Vikan


Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 9

Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 9
ekki hvað síst viðhaldið. Við skulum nú kynnast viðhorfum og reynslu ungrar konu sem var í nánu sambandi við gift- an mann í tvö ár, mann sem samkvæmt hennar frásögn hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum þrátt fyrir að hafa verið giftur sömu konunni í áratugi. framferðið eða lokar aug- unum fyrir staðreyndun- um þar sem þær gætu reynst of sárar til að horf- ast í augu við þær. Fórn- arlömbin í slíkum sam- böndum eru mörg, börn- in, makinn og kannski á samband ykkar? „Það hefur frekar fært okkur nær hvorf öðru ef eitthvað er. Aftur á móti hefur faðir þeirra tekið þetta mjög nærri sér sem er eölilegt og allir foreldrar myndu gera.“ - Hvað um þína nánustu? Mættir þú hneykslun frá þeim þegar samband ykkar varð lýðum Ijóst? „Þeir sem hneyksluðust voru ekki ættingjar mínir né vinir heldur ýmsir karlmenn sem í mörg ár höfðu reynt að gera mig að viðhaldi sínu. Það voru mennirnir sem varla héldu vatni vegna hneykslunar á sambandi okkar og síðar hjónabandi. Þaö sýnir best hvað mórallinn er tvöfaldur í þessu þjóðfélagi. Það að ganga hreint til verks getur þýtt gapastokkinn en þeir sem fela sleppa.“ - Nú eru liðin tæp þrjú ár frá þvi að þið hittust fyrst. Þeg- ar þú lítur til baka yfir þetta tímabil er þá eitthvað sem þú myndir gera öðruvísi ef þú stæðir í sömu sporum aftur? „Þegar ég lít til baka finn ég einna mest fyrir þreytu og sár- indum. Þetta hefur verið ótrú- lega erfitt. Það eina sem ég gerði var að elska þennan mann og langa til að eyða líf- inu meö honum. Allar sögurn- ar sem sagðar hafa verið um okkur, allt sem hefur verið gert til að reyna að eyðileggja sam- band okkar, allir draugarnir sem dregist hafa inn í hjóna- band okkar úr fortíðinni, þeir rísa upp og öskra framan í okkur þegar við eigum síst von á. Það er eins og viö fáum aldrei friö til að vera saman og njóta hvors annars því það er alltaf eitthvað annað sem verður að sinna, eitthvað sem var til löngu áöur en ég kom til sögunnar. Mér finnst stundum ótrúlegt hvað geta orðið mikil sárindi og vandamál til við slit á annars óhamingjusömu hjónabandi, hvers vegna fólk getur ekki tekið hlutunum eins og þeir eru, sætt sig við þá og lifað eftir því. Mér hefur vita- skuld oft liðið illa yfir að vera úthrópuð sem vonda konan sem eyðilagði hjónaband og svipti börn föður sínum. Verst hefur mér liðið vegna þess að þetta er svo rangt. Ég eyði- lagði ekki neitt sem ekki var þegar eyðilagt. Skilnaður er ekki eitthvað sem skellur á eins og óveður að nóttu. Undanfarinn á ekki aö dyljast neinum hvort sem hann vill horfast í augu við staðreyndir eöa ekki.“ - Hvað um framtíðina? „Umhverfið hefur gert okkur mjög erfitt fyrir alveg frá byrjun. Það er ekki réttlátt að ástin þurfi að kosta svona mik- ið en við höfum staðið allt af okkur hingað til og ég vona að við getum haldið því áfram. □ „Ég var nítján ára gömul þegar ég hitti manninn fyrst. Við skulum kalla hann Jón vegna þess hversu algengt það nafn er. Þegar við hittumst fyrst fór ekki fram hjá neinum að hann fékk mikinn áhuga á mér. Aftur á móti fannst mér hann ekkert sérstaklega myndarlegur og alls ekki sú manngerð sem ég var vön að verða hrifin af. Einnig var hann miklu eldri en ég og á þeim árum var maður ekkert spenntur fyrir slíkum sam- böndum. En hann gafst ekki upp, í rúmt ár gekk hann á eftir mér með grasið í skónum og þar kom að ég gat ekki staðist hann lengur. Ég vissi frá byrjun að mað- urinn var giftur og slíkt sam- band kom aldrei til greina frá minni hálfu. Þá trúði ég á hjónaband og fannst það vera endanlegt og að sá sem var giftur ætti ekki að láta sér til hugar koma að líta á annan en maka sinn. Ég held varla að ég hafi vitað að það tíðkaðist að fólk héldi fram hjá. Ég hafði aldrei kynnst slíku í uppeldi mínu eða umhverfi. Ég var alin upp á trúuðu heimili og var trúuð sjálf og framhjáhald samrýmdist ekki mínum Iffs- skoðunum. Þegar Jón áttaði sig á þessu skipti hann um að- ferðir við mig. Hann sagði mér að hann væri skilinn við konu sína og lagði fast að mér að hefja samband með sér. Þegar þarna var komið sögu var ég orðin mjög ástfangin af honum enda hefur hann óvenju mikla persónutöfra og hefur mikil áhrif á fólk. Frá upphafi hefur það verið þannig Frh. á næstu opnu VERTU RATVÍS FARÞEGI í SUMAR Hjá okkur getur þú valið úr ferðum Flug, bíll og sumarhús. Ferðir til Möltu. iþróttaskóli Bobby Charlton. Erum með yfir 200 málaskóla í rúmlega 20 lönd- um. Mauritius, Mexíkó, Bandaríkin. Ferðir með er- lendum ferðaskrifstofum. Vertu ratvís farþegi í sumar, það getur borgað sig. RATVÍS Travel Hamraborg 1-3, sfmi 641522 11.TBL1991 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.