Vikan


Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 37

Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 37
Johnny. Eins og þú segir bregðast handleggirnir' ótrúlega vel við. En það hefurátt sér stað hrörnun. Meðferð þín verður löng og ... ætti ég aö Ijúga að þér? Nei, það held ég ekki. Hún verður löng og sársaukafull. Þú munt fella þín tár. Þú gætir farið að hata sjúkraþjálfarann. Þú gætir orðið ástfang- inn af rúminu þínu. Og það þarf að gera aðgerðir - aðeins eina ef þú ert mjög heppinn, en kannski allt að fjórar - til að lengja liðböndin. Þessar að- gerðir eru nýjar ennþá. Þær gætu heppnast full- komlega, að hluta eða alls ekki. En þó, ef Guð lofar, trúi ég því að þú eigir eftir að ganga aftur. Ég held ekki að þú farir nokkurn tíma á skíði eða í hindrunarhlaup en þú gætir hlaupið og þú munt áreiðanlega synda.“ „Þakka þér fyrir," sagði Johnny. Hann fann til skyndilegrar væntumþykju til þessa manns með hreiminn og skrítnu klippinguna. Hann langaði að gera eitthvað fyrir Weizak í staðinn - og með þeirri tilfinningu kom hvötin, næstum þörfin, fyrir að snerta hann. Hann teygði sig og tók hönd Weizaks í báðar sínar. Hönd læknisins var stór, með djúpum línum, hlý. „Já?“ sagði Weizak góðlega. „Og hvað er nú þetta?“ Og allt í einu breyttist allt. Það var ómögulegt að útskýra hvernig. Nema allt í einu fannst honum Weizak mjög skýr. Weizak virtist... skaga út, út- línur hans baðaðar i fallegri, tærri birtu. Hann fór aö skilja. „Fáðu mér veskið þitt,“ sagði Johnny. „Vesk ... ?“ Weizak og Brown litu hvor á ann- an og var brugðið. „Það er mynd af móður þinni í veskinu þínu og hana þarf ég að fá,“ sagði Johnny. „Geröuþaö. “ „Hvernig vissirðu það?“ „Gerðu það!" Weizak horfði á Johnny andartak, fór síðan hægt undir sloppinn og kom fram með úttroðið og þvælt seðlaveski. „Hvernig vissirðu að ég væri með mynd af móð- ur minni? Hún er dáin, hún dó þegar nasistar her- námu Varsjá..." Johnny þreif veskið úr hendi Weizaks. Bæði hann og Brown virtust agndofa. Johnny opnaði veskið og eftir að hafa leitað á milli gamalla nafn- spjalda og miða fann hann litla Ijósmynd sem búið var að plasthúða. Á myndinni var ung kona með hárið undir skuplu. Bros hennar var geislandi og unglegt. Hún hélt í höndina á ungum dreng. Við hlið hennar var maður í einkennisbúningi pólska hersins. Johnny hélt myndinni þétt milli handa sér og lokaði augunum. Andartak var myrkur og svo kom vagn þjótandi út úr myrkrinu ... nei, ekki vagn, likvagn. Líkvagn með hestum fyrir. Búið var að deyfa Ijósin á honum með svörtu klæði. Vitan- lega var þetta líkvagn vegna þess að þeir voru (deyjandi í hundraðatali, já, í þúsundatali, réðu ekkert við skriðdrekana, þýska herinn, nítjándu aidar riddaralið gegn skriðdrekum og vélbyssum. sþrengingar. öskur, deyjandi menn, hestur með innyflin úti og tryllt augnaráð svo hvítan sást, fyrir aftan hann fallþyssa á hvolfi og enn sækja þeirað. Weizak kemur, stendur i istöðunum með sverðið hátt á lofti í síðsumarsrigningunni 1939, menn hans fylgja honum, hrasandi í leðjunni, byssuturn- inn á nasistaskriðdrekanum fylgir honum eftir, finnur rétt mið, skýtur og skyndilega er hann horf- inn fyrir neðan mitti, sverðið flýgur úr höndum hans; og rétt hjá er varsjá. nasistaúlfurinn gengur laus í evrópu). „Við verðum að stöðva þetta,“ sagði Brown, rödd hans áhyggjufull og fjarlæg. „Þú æsir þig of mikið, Johnny." „Hann er búinn að setja sig í einhvers konar leiðslu," sagði Weizak. Heitt hérna. Hann svitnaði. Hann svitnaði vegna þess að (borgin brennur, þúsundir flýja, trukkur þýtur niður grjótlagða götu og á pallinum á trukknum standa veifandi þýskir hermenn með hjálma og unga konan er ekki brosandi núna, hún er að flýja, engin ástæða til að flýja ekki. barnið hefur verið sent á öruggan stað og nú geysist trukkurínn upp á gangstétt, aurhlífin lendir á henni, brýtur mjöðm hennar og sendir hana fljúg- andi gegnum búðarglugga og inn í úraverslun og allt ferað klingja. klingja vegna þess hvað klukkan er. klukkan er) „Sex,“ sagði Johnny óskýrt. Augu hans höfðu ranghvolfst svo aðeins sást í þanda hvítuna. „Annar september 1939 og allir gaukarnir kvaka." „Guð minn góður, hvað á sér stað hér?