Vikan - 30.05.1991, Page 28
TEXTI: GUÐRÚN BERGMANN
RITHÖFUNDURINN FRANK WATERS:
Hann svipti hulunni
af leyndardóm um
Hopi-indíánanna
Við vorum varla búin að
heilsa vini okkar David Car-
son á heimili hans í Taos í
september þegar hann
sagði: „Á fimmtudaginn er
dagur Franks Waters hér í
Taos og hann og Barbara
kona hans hafa boðið okkur
í te. Hafið þið áhuga á að
koma með?“
Ég var fljót aö svara játandi
fyrir hönd allra. Nafnið eitt var
nóg til aö gera mig spennta.
Það var stórkostlegt að fá
tækifæri til að heimsækja
mann sem hafði skrifað ótal
margar bækur um indíána og
menningu þeirra og meðal
annars verið fyrsti maðurinn
sem fékk Hopi-indíánana til að
tjá sig um spádóma sína og
trúarbragðaiðkun. Af öllum
indíánum í Bandaríkjunum
hefur Hopi-ættflokkurinn hald-
ið einna lengst í fornar hefðir í
lifnaðarháttum og siðum. Þeir
halda því reyndar fram að þeir
séu fyrsti þjóðflokkurinn sem
tók sér búsetu í Bandaríkjun-
um. Frank bjó meðal þeirra í
þrjú ár meðan hann var að
safna efni f bók sína The Book
of the Hopi en hann er einmitt
þekktur fyrir vönduð vinnu-
brögð við bækur sínar og fyrir
að leggja mikla undirbúnings-
vinnu í þær. Venjulega vinnur
hann að hverri bók í tvö til þrjú
ár áður en hún fer í útgáfu.
Þegar ég spurði hann hvort
hann hefði lært að tala mál
Hopi-indíánanna á meðan
hann dvaldi meðal þeirra
sagði hann: „Nei, ég notaði
túlk allan tímann. Indíánar
hafa mjög sérkennilegan
framburð. Það er eins og allt
sem þeir segja komi neðan úr
koki og þegar þeir tala saman
hreyfa þeir varla varirnar.“
Daginn sem teboðið var
keyrðum við frá heimili Davids
upp til Arroyo Seco þar sem
Frank býr. Arroyo Seco er
nafn á smáþyrpingu húsa í
dalnum upp af Taos, á mörk-
um friðarsvæðis indíána.
Raunar lenti húsið hans Franks
inn á friðarsvæðinu þegar það
var stækkað. Á leiðinni til hans
ókum við eftir örmjóum hlykkj-
óttum vegi. Það lá við að mað-
ur þyrfti að flauta fyrir horn því
gróðurinn og trén byrgðu allt
útsýni. Eftir um tuttugu mín-
útna akstur beygöi David
skyndilega til vinstri, að því er
virtist beint inn í trjáþykkni. Við
nánari athugun kom inn-
keyrsla í Ijós undir þéttum
Greinar-
höfundur
ásamt rit-
höfundin-
um Frank
Waters.
trjágróðrinum og við vorum
komin á leiðarenda. Barbara
kom til dyra og tók á móti
okkur. Við höfðum búist við að
við værum að fara í stórt hóf,
en við vorum einu gestirnir.
Það var okkur mikill heiður.
Frank sagði þegar við komum
inn í stofuna: „David talaði svo
mikið um íslandsferðina sína
að ég mátti til með að hitta vini
hans þegar ég frétti að þeir
væru hér á ferð.“
Heyrnin er aðeins farin að
gefa sig hjá þessum aldna
heiðursmanni, en hann er
kominn yfir áttrætt. Við feng-
um okkur sæti þeim megin
sem „góða eyrað" sneri og ósk-
uðum honum til hamingju með
daginn. Hann brosti við og
sýndi okkur heiðursskjalið
sem honum hafði verið afhent
þegar 13. september var gerð-
ur að degi Franks Waters.
„Borgarstjórinn bauð mér í
mat,“ sagði hann „og ég
mátti bjóða vinum mínum með
en ég er orðinn svo gamall að
allir vinir mínir eru dánir.“ Og
svo hló hann við.
Hann býr í húsi sínu í Arro-
yo Seco á sumrin en á veturna
flýr hann kuldann til Arizona
þar sem hann á einnig hús.
Stærsti hluti hússins í Arroyo
Seco er 150-200 ára gamall
og telst frekar gamalt á þessu
svæði. Það er byggt sam-
kvæmt byggingarlagi ná-
grennisins, með þykkum leir-
veggjum, litlum gluggum og
viðarbitum í lofti. Að innan er
húsið eins og safn. Allt í kring-
um mann getur að líta muni
sem Frank hefur viðað að sér
víða um Bandaríkin og Suður-
Ameríku. „Evrópa hefur aldrei
heillað mig enda hef ég aldrei
farið þangað. Aftur á móti
28 VIKAN 11.TBL1991