Vikan - 30.05.1991, Page 40
Hlær? Nei. Hann hlær ekki. Hann gerir gys aö
því.“
„Og þú gerir það ekki?“
„Ég hugsa um Edgar Cayce. Og Peter Hurkos.
Ég reyndi aö segja Brown frá Hurkos og hann
gerði gys aö mér. Hann vill ekki tala um þetta;
hann vill ekkert af þessu vita.“
Johnny sagði ekkert.
„Og hvað eigum við að gera við þig?“
„Þarf að gera eitthvað?"
„Ég held það,“ sagði Weizak. Hann stóð upp.
„Ég læt þér eftir að íhuga það. En haföu þetta
hugfast: sumt er betra að sjá ekki og sumt er betur
týnt en fundið."
Hann bauð Johnny góða nótt og fór hljóðlega.
Johnny var orðinn örþreyttur en þrátt fyrir það
heimsótti svefninn hann ekki um langa hríð.
9. KAFLI
. | .
Johnny átti að fara í fyrstu skurðaðgerðina 28.
maí. Bæði Weizak og Brown höfðu útskýrt að-
gerðina vandlega fyrir honum. Hann fengi stað-
deyfingu - hvorugum fannst óhætt að svæfa
hann. Fyrsta aðgerðin yrði á hnjám og ökklum.
Hans eigin liðbönd, sem höfðu styst meðan hann
svaf þessum langa svefni, yrðu lengd með undra-
trefjum úr plasti. Plastið, sem átti að nota var einn-
ig notað við hjartalokuaðgerðir. Spurningin var
ekki hvort líkami hans myndi hafna eða taka við
gerviliðböndunum, sagði Brown honum, heldur
hve vel fótleggir hans tækju breytingunni. Ef þeim
gengi vel með hnén og ökklana voru þrjár aðgerð-
ir í viðbót fyrirhugaðar: ein á löngu liðböndunum í
lærunum, ein á olnbogaliðböndunum og ein á
hálsinum sem hann gat varla hreyft. Raymond
Ruopp, sem var upphafsmaður þessarar tækni,
átti að framkvæma aðgerðina. Hann var á leiðinni
frá San Francisco.
„Hvað vill þessi Ruopp með mig hafa ef hann er
svona mikil súperstjarna?" spurði Johnny. Súp-
erstjarna var orð sem hann hafði lært af Marie.
Hún hafði notað það í sambandi við sköllóttan
söngvara með gleraugu sem hét því ólíklega
nafni Elton John.
„Þú vanmetur þína eigin súperstjörnuhæfi-
leika," svaraði Brown. „Það er aðeins til handfylli
af fólki í Bandaríkjunum sem vaknað hefur úr jafn-
löngu dái og þú varst í. Og af þeirri handfylli hefur
bati þinn af heilaskemmdunum verið róttækastur
og ánægjulegastur."
Sam Weizak var berorðari. „Þú ert tilraunadýr,
ekki satt?“
„Hvað?“
„Já. Viltu líta upp í ljósið.“ Weizak beindi Ijósi
að vinstra augasteini Johnnys. „Veistu að ég get
litið beint á sjóntaugina með þessu? Já. Augun
eru meira en speglar sálarinnar. Þau hafa úrslita-
þýðingu fyrir viðhald heilans.“
„Tilraunadýr,“ sagði Johnny önugur og starði
inn í grimmiiegt Ijósið.
„Já.“ Ljósið slokknaði. „Ekki vorkenna þér
svona. Margar þeirra aðferða sem verður beitt á
þig voru notaðar í Víetnamstríðinu. Það er enginn
hörgull á tilraunadýrum á hersjúkrahúsunum. Ru-
opp hefur áhuga á þér vegna þess að þú ert ein-
stæður. Hér er maður sem hefur sofið í fjögur og
hálft ár. Getur hann gengið á ný? Áhugavert úr-
lausnarefni. Hann sér fyrir sér greinina sem hann
mun skrifa um þetta í Læknatíðindi Nýja
Englands. Hann hlakkar til þess á sama hátt og
barn hlakkar til að fá nýju leikföngin undir jóla-
trénu. Hann sér þig ekki, hann sér ekki Johnny
Smith og sársauka hans, Johnny Smith sem þarf
að fá bekken og kalla á hjúkrunarkonuna ef hann
klæjar á bakinu. Það er gott. Hendur hans verða
styrkar. Brostu, Johnny. Þessi Ruopp minnir á
bankagjaldkera en hann er hugsanlega besti
skurðlæknir Norður- Ameríku."
En Johnny veittist erfitt að brosa.
Skyldurækinn hafði hann lesið alla bæklingana
sem móðir hans hafði skilið eftir. Þeir ollu honum
þunglyndi og á ný fór hann að óttast um geðheilsu
hennar. Sumir virtust skrifaðir af heiðingjum, aðrir
minntu á fjölleikahús brjálæðisins: Kristur bjó und-
ir Suðurpólnum, Guð ók um á fljúgandi diskum,
New York var Sódóma, Los Angeles var Góm-
orra. Honum var ómögulegt að tengja bæklingana
við hina trúuðu en þó jarðbundnu konu sem hann
hafði þekkt fyrir dauðadáið.