“ hvísl- aði Weizak. Hjúkrunarkonan var komin upp að stjórnborðinu, andlit hennar fölt og hræðslulegt. Allir eru hræddir núna því dauðinn er í loftinu. Hann er alltaf í loftinu á þessum stað, þessum (spítala. lyktin af eter. þeir hrópa á dauðastaðn- um. pólland er dáið, pólland er fallið fyrir elding- arhraðri árás þýska hersins. brotin mjöðm. mað- urinn í næsta rúmi kallar eftir vatni, kallar, kallar, kallar. hún minnist þess að „DRENGURINN ER ÓHULTUR." hvaða drengur? hún veit það ekki. hvaða drengur? hvað heitir hún? hún man það ekki. aðeins að) „Drengurinn er óhultur," sagði Johnny loðmælt- ur. „A-ha. A-ha.“ „Við verðum að stöðva þetta,“ endurtók Brown. „Hvernig leggurðu til að við gerum það?" spurði Weizak, rödd hans við það að bresta. „Það er of langt gengið til að ... “ Raddir dvínuðu. Raddirnar eru undir skýjunum. Allt er undir skýjunum. Evrópa er undir stríðsskýj- um. Allt er undir skýjunum nema tindarnir, fjalls- tindar (sviss, sviss og nú heitir hún BORENTZ. hún heitir JOHANNA BORENTZ og maður henn- STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Gæfan brosir við þér. Rómantískir eldar loga glatt og þú getur aukið þá með því að sýna frumkvæði. Þetta er góður tími til ferðalaga og mannlegra sam- skipta. Hámark þessa góða tíma næst daginn eftir sumarsólstöður. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Rómantíkin verður djúp og kraftmikil, sérstaklega 23.-25. júní. Þótt bjartsýnin sé almennt ekki þín sterka hlið má leysa vandamál með skilningi og þolin- mæði. Láttu ekki stjórnast af hvik- lyndi en hafðu reglu á hlutunum. TVfBURARNIR 21. maí - 21. júní Sköpunarhæfni þin fer aö ná hámarki. Rómantíkin blómstr- ar hjá óbundnum tvíburum þar sem ný kynni eru líkleg. Vertu samt elskuleg(ur) við þína nán- ustu og þú færð umbun fyrir. Mundu að leikir hafa stundum jafnmikla þýðingu og störf. /MA. KRABBINN 22. júní - 22. júlí • Fjármálaáhyggjur þínar endast fram yfir 19. júní en málin eru ekki eins slæm og á horfist. Heppnin verður jafnvel með þér um miðjan mánuð eins og síðar mun koma í Ijós. Nánustu vinir þínir vilja fá að vita hvernig þér líður. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þú ert hlaðin(n) krafti um þessar mundir en reyndu samt að vera svolítið sveigjanleg(ur). Þér er til dæmis alveg óhætt að skemmta þér svolítið og sinna öðru sem þér finnst skemmtilegt. Svolítið ferðalag gæti verið upp- lagt núna. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Síðari hluti mánaðarins er upplagður til að eyða í róleg- heitum og hugsa hlutina. Marg- menni gæti haft truflandi áhrif á þig og þú færð meira út úr þvi að vera út af fyrir þig. Þú átt eftir að fá fullt af hugmyndum. VOGIN 24. sept. - 23. október Ef þú átt þess kost að ferðast núna skaltu ekki sleppa tækifærinu. Skemmtileg atvikfara að gera vart við sig þegar líða tekur á mánuðinn. Forðastu samt freistingar og vertu ekki að hnýs- ast í annarra manna mál. SPORÐDREKINN 24. október - 21 nóv. Þú getur aukið við þekk- ingu þína seinni hluta mánaðar- ins. Gríptu gott tækifæri því að bið gæti orðið á öðru eins. Skemmtanir verða kannski svolít- ið yfirborðskenndar kringum miðj- an mánuð en þú verður í sól- skinsskapi og líður vel. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. des. Nýtt fólk, ný reynsla og ferðalög örva huga þinn. Nú er mikils virði að skiptast á skoðun- um við fólk því að aðlögunar- hæfni þín reynist þér einkar vel um þessar mundir. Það er heil- mikið að gerast hjá þér núna - hvað viltu hafa það betra? STEINGEITIN 22. desember - 19. jan. Gott tímabil. Þú græðir meira en þú tapar en vertu samt örugg(ur) um stöðu þína. Þér er óhætt að skemmta þér og taka upp á einhverju óvenjulegu en eftir 19. júní truflar náið samband við einhverja manneskju dóm- greind þína svolítið. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Nú ríður á að þú anir ekki út í einhverja vitleysu. Þú kynnist mörgu fólki og sumt af því kemur róti á tilfinningar þínar, jafnvel svo að rótgróin kynni gætu riðlast. Hafðu hugfast að aðdráttarafl þitt er sterkt um þessar mundir. FISKARNIR 19. febrúar- 20. mars Gæði vinnu þinnar knýja framför þína áfram. Hikaðu ekki við að skipta um umhverfi um stund því það sem þú gerir óund- irbúið á vel við þig og gefur þér nýja innsýn í eitthvert leiðinda- mál. Þú ert í ágætis formi núna og til í allt. 11.TBL.1991 VIKAN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.