Vikan - 30.05.1991, Síða 18
VIÐTAL: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: BINNI
- segir „Tvíburinn" Örn Árnason leikari
Veröur þú aldrei
þreyttur," spyr grút-
syfjaöur blaðamaður
Vikunnar Örn Árnason leikara,
þegar hún loks fær viötalsbil
viö hann klukkan tvö eftir mið-
nætti. Vinnudagur Arnar er þá
aö nálgast sextán tíma; hann
hefur æft nýtt leikrit eftir Kjart-
an Ragnarsson frá tíu um
morguninn, fengiö tvö tuttugu
mínútna matarhlé og haldið
síöan sleitulaust áfram til rúm-
lega eitt um nóttina viö aö reka
smiðshöggið á síðasta
Spaugstofuþátt vetrarins.
„Nei, ég er almennt voöa lít-
iö þreyttur," svarar Örn. „Nú
ætla ég heim aö horfa á vídeó
til þrjú. Ég á að mæta á æfingu
í Þjóðleikhúsinu í fyrramálið
og fer síðan í upptöku Spaug-
stofunnar klukkan eitt á
morgun. Það kemur sér vel aö
þurfa lítinn svefn,“ bætir hann
viö.
Örn Árnason leikari er full-
trúi Tvíburamerkisins aö
þessu sinni. Örn hefur tungl
(tilfinningar) í Bogmanni, rís-
andi og Merkúr (hugsun) í
Krabba og Venus og Mars í
Ljóni. Hvernig er svo ein-
staklingur sem svona er sam-
settur? Merkúr, pláneta rök-
hugsunar og miðlunar er afar
ÖLL HLJÓDF4RI PERSÓNULEIKANS
TVfBURINN í GOÐAFR4ÐINNI
Tviburinn er þriðja merkiö í
stjörnuhringnum, breyti-
legt loft. Þegar litiö er til
stjarnanna kemur í Ijós að
stóru stjörnurnar tvær, er bera
nafn hinna goðsögulegu tví-
bura, Castors og Pollux, eru
mest áberandi í þeirri sam-
stæðu fastastjarna sem einu
nafni nefnast Tvíburarnir.
I Ódysseifskviðu er Hómer
látinn segja um tvíburana að
Castor sé hestatamningamað-
ur og Pollux hnefaleikamaður.
í Ijósi stjörnuspekinnar á þetta
vel við. Castor er dauðlegur
hestatemjari en Pollux hinn
ódauðlegi hnefaleikamaður;
maður sem notar hendurnar
og þarf á því að halda að vera
lipur í hreyfingum. Þetta gæti
ýmsum sem til þekkja þótt full-
komin lýsing á einstaklingi í
Tvíburamerkinu.
Rómverjar voru sérlega
hrifnir af hugtakinu um tví-
buraguði. Það voru tvíbura-
bræðurnir Rómúlus og Remus
I
Q
a.
O
n.
sem komu Rómaborg á lagg-
irnar og á tímum heimsveldis-
ins voru Castor og Pollux í
hávegum hafðir á (talíu. Þeir
voru sagðir verndardýrlingar
sjómanna og hof var byggt
þeim til heiðurs við höfnina í
Róm.
„HVERS VEGNA?"
Skapgerð Tvíburans er í meg-
inatriðum eins og barnsins
sem ávallt spyr „hvers
vegna?“ Hann er fullur áhuga
á samskiptum fólks, hlutum og
hugmyndum og reynir stöðugt
að víkka skilning sinn á þeim
efnum. Hugur hans er á
stöðugum þeytingi við að
rannsaka eins margar hliðar
hvers máls og hann sér og við
að búa til þá fleti sem ekki
ÞEKKT FÓLK í TVfBURAMERKINU
Bjarni Dagur Jónsson
Bubbi Morthens
Guðmundur Kamban
Guðrún Agnarsdóttir
Hrafn Gunnlaugsson
Jóhann Sigurjónsson
Jónas Árnason
Karl Steinar Guðnason
Kristbjörg Kjeld
Kristinn Hallsson
Kristján Jóhannsson
18 VIKAN 11.TBL.1991