Vikan - 30.05.1991, Page 23
Árar og segl eru einu öf lin sem bera munu svissnesku víkingana yf ir hafið. Áhöfn
norsk/íslenska skipsins, sem einnig er eftirmynd Gaukstaðaskipsins fræga og
sigla mun sömu leið í sumar, er hins vegar grunuð um að hafa smyglað lítilli vél
um borð ... til vonar og vara.
og fyrsta júní átti siglingin sjálf
aö hefjast frá Björgvin í Noregi
meö viðkomu á Hjaltlandi,
Færeyjum, Islandi, Græn-
landi, Vínlandi og loks í Nýju
Jórvík í ágúst.
Um leið og pjötlurnar veröa
orðnar þurrar á ný stendur til
að leggja aftur í hann á opnu
sinni á einum áfanga til gamla
heimsins.
Þetta er áætlunin. Það er
hins vegar líkt því að læra að
synda í baðkari og læra út-
hafssiglingar á lygnu fjalla-
vatni. Þegar komið er út á úfið
Atlantshaf mega Alpabúarnir
eiga von á ýmsu óvæntu. Hug-
rekkið vantar þá þó ekki. □
Jean-Luc Gautier fékk þá hugdettu að hafið ætti betur við hann en
eyðimörkin og hellti sér því út f 13 milljóna króna víkingaævintýri.
að sigla yfir Atlantshafið í fyrre
eru fjallavíkingarnir fyrst núna
að leggja í hann. Þessi töf ger-
ir það að verkum að þeir ráð-
gera að koma til Reykjavíkur á
sama tíma og norsk/íslensk
leiðangurinn. Og það er ekk
eina tilviljunin því skip Sviss-
lendinganna og stærsta
í norsk/íslenska flotanum og
það eina sem sigla mun alla
leið eru bæði smíðuð að fyrir-
mynd Gaukstaðaskipsins sem
fannst fyrir hundrað árum og
er nú á safni í Osló.
Jafnvel fyrir vanan sigl-
ingamann eru víkingaskip
álíka flókin í meðförum og
uxakerra fyrir reyndan trukka-
bílstjóra. Skip fjallavíkinganna
var smíðað á ströndum Genf-
arvatnsins og fyrsta reynslu-
siglingin á vatninu endaði illa.
Víkingaskip hafa líkt og uxa-
kerrur tilhneigingu til að fara
helst þangað sem þeim sjálf-
um sýnist. Ellefu manna
áhöfnin réö ekkert við skipið
og það lenti beint uppi í fjöru.
Góðu fréttirnar voru þær að
skipsteikningarnar frá árinu
900 stóðust þessa uppákomu.
Þótt áhöfnin væri felmtri slegin
sá ekkert á skipinu.
Þessi prófraun sannfærði þó
ekki yfirvöld. Öryggismál
sjómanna hafa þróast töluvert
á ellefu hundruð árum og eng-
inn vildi því skrá víkingaskipið,
sem nú hafði fengið nafnið
Vínland. Það þurfti að leita alla
leið til Gíbraltar til að fá skipið
skráð og því siglir það undir
fána bresku nýlendunnar.
Eftir stífar æfingar ööluðust
víkingarnir sjálfir líka sjálfs-
traustið á ný og í apríl lögðu
þeir loks í fyrsta áfangann,
þriggja daga ferð á flutningabíl
til sjávar. Maí átti að nota til að
reyna skipið á Norðursjónum
París til Dakar á reiðhjóli getur
endalaus eyðimörkin haft
undarleg áhrif á heilabúið. [
miðri Sahara var hjólreiða-
kappinn Jean-Luc Gautier orð-
inn leiður á þurrum sandinum.
Honum flaug í hug að úr því
hann væri frá Normandí f
Frakklandi hlyti hann, eins og
nafnið á héraðinu gefur til
kynna, að hafa víkingablóð f
æðum. í stuttu máli ákvað
hann að smíða sér víkinga-
skip og sigla því til Ameríku.
Það voru aðeins þrjú vanda-
mál í veginum. Hann bjó í fjög-
ur hundruð metra hæð í sviss-
nesku Ölpunum, víðs fjarri
bæði hafi og hefðbundnum
víkingaslóðum, hann hafði
aldrei migið í saltan sjó og
gangverðið á góðu víkinga-
skipi er vart innan við þrettán
milljónir króna.
Pilturinn var ekki að láta slík
smáatriði á sig fá og hellti sér
út í smíðina. Hún tók lengri
tíma en ætlað var. í stað þess
◄ Glæsilegt átján metra langt
vikingaskipiö er með stærstu
skipum sem sést hafa á
Genfarvatninu en að læra
úthafssiglingar þar
erlíktog að læra að
synda í baðkari.
11.TBL.1991 VIKAN 23