Vikan


Vikan - 26.07.1990, Page 65

Vikan - 26.07.1990, Page 65
s ^Jtjörnuspá- Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Lífskrafturinn er hreint aö drepa þig og ef þú ferö ekki varlega er hætt við aö þú hristir af þér flesta vinina. Reyndu aö fá útrás meö útivist eöa erfiö- isvinnu. Nautið 20. apríl - 20. maí Samviska þín er ekki í fullkomnu lagi um þessar mund- ir og ef þú hefur möguleika á aö gera hreint fyrir þínum dyrum ættirðu endilega aö nota tæki- færið. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú er í draumaskapi þessa dagana en ekki eru allir þínir draumar jafnraunhæfir. Reyndu aö velja og hafna í draumamálum og vinna mark- visst aö því að láta suma drauma rætast og fórna öðrum. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Láttu eitthvað eftir þér sem þig hefur lengi langað, segöu meiningu þína eða geröu eitthvaö sem þú hefur ekki haft tíma til aö gera. Þaö léttir á þreytu eöa spennu sem er aö safnast fyrir í huga þínum. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Taktu ekki meira aö þér en þú ræöur viö. Jafnvel Ijón geta orðið þreytt. Þú elskar aö vera miðpunkturinn en eitthvaö verður nú undan aö láta. Veröu frítímanum vel. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Vertu ekki ósanngjarn, aðrir geta líka haft á réttu að standa og því er ekki endilega beint gegn þér. Þú verður fyrir happi og þarft ef til vill aö þakka einhverjum sem lítið ber á. Láttu það ekki bregðast. Vogin 24. sept. - 23. okt. Sólin skín á þig og þú ert með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Eitthvaö eitt mun reynast þér tímafrekara en annað og þú skalt ekki láta á þig fá þó einhverjar tafir verði. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Ef þú ert í hefndarhug, i guðanna bænum bíddu við. Hætt er við aö þú hafir einhvern fyrir rangri sök. Afstaða stjarn- anna er þannig að þú gætir reitt mann til réttlátrar reiði. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Þaö sem þú vilt helst er ef til vill skammt undan en þú verður aö leita þess. Þú mátt búast við óvæntum tíðindum, ef til vill úr fjarlægð. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þig dreymir stundum um það sem þú ekki færð og sérð ekki alltaf björtu hliðarnar á mál- unum. Þér verður sýnt vinar- bragð og ættir ekki að slá á út- rétta sáttahönd. Málin eru í hnút hjá þér og þú verður sjálfur að greiða úr. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þú ert kominn út á hálan ís og nú er tími til kominn að doka við og athuga hvar þú stendur. Margt hefur breyst í lífi þínu á skömmum tíma og þú þarft að taka tillit til annarra. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Óvenjuhressileg vika hjá fiskunum. Þeir gætu jafnvel átt það til að taka ákvörðun í einhverju máli og það eru stór- tíðindi þegar fiskur á í hlut. Dómgreindin er með besta móti. Rómantíkin ekki langt undan. NVALDARHREYFINGIN Frh. af bls. 61 þroska innsæi“ þátttakenda. Leifur Leopolds- son hefur jafnframt kynnt sér kristalheilun, það er notkun steina og kristalla, einkum kvarts- kristalla, til lækninga. Leifur Leopoldsson rekur Nándar- og næmiþjónustuna. LÍFSAFL - ÍSLANDSKLÚBBUR Friðrik Páll Ágústsson er forstöðumaður Lífs- afls - íslandsklúbbs. Takmark klúbbsins er aö „efla mannrækt og kryfja dulrænar hliðar á líf- inu“. Friðrik Páll Ágústsson hefur haldið nám- skeið í „hugrækt, heilunog líföndun". Líföndun (rebirthing) er áhrifarík öndunartækni sem byggist á samfelldri og inn- og útöndun. Upp- hafsmaður hennar er Bandaríkjamaðurinn Leonard Orr. Hann notaði þessa öndunar- tækni fyrst með öndunarpípu undir vatni, í baðkeri eða í heitum potti. Leonard Orr fullyrti að þessi tækni gerði fólki mögulegt að endur- lifa fæðingarreynsluna. Öndunarferlið, sem Leonard Orr uppgötvaði, er í reynd ævaforn öndunaraðferð úr Kriya-yoga. NUDDSKÓLINN - RAFN GEIRDAL Rafn Geirdal er löggiltur sjúkranuddari og skólastjóri Nuddskólans. Rafn Geirdal rak áður Nuddmiðstöðina og hefur á undanförnum árum haldið fjölmörg námskeið á sviði nudds og heilsufræðslu. Nuddskólinn býður upp á tveggja ára nám í slökunarnuddi, heildrænu nuddi og partanuddi. „Þetta er forvarnastarf," sagði Rafn Geirdal, „til þess að menn öðlist líkamlega, hugræna og andlega heilsu. Það er ótrúlegt hve íslendingar þjást af alls kyns kvill- um og streitu sem er ein helsta orsök vöðva- bólgu. Þessar aðferðir eru frábrugönar þessu sígilda sænska nuddi, þar sem tæknin skiptir mestu máli, strokurnar í þessum aðferðum eru mýkri. Djúpslökun gerir það að verkum að til- finningar róast og hugurinn verður skýrari. Nudd er ein öflugasta aðferðin til þess að halda heilbrigði og erlendis er farið að leggja æ meiri áherslu á nudd til almennrar heilsu- gæslu." BETRA LÍF Betra líf er verslun í anda nýrrar aldar. Versl- unin hefur á boðstólum vandaðar bækur um allt hugsanlegt efni sem snertir mannrækt og dulræna eða yfirskilvitlega vitundarreynslu. ( versluninni fæst á kassettum mikið úrval slök- unartónlistar og tónlistar til hugleiðslu. Enn- fremur kristalkúlur, pendúlar, ilmolíur, reykelsi og margar gerðir tarotspila. Hálsmen með stjörnumerkjum og sérstæðar styttur og veggspjöld. Einnig seguljöfnunararmbönd sem hönnuð eru eftir ævafornum austurlenskum fyrirmyndum og margir telja að bæti andlega og líkamlega líðan. Verslunin Betra líf hefur sömuleiðis á boðstólum kristalla og orkusteina og ýmislegt er varöar frumspeki indíána Norð- ur-Ameríku og þekkingarleit seiðmannna. HUGRÆKTARHÚSIÐ Hugræktarhúsið er fræðslu- og þjónustumið- stöð sem byggir starfsemi sína á heildrænum aðferðum. Á næstu mánuðum verður Hug- ræktarhúsið með námskeið í sjálfstyrkingu karla, Mikailfræðum, fornri töfralist seiðmanna, reiki og dulskynjunum Erlu Stefánsdóttur, svo að einhver dæmi séu nefnd um þá fjölbreyttu starfsemi sem Hugræktarhúsið hyggst hafa á dagskrá sinni. Forstöðumaður Hugræktar- hússins er Helga Ágústsdóttir. ÁSKRIFTAR- SÍMI 83122 15TBL.1990 VIKAN 65

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.