Vikan


Vikan - 30.05.1991, Síða 57

Vikan - 30.05.1991, Síða 57
TEXTI: ÓMAR FRIÐLEIFSSON Atriði úr kvikmyndinni Millers Crossing, sem gerð er af bræðrunum Joel og Ethan Cohen. Þeir hlutu verðlaun nýafstaðinnar kvikmynda- hátíðar á Cannes í Frakklandi fyrir nýjustu mynd sína. myndir bræöranna sem ættað- ir eru frá New York og eru mjög hæverskir þegar þeir fjalla um verk sín á hvíta tjald- inu. Um Millers Crossing var sagt: „Þetta verður myndin sem menn muna eftir frá árinu 1990.“ Allir dómar voru henni mjög hliðhollir og fólk um heim allan hefur hrifist af henni. Hún verður sýnd mjög fljótlega hér á landi. Albert Finney hefur leikið í ýmsum vel þekktum myndum og fengið lof fyrir, til dæmis The Dresser en hann var út- nefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í henni. Auk hennar lék hann í Lawrence of Arabia, Under the Volcano, Wolfen, The Dualists og fleiri góðum myndum. Hann fædd- ist á Norður-Englandi árið 1936 og ólst þar upp. Hann er því 55 ára gamall en lítur út eins og þrítugur. Hann valdi hlutverkið af því aö hann vildi vinna með bræðrunum sem gerðu Raising Arizona en hann dýrkar þá mynd. Gabriel Byrne fæddist á ír- i Marica Gay Harden fer með hlutverk stúlku sem veldur deilum á milli I tveggja vina. Millers Crossing heitir kvikmynd sem sýnd verður á næstunni hérlendis. Hún er gerð af kvik- myndasnillingunum og bræðr- unum Joel og Ethan Cohen. Þeir gerðu myndirnar Blood Simple og Raising Arizona, báðar verðlaunamyndir sem alls staðar hafa fengið rífandi góða dóma og aðsókn eftir því. Millers Crossing fjallar um mafíumál árið 1929 í ónefndri borg í Bandaríkjunum. Það eru þeir Albert Finney og Gabriel Byrne sem fara með aðalhlutverkin. Þeir leika vold- uga menn í þjóðfélaginu og eru perluvinir þangað til kven- maður kemur á milli þeirra. Þá kemur nefnilega sitthvað fram í dagsljósið. Millers Crossing er fyndin mynd, full af spenn- andi, frumlegum og skemmti- legum tökum. Tónlistin, sem er í höndum Carter Burwell, er einkar viðeigandi. Myndin var valin til að opna kvikmynda- hátíðina í New York í október sl. og vakti hún hrifningu og mikla athygli eins og hinar Albert Finney fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Millers Crossing, búralegur að vanda. landi. Þegar hann var 29 ára lék hann í írsku leikhúsi en vildi breyta til og fór til Eng- lands til að leika í kvikmynd- um. Fyrsta myndin sem hann lék í heitir Defence of the Realm. Síðan hefur hann leik- ið í myndum á borð við Gothic, Lionheart, Hello Again sem var fyrsta mynd hans ( Banda- ríkjunum og síðan Millers Crossing. Hlutverk hans þar er talið hans besta til þessa. Stúlkan, sem veldur deilunni á milli vinanna tveggja, er leik- in af Marciu Gay Harden en til þessa hefur hún aðeins leikið á sviði. Allir aðalleikararnir eiga það sameiginlegt að hafa leikið mikið á sviði. Bræðurnir Joel og Ethan Cohen skipta með sér verkum við að framleiða, skrifa hand- ritið og leikstýra myndinni. Sama verklag hafa þeir haft við allar myndirnar sínar sem nú eru orðnar fjórar talsins. Þess má geta að fimmta mynd þeirra verður frumsýnd í Bandaríkjunum í sumar. Sú mun heita Barton Flink. Joel fær heiðurinn af því aö vera leikstjóri Millers Crossing. Hann er 35 ára gamall. Ethan er 33 ára. Millers Crossing var frum- sýnd í Bandaríkjunum í haust og hefur halað inn 15 milljónir dollara í bíómiðasölu vestan- hafs til þessa. Sá sem sá um kvikmyndatökuna heitir Barry Sonnfeld og gerði garðinn frægan fyrir tökur sínar á myndunum The Big, Blood Simple, Throw Mama from the Train og When Harry Met Sally. Eftir að hafa unnið við þessar myndir er hann orðinn einn af eftirsóttustu kvik- myndatökumönnunum í Holly- wood. Millers Crossing er mynd sem vert er að taka eftir enda telja margir, sem séð hafa, hana eina af stórmyndum árs- ins 1990. 11. TBL 1991 VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.