Vikan


Vikan - 30.05.1991, Page 20

Vikan - 30.05.1991, Page 20
finnst nafnið sitt svo fallegt, að börnin heita eiginlega bæði í höfuðið á honum,“ segir Jó- hanna og hlær. „Annars er hann yndislegur strákur, bæði hlýr og einlægur," bætir hún við. „Hin hliðin á honum, sem við heimafólkið fáum að njóta, er sú að hann yrkir Ijóð, málar málverk og svo er hann lista- smiður líka. Hann flísaleggur allt hérna heima, smíðar ver- önd og svo er bílskúrinn fullur af flugvélamódelum sem hann hefur smíðað frá grunni." Handlagni Tvíburans er við- brugðið, svo það er 1-0 fyrir stjörnuspekina eins og vana- lega. „Móðurafi minn var smiöur og mikill hagsleiks- maður svo þetta er í litningun- um,“ er svar Arnar. Krabbi rísandi bendir til þess að hann sé stundum op- inn og öruggur en eigi til að vera hlédrægur. Einnig að hann sé varkár í framkomu og fari varlega f að hleypa öðrum nálægt sér. „Þetta er kórrétt lýsing á mér,“ segir Örn. „En samt er mér kannski best lýst með einu orði: lífsgleði. Mér leiðist að leiðast og reyni að gera allt til að láta mér ekki leiðast. Lífsgleðin er alltaf til staðar í kringum mig.“ EINS OG TANNKREMSTÚPA Auk Krabba rísandi er Örn með Merkúr (hugsun) í Krabba. Linda Goodman segir í bók sinni um stjörnumerkin að það sé óvenjulegur Krabbi sem ekki dýrki móður sína. Hvað hefur Örn um það að segja? „Ég heyrði einu sinni mjög skemmtilega samlíkingu. Hún var þannig að þolinmæði móð- ur væri eins og tannkrems- túpa. Hún er aldrei alveg búin. Það má alltaf kreista aðeins meira úr henni. Þetta á vel við þær mæður sem ég þekki. Ég þekki nefnilega öndvegis- mæður." Samkvæmt kortinu vill Örn ekki fara hefðbundnar leiðir í ástarmálum. Hann laðast að óvenjulegu fólki en mikilvægt er að hann umgangist þroskað fólk þar eð sambönd hans þurfa að byggjast á gagn- kvæmum skilningi. „Þetta er mjög heiðarlegt. Það er miklu skemmtilegra að vera innan um gáfað fólk held- ur en eintóma vitleysinga. Það gengur ekki upp, nema fólk fái Örn er dæmigerð- ur Tvíburi að sögn eiginkonu hans. þá hreinlega borgað fyrir að láta eins og vitleysingar." „VEITHVAÐÉG GETOG HVAÐ EKKI“ Mars í Ljóni skapar leikrænan og dramatískan einstakling sem beitir sér þannig að tekið er eftir. Hann vill stjórna og vera í miðju og framkvæma með vissum stíl og glæsibrag. Stoltiö getur þó leitt til þess að hann sé stundum of viðkvæm- ur fyrir sjálfum sér og eigi erfitt meö að þola gagnrýni. „Já, þetta kemur fyrir. Það er engu við þetta að bæta, mér þykir þetta mjög lipurlega að orði komist." „Örn er mjög rómantískur og ef við ætlum út að borða pantar hann borð á besta staðnum og lætur kampavín bíða eftir okkur við borðið," segir Jóhanna. Örn bætir við að hann færi konu sinni oft fresíur; því þær ilmi vel. „Maö- ur þarf að rækta rómantíkina og viðra hana eins og hverja aðra tík,“ segir hann síðan. Satúrnus í Steingeit bendir til að viðkomandi hræðist ábyrgð og sé óöruggur um stöðu sína í þjóðfélaginu. Til að öðlast frelsi þarf þessi sami aðili þó að takast á við þjóðfé- lagiö og viðurkenna metnað sinn. Þar sem Satúrnus er [ sínu eigin merki í Steingeitinni má búast við að viðkomandi gangi vel að yfirstíga nei- kvæðar hliðar hans. „Nei, nei, nei. Langt því frá, maður. Þó er ég nú enginn vindgapi. Ég veit alveg hvað ég get og hvað ekki og er ekk- ert að takast á við það sem ég ekki veld. En ég hræöist ekki ábyrgð." LÆKNINGAR ANNARS HEIMS Frh. af bls. 17 EFTIRMÁLI Amma þess sem þetta ritar hefur árum saman þjáðst af þrásæknum hósta. Hún hefur leitað til lækna oa tekið inn ýmiss konar lyf án þess að breyting hafi orðið til batnaðar. Ég spurði því Einar Bjarnason hvort hann gæti orðið henni að einhverju liði. Einar bað mig um að hafa sam- band við ömmu mína, sem býr á Akranesi, og biðja hana um að halda kyrru fyrir milli klukkan átta og níu þetta sama kvöld því þá hygðist hann senda henni heilunarorku. Til þess að kanna hvort hún yrði ein- hvers vör, án þess að hún vissi hvað til stæði, sinnti ég ekki þessum fyrirmælum Einars. Daginn eftir fór ég síðan til Akraness. Þegar ég hitti ömmu mína spurði ég hana hvort hún hefði horft á sjónvarpsfréttirnar kvöldið áður. Hún samsinnti því en sagði síðan að um það leyti sem fréttirnar voru að hefjast hefð hún fundið fyrir sérkennilegum hitas- traumi í brjóstholinu! Þetta hafði varað í dágóða stund og síðan er hún allt önnur til heilsunnar. □ ◄ Þessar Kirlían-ljósmyndlr sýna útgeislun á fingurgómi huglæknis fyrir og eftir heilun. Eins og sést greinilega á myndinni til hægri hefur útstreymi hugiæknisins aukist til muna viö heilunina.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.