Vikan - 30.05.1991, Side 53
Peter Coyote (The Man In-
side) engan fyrirmyndarföður.
Myndin er leikstýrð af hand-
ritahöfundinum Michael
Bortman sem skrifaði handrit-
ið að The Good Mother þar
sem Diane Keaton var í aðal-
hlutverki.
Hangin with the Home-
boys býður upp á forvitnilegan
söguþráð. Myndin greinir frá
fjórum vinum sem eiga það
sameiginlegt að vera búnir
með menntaskólann en eru
óákveðnir hvað snertir fram-
tíðaráform. Föstudagskvöld
nokkurt ákveða þeir að fara út
á lífið. Þetta kvöld á síðan eftir
að breyta lífi þeirra. Best að
segja ekki meira að svo
stöddu.
Truly, Madly Deeply er
innileg ástarmynd sem fjallar
um ástir og endurfundi. Leikar-
inn Alan Rickman leikur í
henni en hann lék mikið ill-
menni í fyrstu Die Hard mynd-
inni.
í Suburbian Commando
leikur hinn frækni glfmukappi
Hulk Hogan (Gremlins 2)
málaliða sem kemur frá ann-
arri plánetu. Hann flýr til jarð-
arinnar og fer í felur. Hvað
veldur? Jú, hausaveiðarar,
sem eru ekki heldur frá þess-
um heimi, eru á hælum hans.
A Kiss Before Dying er
byggð á skáldsögu eftir Ira
Levin. Meðal leikara eru Matt
Dillon, Sean Young (The
Boost, Firebirds, No Way out
og Cousins), Max Von Sydow
og Diane Ladd. Matt Dillon
leikur ungan mann, Jonathan
Corliss. Hann giftist inn í vell-
auðuga fjölskyldu og leynir á
sér. Hann er hinn vænsti mað-
ur- eða þannig. Hann er allt í
senn, fyrirmyndar tengdason-
ur, hinn fullkomni elskhugi,
mömmustrákur hinn besti og
fjöldamorðingi hinn mesti.
í raun er þessi kvikmyndaút-
listun bara forsmekkur af því
sem koma skal. Framtíðin ber
margt í skauti sér. Nú er
ævintýrakvikmyndin Hook í
mótun hjá Steven Spielberg.
Nú lætur hann sem sé aftur til
sín taka. Þetta er sígilda
ævintýrið um Pétur Pan. Ein-
valalið leikara er í þessari
ævintýramynd Spielbergs,
leikarar á borð víð Dustin
Hoffman, Robin Williams,
Julia Roberts, Maggie Smith
(A Room with a View) og Bob
Hoskins (Mermaids og Heart
Condition).
Kanadíski leikstjórinn David
Cronenberg (The Fly I, Dead
Ringers) er að gera kvikmynd
sem heitir Naked Lunch.
Myndin er byggð á erfiðu bók-
menntaverki en Cronenberg
er búinn að sýna hversu fjöl-
hæfur hann er, sbr. meistara-
stykkið Dead Ringers. Leikar-
arnir í myndinni eru ekki af
verra taginu, Peter Weller
(Robocop I og II og Video-
drome), lan Holm (Chariots of
Fire og Henry V), Judy Davis
(Who Dares Wins), Roy
Scheider (Jaws I og II og Blue
Thunder) og Julian Sands
(Room with a View og Tenn-
essee Nights).
Leikstjórinn Jim Abrahams
er að gera grátbroslega
kvikmynd. [ henni er gert ó-
spart grín að metsölumyndinni
Top Gun. Myndin heitir Hot
Shots! An Important Movie
og Charlie Sheen og Jon
Cryer (Pretty in Pink) leika í
henni. Lloyd Bridges fer líka
með hlutverk í myndinni. Upp-
hafsatriðið þykir drepfyndið og
vel heppnaö. Þar er Charlie
Frh. á næstu opnu
▲ Bruce Willis í myndinni Hudson Hawke þar sem flogiö er hátt.
A
Bruce Willis
slær á létta
strengi.
Matt Dillon er
alvarlegur
ásýndum í
myndinni A
Kiss Before
Dying.
11.TBL1991 VIKAN 53