Vikan


Vikan - 26.07.1990, Page 47

Vikan - 26.07.1990, Page 47
Samt sem áöur veitti ég því athygli aö hann geymdi þrjár hlaðnar skammbyssur í herberg- inu, eins og hann óttaöist árás. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum. Svo hætti ég því. Fólk var farið aö venjast nærveru hans og enginn haföi áhuga fyrir honum lengur. Heilt ár leið. Morgun nokkurn í lok nóvember vakti þjónninn mig og tilkynnti aö John Rowell hefði verið myrtur um nóttina. Hálftíma seinna gekk ég inn í hús Englend- ingsins ásamt lögreglustjóranum og herforingj- anum. Þjónn Rowells sat ráövilltur og örvænt- ingarfullur framan við dyrnar og grét. Fyrst grunaði ég hann en hann var saklaus. Hinn seki fannst aldrei. Þegar ég kom inn i dagstofu Johns sá ég lík- ið sem lá á bakinu ( miðju herberginu. Vestið var rifið, ermunum hafði verið kippt af jakkan- um hans og allt benti til þess að æðisleg átök hefðu átt sér stað þarna. Englendingurinn hafði verið kyrktur. Andlit hans var svart og þrútið og virtist endurspegla hryllilega skelfingu. Hann hafði eitthvað á milli tannanna og á hálsinum, sem var löðrandi í blóði, voru fimm eða sex holur, eins og þær hefðu verið stungnar með járni. Læknirinn kom nú til okkar. Hann rannsak- aði lengi fingraförin á hálsinum og gaf okkur svo þessa einkennilegu skýringu: - Það er engu líkara en að hann hafi verið kyrktur af beinagrind. Það var eins og kalt vatn rynni niður eftir bakinu á mér og ég leit þangað sem hræðilega höndin hafði verið. Nú var hún þar ekki lengur. Keðjan hékk á sínum staö - slitin. Ég laut yfir líkið og milli samanbitinna tann- anna fann ég einn fingurinn af horfnu höndinni, skorinn - eða réttara sagt sargaðan af upp að öðrum kögglinum. Svo hófst rannsóknin. Hún barengan árang- ur. Það hafði hvorki verið brotist inn um hurð né glugga. Varðhundarnir höföu ekki vaknað. Og að lokum kemur hér vitnisburður þjónsins: í nokkra mánuði hafði húsbóndi hans virst taugaóstyrkur. Hann hafði fengið mörg bréf sem hann brenndi undir eins. Oft hafði hann í einhverju æði, sem nálgað- ist brjálsemi, tekið tág og barið í tryllingi hönd- ina sem fest var við vegginn og nú var horfin um leið og morðið var framið, enginn vissi hvernig. Hann var vanur að fara mjög seint að hátta og læsa vandlega á eftir sér. Hann hafði líka alltaf vopn viö höndina. Oft talaði hann hátt á næturnar, eins og hann væri að rífast við ein- hvern. Hvernig sem á því stóð haföi John engan hávaða gert þessa nótt og það var ekki fyrr en þjónninn ætlaði að opna gluggana að hann fann hann myrtan. Hann grunaði engan sér- stakan. Ég skýrði lögreglunni og embættismönnum frá því sem ég vissi um látna manninn. Undir eins fór fram rannsókn á allri eyjunni. Ekkert fannst. Nótt eina, um þrem mánuöum eftir moróið, fékk ég hræðilega martröð. Mér fannst ég sjá þessa voðalegu hönd hendast um gluggatjöld- in og veggina í herberginu mínu eins og kóngu- ló eða sporðdreka. Þrisvar sinnum vaknaði ég og þrisvar sinnum fór ég að sofa aftur, þrisvar sá ég þessa ógeðslegu hönd þjóta um herbergið og hreyfa fingurna eins og fætur. Daginn eftir var mér færð höndin. Hún hafði fundist á gröf Johns Rowell í kirkjugarðinum. Hann hafði verið grafinn þar af því við gátum ekki haft uppi á fjölskyldu hans. Einn fingurinn vantaði. - Dömur mínar, svona er sagan. Ég veit ekkert meira um þetta. Konurnar voru taugaóstyrkar og fölar. Ein þeirra sagði: - En það er hvorki endir né skýr- ing á þessu. Við getum ekki sofnað nema þér segið okkur álit yðar á því sem gerðist. Dómarinn brosti. - Frúr, ég skal vissulega koma í veg fyrir að ykkur dreymi illa. Ég held blátt áfram að hinn löglegi eigandi handarinnar hafi ekki verið dáinn og að hann hafi komið til að sækja hana með þeirri hendinni sem hann átti eftir. En ég veit ekki hvernig. Þetta var nokkurs konar blóðhefnd. Ein konan muldraði: - Nei, svona getur þaö ekki verið. - Sagði ég ykkur ekki að þið yrðuð ekki ánægðar með skýringu mína? sagði dómarinn og brosti enn. 15TBL. 1990 VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.