Vikan - 30.05.1991, Blaðsíða 61
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
TEK HUGSANLE6T
FRÁFALL Min
MED í REIKNINGINN
Ihvert sinn sem ég legg af
stað í ferðalag með flugvél
finnst mér ágætt að taka
hugsanlegt fráfall mitt með í
reikninginn. Erfðaskráin, sem
ég ætlaði að vera búin að
semja fyrir óralöngu, kemur
upp í huga minn og ég kveð
allt og alla með söknuði innra
með mér. Mest kveð ég þó
sjálfa mig, þennan ævilanga
vin í raun - og þakka sam-
starfið. Elskan mín, segi ég við
sjálfa mig, þú hlýtur að geta
dáið eins og hver annar. Og
ég sé mig í anda reyna að
bjarga einhverjum svona rétt
áður en ég gef upp öndina. Ég
er nefnilega dálftið hrædd um
að flugfreyjurnar reynist ekki
vandanum vaxnar þegar til
kemur að bjarga farþegunum
en ég er auðvitað að tala um
meðvitaða flughræðslu mína.
Þá hef ég satt að segja meiri
trú á hinni margreyndu (s-
atriði þegar ég hugsa um
væntanlegt fráfall mitt. Þaö er
eins gott að ég láti þetta uppi f
annarra áheyrn en mannsins
míns því ég hef margsinnis
sagt honum að hann myndi
reynast stórhættulegt vitni ef
nota ætti hann til að muna
þýðingarmikil atriði í mínu lífi
eða annarra. Örfáir dagar líða
og hann man ekki leyndarmál-
ið sem ég trúði honum fyrir og
var eins gott að það varðaði
ekki líf og dauða einhvers ná-
komins.
Reyndar þekkti ég eitt sinn
konu með slfkt minni að hún
mundi nákvæmlega hvenær
hún seldi gamla græna svefn-
sófann. Það var 31. mars
1978, gamla kommóðan var
seld 28. september 1979 og
mamma hennar rifbeinsbrotn-
aði 14. nóvember 1982. Ég
reyni ekkert að lýsa þessari
konu nánar núna þar sem
lensku húsmóður, þessari
sem við lesum um í blöðum,
það er að segja að henni lát-
inni. Konunni sem stendur
styrk hvað sem á móti blæs.
Er ég kannski ekki ein af
þeim? Hvað er ég annars að
flakka á milli landa, gera mér
upp alls kyns erindi sem að-
eins varða mig eina en ekki
fjölskylduna? Hvað er ég að
skilja litlu börnin mín eftir í
reiðileysi hjá pabba sínum?
Hann gæti gleymt að taka þau
inn á kvöldin, gleymt að gefa
þeim að borða, gleymt aö
slökkva á sjónvarpinu,
gleymt...
Eitt er alténd víst. Enga
sálma fyrir mig. Það er lykil-
þetta er útúrdúr og ég er að
tala um flughræðslu mína.
Flughræðslan er samt ekki
meiri en svo að ég læt mig
bara hafa hana og flýg á milli
landa hvenær sem færi gefst.
Og í hvert sinn sem ég lendi
heilu og höldnu finnst mér ég
hafa eignast lífið á ný. Gleði
mín er ómælanleg, ég fyllist
þakklæti og flýti mér á næsta
kaffihús. Til að hugsa. Svo
hringi ég heim.
Dýrð
Dýrð daganna
dvöl dægranna
heimur
haltu mér fast
í faðmi þínum.
o
co
&
o;
LU
o
o
cn
O
£L
EINN DAGUR
MEÐ JOOP!
Franski dömuilmurinn
JOOP! hefur notið sífellt
aukinnar viröingar og
vinsælda um víöa veröld á
undanförnum misserum enda
ætlaður konum sem kunna að
njóta lystisemda lífsins. Líkt
og önnur tákn glæsileika, svo
sem Rolls Royce og Rolex,
heldur JOOP! ímynd sinni og
stöðugleika frá ári til árs.
Ilmvatnið Nuit d’été minnir
á himininn milli rökkurs og
dögunar; ferskleikinn af hun-
angsdögg, hlýleiki rósar og
jasmínu blandaður möndlu-
keim, en umfram allt seiðandi
leyndardómar næturinnar.
Eau de toilette, hreint og
ferskt. Fyrsta snertingin við
munúð þessa ilms lýsir upp
daginn og sindrar eins og
daggardropar í fyrstu geislum
sólarinnar. Þessi ilmur eykur á
fyrirheitin um unað dagsins.
Gel douche er mjúk froða til
að hreinsa líkamann og auka
á þægindatilfinninguna; fljót-
virkt og afslappandi.
Creme pour le corps þýðir
einfaldlega krem fyrir líkam-
ann. Það nærir líkamann með
efnum sem hafa verið valin
gaumgæfilega til að vernda
húðina og endurnýja hana.
Það er borið létt á hana og gef-
ur henni unglegan blæ.
Deodorant. Það er einfald-
lega spurning um sjálfsvirð-
ingu hvaða lykteyðandi meðul
eru notuð. Deodorant Doux
lofar ferskleika og þægindatil-
finningu í amstri hversdags-
leikans og Deodorant Ultra
Doux er milt og öruggt, sér-
staklega fyrir viðkvæma húð.
Joop-línan er valmöguleiki
fyrir heimsmanneskjuna og
konuna sem vill láta sér líöa
vel og njóta athygli. Hver og
ein af þeim vörum, sem hér
hafa verið nefndar, þjónar sín-
um tilgangi sérstaklega en
auðvitað nást best áhrif með
því að nota alla línuna og
tengja þannig morguninn,
daginn, kvöldið og nóttina með
áhrifunum frá JOOP! □
ll.TBL 1991 VIKAN 61