta í
læknisfræði. Verk Maug-
hams einkennast fyrst og
fremst af fyrirmannlegu umhverfi, skilningi á
mannlegu eðli og stíl sem er mjög blátt áfram.
Hann starfaði um skeið sem njósnari í fyrri
heimsstyrjöldinni og hefur það líklega haft
nokkur áhrif á heimspekilegar skoðanir hans.
Hann þótti jafnvígur á leikrit og skáldsögur.
skelfingu lostin. Maður hennar var eldrauður í
framan og það var engu líkara en augun ætl-
uðu út úr höfðinu á honum: - Það held ég ekki,
sagði hann, - en auðvitað hef ég heyrt yðar
getið.
Ungfrú Gray hafði verið önnum kafin við að
hrista kokkteilinn og ekki veitt þessu neina at-
hygli. Ég vissi ekki hvað það táknaði - ef það
þá táknaði nokkuð. Atvikið hafði gerst svo fljótt
að ég hélt jafnvel að það stafaði af augnabliks
feimni hjónanna við aö vera kynnt fyrir svo
frægum manni. Svo ég ákvað að reyna að
hjálpa þeim. Við ræddum um hitt og þetta en
dómarinn tók engan þátt í umræðunum heldur
starði niður á tærnar á sér eins og hann hefði
enga hugmynd um nærveru okkar.
Þegar við komum að öðrum réttinum voru
Craighjónin farin að tala frjálsmannlega við
okkur en þau virtust ekki hafa áhuga fyrir öðru
en barninu sínu og útsláttarsemi þjónustu-
stúlkunnar sinnar.
Þá gerðist nokkuð óvænt. Craig reis skyndi-
lega á fætur og féll meðvitundarlaus á gólfið.
Frúin kastaði sér yfir hann, tók höfuð hans milli
handa sinna og hrópaði: - Vertu ekki hræddur
George. Þaö er allt í lagi.
Craig opnaði augun og starði á okkur. Þegar
hann skildi hvað hafði komið fyrir reyndi hann
að rísa á fætur. Við vildum að hann legði sig á
legubekkinn og hvíldi sig en hann vildi fara
heim. Hann reikaði út úr stofunni og studdi sig
við konu sína.
Við vorum að Ijúka morgunverðinum daginn
eftir þegar siminn hringdi. Það var ungfrú Gray
sem sagði að Craighjónin væru horfin. Þau
höfðu tekið barnið og farangur sinn en skilið
eftir peninga á borðinu fyrir húsaleigunni, laun-
um stúlkunnar og reikningnum hjá kaup-
manninum.
Þegar ég kom inn og sagði dómaranum
þessar fréttir svaraði hann engu. Hann tók
vindil, skoðaði hann vandlega og kveikti í
honum.
- Hvað segið þér um þetta? gat ég ekki stillt
mig um að spyrja.
Munið þér eftir Wingfordmorðinu? spurði
hann.
- Ekki það. Þér hafið kannski ekki verið í
Englandi þá. Það var leiðinlegt, þér hefðuð haft
gaman af að fylgjast með því. Ungfrú Wingford
var gömul piparmey sem bjó uppi í sveit með
lagskonu sinni, ungfrú Sterling. Hún virtist vera
við bestu heilsu svo það kom vinum hennar
mjög á óvart þegar hún dó skyndilega. Heimil-
islæknirinn, Brandon að nafni, skrifaði undir
dánarvottorðið og síðan var hún jarðsett. Þeg-
ar erfðaskráin var lesin kom í Ijós að hún hafði
arfleitt lagskonu sína að öllum eigum sínum,
sem voru talsvert miklar. Ættingjunum gramd-
ist það en gátu ekkert gert. Herbergisþerna
ungfrú Wingford, sem var búin að þjóna henni
í þrjátíu ár og þóttist viss um að hennar yrði
minnst í erfðaskránni, hélt því fram að hús-
móður sinni hefði verið byrlað eitur. Hún hótaði
að fara sjálf til lögreglunnar ef ættingjarnir
gerðu það ekki.
í stað þess að leita til lögreglunnar sneru
þeir sér til dr. Brandons. Hann sagði að gamla
konan hefði lengi þjáðst af hjartasjúkdómi og
að þjónustustúlkan hefði alltaf verið afbrýði-
söm út (lagskonuna.
En stúlkan sat fast við sinn keip og að lokum
neyddist lögreglan til að taka málið fyrir. Það
kom í Ijós að gamla konan hafði dáið af of stór-
um skammti af eiturlyfi. Ungfrú Sterling hafði
gefið henni það. Leynilögreglumaður nokkur
komst að því að í þorpinu var almennt álitið að
læknirinn og lagskonan biðu aðeins eftir því að
gamla konan dæi svo að þau gætu gift sig.
Þegar svo var komið tók málið aöra stefnu og
læknirinn var líka handtekinn.
Ég dæmdi í málinu. Þau voru ákærð fyrir að
vera elskendur og að hafa gefið gömlu kon-
unni eitur til þess að ná í peningana sem
ungfrú Sterling hafði fengið húsmóður sína til
að ánafna sér. Þau stóðu sig illa við yfirheyrsl-
una og þó þau hefðu sést kyssast sóru þau
bæði tvö að þau væru bara vinir. Og þó merki-
legt megi viröast kom það líka í Ijós við læknis-
skoðun að ungfrú Sterling var hrein mey.
Brandon sagðist hafa gefið ungfrú Wingford
eiturlyfjatöflurnar en varað hana við að taka of
margar. Verjandinn reyndi að sanna að hún
hefði tekið þær í misgripum eða til að fremja
sjálfsmorð en ég er í engum vafa um að
læknirinn og lagskonan áttu sök á dauða
hennar. En kviðdómur er alltaf óútreiknanleg-
ur. Eftir þriggja tíma umhugsun kvað þessi upp
þann úrskurð að þau væru saklaus. Craighjón-
in heita því réttu nafni Brandon læknir og frú
Brandon. Ég er eins viss um það og ég sit
hérna að þau frömdu miskunnarlaust morð og
hefðu átt skilið að vera hengd fyrir vikið.
- Hvers vegna haldið þér að kviðdómurinn
hafi úrskurðað þau saklaus?
- Eina skýringin, sem ég get fundið, er sú
að þau höfðu aldrei verið saman sem elskend-
ur. Og þegar maður hugsar um það er það
merkilegasta atriði málsins. Konan var fús til
að fremja morð til að fá manninn sem hún elsk-
aði - en hún vildi ekki eiga með honum það
sem í margra augum er ósæmilegt ástarævin-
týri.
- Mannlegt eðli er ákaflega undarlegt, er
það ekki?
15TBL1990 VIKAN 41