Vikan - 30.05.1991, Page 7
HVAÐ SEGIR NYJA KONAN?
Hún er um fertugt, glæsi-
leg kona og vel menntuð.
Fyrir rúmum tveimur
árum giftist hún núver-
andi eiginmanni sínum.
Aðspurð um fyrstu kynni
þeirra hjóna segir hún
þau hafa kynnst á vinnu-
stað og strax hafi mynd-
ast mjög sterkt samband
á milli þeirra.
„Það var eins og við hefðum
alltaf þekkst og einungis verið
að bíða hvort eftir öðru. Við
urðum mjög ástfangin og hitt-
umst eins oft og við gátum."
Á þessum tíma var maður-
inn giftur og átti þrjú börn meö
konu sinni. Stuttu eftir að hann
kynntist viðmælanda okkar
sagöi hann konu sinni allt af
létta, fór að heiman og tók upp
sambúð með nýju konunni.
Þetta gerðist á afar skömmum
tíma og skildi eftir sig mikil sár-
indi og illindi. Vikunni lék for-
vitni á að kynnast reynslu nýju
konunnar og komst að því að
hún hefur að eigin mati greitt
samband sitt við manninn afar
dýru verði, svo dýru að þaö
liggur við að það hefði varla
verið þess virði hefði hún vitað
hvað framundan var. En við
skulum heyra sögu hennar.
- Var þér Ijóst í upphafi að
maðurinn var giftur?
„Já, hann sagði mér það
strax. Hins vegar sagði hann
einnig að hann sæi ekki hvern-
ig hjónaband hans ætti að
geta fært honum hamingju í
framtíðinni. Sagðist hann oft
hafa hugleitt skilnað af fullri al-
vöru og þau hjónin margoft
rætt um skilnað sem lausn á
ff Ef einhver heldur
að fil sé sá aðili sem hefur
slíkt aðdráttarafl að hann
geti splundrað
hamingjusömu hjónabandi
þá segi ég hinum sama að
hann hafi rangt fyrír sér.
Það fær sér enginn
hamborgara niðrí í bæ ef
hans bíður stórsteik heima.
Svo einfalt er það. f f
sínum vandamálum. Ekki
höfðu þau þó látið til skarar
skríða en báðum var Ijóst að
hjónabandið var í raun löngu
búið.“
- Hver voru viðhorf þín
gagnvart því að verða viðhald
mannsins?
„Strax í upphafi gerði ég
honum Ijóst að ég yrði aldrei
viðhald hans. Hann hafði held-
ur ekkert slíkt í huga enda
lengi þráð samband við konu
sem hann elskaði og gæti ver-
ið hamingjusamur með. Ég ef-
aðist aldrei um aö honum væri
full alvara með mig. Stuttu eftir
að við kynntumst sagði hann
mér að hann væri búinn að
taka þá ákvörðun að skilja við
konu sína. Ég lagði á það ríka
áherslu að það væri hans
ákvörðun og að hann blandaði
mér ekki í það enda hafði ég
aldrei lagt að honum að skilja
við konu sína."
Frh. á næstu opnu