Þremur dögum eftir atvikið með myndina af
móður Weizaks kom grannur, dökkhærður blaða-
maður að nafni David Bright frá Fréttablaðinu í
Bangor í heimsókn til Johnnys og spurði hvort
hann mætti eiga við hann stutt viðtal.
„Ertu búinn að spyrja læknana?" spurði
Johnny.
Bright glotti. „Reyndar ekki.“
„Allt í lagi,“ sagði Johnny. „Fyrst svo er væri
mér ánægja að því að ræða við þig.“
„Þú ert maður að mínu skapi,“ sagði Bright.
Fyrstu spurningar hans voru um slysið og um
hugsanir Johnnys og tilfinningar við að vakna úr
dauðadái og uppgötva að hann var búinn að týna
næstum hálfum áratug. Johnny svaraði þessum
spurningum af heiðarleik og hreinskilni. Síðan
sagði Bright honum að hann hefði heyrt frá „heim-
ildarmanni" að Johnny hefði hlotnast einhvers
konar skyggnigáfa sem afleiðing af slysinu.
„Ertu að spyrja mig hvort ég hafi yfirnáttúrlega
hæfileika?"
Bright brosti og yppti öxlum. „Það er ágætt til að
byrja með.“
Johnny hafði hugsað vel og vandlega um það
sem Weizak hafði sagt. Því meira sem hann
hugsaði um það þeim mun réttara fannst honum
af Weizak að leggja símann á án þess að segja
nokkuð. Eins og Weizak hafði sagt voru sumir
hlutir kannski betur geymdir týndir en fundnir.
„Nei,“ sagði hann. „Ég hef þá ekki frekar en
þú.“
„Samkvæmt mínum heimildum þá ... “
„Nei, það er ekki satt.“
Bright brosti kaldhæðnislega, virtist velta fyrir
sér hvort hann ætti að þrýsta frekar á málið en fór
síðan að spyrja Johnny um framtíðarhorfur hans,
hvernig honum litist á leiðina til baka. Johnny
svaraði þeim spurningum einnig eins heiðarlega
og hann gat.
„Og hvað ætlarðu svo að gera þegar þú losnar
héðan?“ spurði Bright.
„Ég er ekki farinn að íhuga það. Ég er enn að
reyna að venjast þeirri hugmynd að Gerald Ford
sé forseti."
Bright hló. „Þú ert ekki einn um það, vinur
rninn."
„Líklega fer ég aftur að kenna. Það er það eina
sem ég kann. En eins og er er of langt í það til að
hugsa um það.“
Bright þakkaði honum fyrir viðtalið og fór.
Greinin birtist í blaðinu tveimur dögum síðar, dag-
inn fyrir skurðaðgerðina. Hún var neðst á forsíð-
unni og fyrirsögnin var: LANGT í AÐ JOHN
SMITH NÁI FULLUM BATA. Það voru þrjár
myndir, ein þeirra tekin viku fyrir slysið, mynd af
Johnny í sjúkrarúmi sínu, horuðum og skældum,
með handleggi og fætur kengbogna. Milli þeirra
var mynd af gjörónýtum leigubílnum, liggjandi á
hliðinni eins og dauöur hundur. I grein Brights var
hvergi minnst á sjötta skilningarvitið eða spá-
dómsgáfu.
„Hvernig fórstu að því að snúa þig út úr því yfir-
skilvitlega?" spurði Weizak hann það kvöld.
Johnny yppti öxlum. „Hann virtist ágætis
náungi. Kannski vildi hann ekki gera mér það.“
„Kannski ekki,“ sagði Weizak. „En hann gleym-
ir því ekki. Ekki ef hann er góður blaðamaður -
sem mér skilst að hann sé.“
„Skilst?"
„Ég spurðist fyrir.“
„Ertu að gæta hagsmuna minna?"
„Við gerum hvað við getum. Ertu kvíðinn vegna
morgundagsins?“
„Ekki kvíðinn, nei. Hræddur er nákvæmara
orð.“
„Já, vitanlega ertu það. Það væri ég.“
„Verður þú þar?“
„Já, á áhorfendapöllum skurðstofunnar. Þú
þekkir mig ekki úr í græna sloppnum en ég verð
þar.“
„Vertu með eitthvað," sagði Johnny. „Vertu
með eitthvað svo ég þekki þig úr.“
Weizak leit á hann og brosti. „Allt í lagi. Ég skal
festa úrið mitt við sloppinn."
„Gott,“ sagði Johnny. „Hvað um Brown? Verð-
ur hann þarna?“
„Brown er í Washington. Á morgun mun hann
kynna þig fyrir Taugasérfræðingafélagi Bandaríkj-
anna. Ég er búinn að lesa greinargerðina. Hún er
góð.“
„Var þér ekki boðið?"
Weizak yppti öxlum. „Ég er hræddur við að
fljúga."
„Og kannski langaði þig að vera hér?“
Weizak brosti og sagði ekkert.
„Hann kann ekki sérlega vel við mig, er það?“
spurði Johnny. „Brown?“
40 VIKAN 11.TBL.1991