Vikan


Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 59

Vikan - 30.05.1991, Qupperneq 59
Bandaríska þungarokkshljóm- sveitin Poison (frb. pojzönn en ekki pósjon) hefur þegar getið sér gott orð beggja vegna Atl- antshafsins, fyrst og fremst fyrir lögin Look What the Cat Dragged in (1986) og Open up and Say... Ah (1988) sem hafa selst í meira en tveimur milljónum eintaka hvort í Bandaríkjunum. Nýjasta alb- úmið, Flesh and Blood, hefur þegar selst I rösklega þremur milljónum eintaka og á jafnvel eftir að seljast betur en báðar fyrrnefndu plöturnar til samans áður en yfir lýkur. Meira en milljón eintök hafa selsts af Flesh and Blood utan Amer- íku. Af öðrum þekktustu lögum hljómsveitarinnar má nefna Look Don’t Touch, Ride the Wind, Talk Dirty to Me, I Want Action og Something to Be- lieve in. Alls hafa rúmlega tólf milljónir plötueintaka selst með Poison og sex lög af þeim hafa komist inn á topp tíu í Bandaríkjunum. Sviðsframkoma hljómsveit- arinnar er kapituli út af fyrir sig enda eru hljómleikar með Poi- son yfirleitt ógleymanlegir flestum sem verða vitni að þeim. Einhver hefur lýst þeim þannig að strákarnir andi aö sér hita og spúi út eldi. Flér er að vísu ekki átt við eld í orðs- ins fyllstu merkingu en í hita leiksins kemur fyrir að vel úti- látinn andlitsfarðinn rennur all- ur til um andlit þeirra. Söngvarinn Bret Michaels (fæddur í Pennsylvaníu 15. mars) er skrautlegur á sviði, kannski svolítið kvenlegur að sjá en getur líka verið fjand- samlegur útlits. Á hinn bóginn á hann það til að vera vin- gjarnlegur og honum finnst alltaf gaman að tala svolítið við áhorfendur á milli laga. Hann hefur lífvörð með sér hvert sem hann fer. Ekki bara til að halda æstum aðdáend- um í skefjum heldur vegna þess að hann er sykursjúkur og þarf að taka meðul reglu- lega. Gítarleikarinn CC Deville á 275 gítara og fer aldrei með færri en 50 þeirra með sér á hljómleika. Hann fæddist í New York 14. maí, er nokkuð hávær og á það til að laumast út að hljómleikum loknum og taka lagið á einn af gíturunum sínum á næstu krá. Bobby Dall bassaleikari er sá leynd- ardómsfulli í hljómsveitinni, fæddur í Flórída 2. nóvember. Hann á það til að lemja bass- ann sinn í rúst í lok hljómleika ef hann er óánægður - eða yfir sig ánægður. Trommu- leikarinn Rikki Rocket fæddist 8. ágúst, í Pennsylvaníu eins og Bret. Hann nýtur þess út í æsar að „lifa á barsmíðum”, eins og hann segir, enda skartar hann einu fyrirferðar- mesta trommusetti í bransan- um í dag; notar til dæmis ekki færri en fjórar bassatrommur samtímis. Þetta eru víst allt fremur skrautlegir náungar. C o l/l a Söngvari Poison er hinn skraut- legasti á sviði. Þegar breska hljómsveitin Qu- ireboys kom hingað til lands í fyrra, ásamt amerísku hljóm- sveitinni Whitesnake, var hún nýstirni á popphimninum. Nú er hún hins vegar oröin fræg um víða veröld. Strákarnir voru að fara að taka upp nýja plötu þegar þeim bauðst að koma til íslands í annað sinn. Þeir stóðust ekki mátið eftir góða viðkynningu við landið í fyrra og til að komast hingað frestuðu þeir frekari upptök- um. Það er kannski óþarfi að kynna Quireboys sérstaklega hér en þó er rétt að rifja aðeins upp nöfn meðlimanna. Það eru söngvarinn Spike, gítar- leikararnir gæjalegu, Guy Bail- ey og Guy Griffith, Chris John- Quireboys vildu ólmir koma aftur til íslands. stone á hljómborð, Nigel Mogg á bassa og lan Wallace á trommur. Það má geta þess í leiðinni að heil flugvél með einum af aðdáendaklúbbum hljómsveitarinnar eltir hana hingað til íslands. Fyrirtækið, sem stendur á bak við þessa hljómleika fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, heit- ir Rokk hf. og er nýtt af nálinni. Aðstandendur þess eru Alan Ball sem kom nokkuð við sögu Frh. á næstu opnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.