Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 7

Vikan - 11.07.1991, Síða 7
BJÖRN BJÖRNSSON f VIKUVIÐTALI: Þó hann hafi mestalla tíð unnið að tjaldabaki eru æði margir sem kannast við brosmilt andlit Björns Björnssonar, leik- myndateiknara með meiru. Hann og félagar hans, Troels Bendtsen og Þórir Baldursson, stóðu sem sé að einu ást- sælasta tríói sem landið hefur alið, Savanna-tríóinu. til þess aö sýningarnar henti stað og Þegar þeir sungu eitt lag inn á plötu á dögun- um, í tilefni af þrjátíu ára afmæli tríósins, voru undirleikararnir engir aörir en arftakarnir sjálfir - Ríó-tríóið. En þó ferillinn með Savanna-tríóinu sé líklega það sem Björn er þekktastur fyrir með- al almennings hefur hann ekki setið auðum höndum þann aldarfjórðung sem liðinn er síðan tríóið söng saman síðast. Hann hefur unniö við tvær sjónvarpsstöðvar á þessum tíma, leikhús, kvikmyndir, auglýsingar og alls kyns sviðsetning- ar á skemmtidagskrám - en ávallt veriö að koma einhverjum öðrum á framfæri en sjálfum sér. „Þetta er merkisár hjá mér í mörgu tilliti," segir Björn þegar hann hefur verið heimtur með hand- afli niður af sviðinu á Hótel fslandi, þar sem hann leggur síðustu hönd á undirbúning nýjustu stór- sýningarinnar þar. „í ár eru þrjátíu ár síðan Sav- anna-tríóið söng sín fyrstu lög, tuttugu og fimm ár síðan ég hóf störf við sjónvarp, ég varð tuttugu og fimm ára stúdent á dögunum og á tuttugu og fimm ára brúökaupsafmæti fyrsta janúar á næsta ári. Þetta er þriðja sýningin sem ég sem og set upp á einu ári,“ segir Björn brosandi. Brosið er máski eins konar vörumerki Bjössa; á þeim rúmlega tuttugu árum sem blaðamaður hefur kannast við hann man hún ekki eftir honum öðruvísi en bros- þýöum og sviphýrum. En áfram með nútímann. Björn setti upp sýninguna Rokkað á himnum síð- astliðið haust ásamt vini sínum Björgvini Hall- dórssyni og Helenu Jónsdóttur dansahöfundi, síðan Næturvaktina með Ladda, Bessa og Halla á Hótel Sögu síðasta vetur en þetta er þriðja áriö í röð sem Björn setur upp skemmtidagskrá á Hótel Sögu og nú er það sumarsýning ársins á Hótel fslandi; T hjartastað. í henni eru um fjörutíu dægurlög frá rokktímanum sem öll hittu í hjarta- stað á sínum tíma og enn eru það Björgvin og Helena sem starfa með Birni að uppsetningunni. DÆGURMENNING NÆR TIL ALLRA „Hótel ísland er í rauninni eitt stærsta leikhús landsins," heldur Björn áfram. „Hér eru allt að átta hundruð manns á hverjum laugardegi og hér er hægt að setja upp stórar sýningar með tugum þátttakenda. Við uppsetningu svona sýninga nýti ég mína eigin reynslu frá því að hafa verið skemmtikraftur sjálfur og hafa fengist við að svið- setja. Svona skemmtidagskrá gerir heldur ekkert minni kröfur til mín en sýning niðri í Þjóðleikhúsi þar sem allir eru uppstrílaðir og grafalvarlegir. Ég ber fulla virðingu fyrir gestum hússins og reyni að gera sýningar þannig úr garði að fólk geti notið þeirra. Hér er ekki hægt að ætlast til þess að fólk þegi andaktugt en það sem hægt er að gera er að sjá stund. Þessar sýningar mínar hafa fallið í kramið; þær gera ekki of miklar kröfur til áhorfenda, sem eru jú að skemmta sér, en ég gæti þess jafnframt að gera ekki lítið úr fólki með því að vera með eitt- hvert rusl á boðstólum. Það eru lagðar milljónir í svona stórar sýningar, í þeim eru kannski hundr- að búningar og mikilli tækni beitt. Svo stend ég með Ólafi Laufdal gegnum þykkt og þunnt. Eng- inn annar hefur þetta nef sem hann hefur fyrir skemmtanaiðnaðinum. Hótel og hótelbyggingar eru allt annar handleggur en skemmtanalíf en mér finnst það skipta sköpum fyrir þennan skemmtanaiðnað aö menn eins og Öli geti starfað. Hann hefur gert meira í því að láta setja upp þessar stóru, dýru sýningar en nokkur annar. í raun má segja að Óli Lauf hafi búiö til þann litla showbisness sem til er á íslandi. Við eigum nú dansara og söngvara til að geta mannað stórar og flóknar sýningar og ef þetta leggst af verður menningin fátækari fyrir bragðið. Svona sýningar eru stór hluti dægurmenningar og dægurmenning er sú menning sem nær til allra. Fólk fær hér glæsilega og vandaða sýningu sem mikið er lagt í og allt þetta gerir að verkum að staðallinn hækkar, kröfurnar aukast. Ég virði svona sýningar alveg jafnmikið og einhverjar grafalvarlegar leiksýningar sem ganga þrisvar og svo vill enginn sjá þær rneir." SVO EIGNAST ÉG GÍTAR .. . Savanna-tríóið kom saman á dögunum í tilefni af þrjátíu ára afmælinu og sungu þeir þremenningar lagið Jarðarfarardagur inn á plötuna íslandslög. Hvernig var svo upphaf tríósins? „Troels á heiðurinn af því. Áriö 1959 er ég fimmtán ára gamall og búinn að læra á trommur í nokkur ár. Eg hafði spilað með skólahljómsveit í Lindargötuskóla en fer svo að spila með alvöru- hljómsveit. Þegar ég fer að rifja þetta upp geri ég mér grein fyrir því að ég hef lent í alls kyns brautryðjandamálum, jafnvel án þess að hafa hugmynd um það þegar það var að gerast. Þessi hljómsveit var sem sé fyrsta unglingahljómsveit á Islandi og hét Fimm í fullu fjöri. Við spiluðum í Silfurtunglinu fimm kvöld í viku þetta sumar. Ég var of ungur til að fá inngöngu á staðinn og varð því að mæta til vinnu eldhúsdyramegin. Þarna næ ég í rokkið og það hefur setið í mér síðan. Innst inni í sálinni eru ennþá þau lög sem þá bar hæst. Þarna voru Elvis, Paul Anka, Everly Broth- ers og fleiri á hátindi sínum. Hljómlistarmenn sækja í þessa tónlist aftur og aftur; menn geta Frh. á næstu opnu 14. TBL. 1991 VIKAN 7 TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.