Vikan


Vikan - 11.07.1991, Page 10

Vikan - 11.07.1991, Page 10
höföum gaman af og gátum svo snúiö okkur aö öðru þegar tíminn kom. Þegar Hugmyndarárunum lauk má segja aö viö Egill höfum skipt sjónvarpsstöðvunum á milli okkar því þá réð hann sig í Sjónvarpið sem dag- skrárstjóri og ég fór upp á Stöð 2 til þess aö búa til dagskrárgerðardeild þar. Þarna sást eiginlega hve valdamikið þetta litla tyrirtæki var.“ EINBJÖRN OG TVÍBJÖRN Eruð þið Egill þá samkeppnisaðilar núna? „Við erum fyrst og fremst vinir. Við Egill vinnum saman þegar það býðst en svo hvor í sínu lagi þess á milli. Það er gaman að hafa hvatninguna og þessa óbeinu samkeppni sem er okkar í milli í dag. Ég hef mikið lært af því að vinna með honum, eins og til dæmis það að stilla skap sitt. Tvíburinn á stundum bágt með sig; annar þeirra er fljótur til og hinn reynir að halda aftur af honum. Þó annar sé glaðvær og bjartsýnn þá kemur hinn stundum upp með efasemdir og reynir að telja úr manni kjark. Ég er afskaplega lítill töffari; það er auðvelt að vaða yfir mig af því að ég kann ekki að bíta frá mér og verjast. Þó held ég að káti tviburinn fái miklu oftar yfirhönd- ina en hinn. Svo er annar þeirra fornleifafræðing- ur og hinn rokkari. En mérfinnst ég stundum svo- lítið seinþroska. Það er af því að ég þarf að þroska tvo. Það er miklu meiri vinna. Annars þroskast ég vonandi svona hvað úr hverju.“ BJARTSYNIN VAR TVÍÞÆTT Og svo hófst enn eitt brautryðjandastarfið? „Já, þarna er ég aftur kominn í það að búa til sjónvarpsstöð - en í þetta sinn með tíu ára reynslu. Þetta var einstakt tækifæri og auðvitað kom í Ijós að svona einkafyrirtæki, sem byggir al- farið á því að áskrifendur séu með af fúsum og frjálsum vilja, getur ekki keppt við ríkið í að fram- leiða efni. Eitt af þvi fyrsta sem ég setti í gang var Heilsu- bælið, svo gerðum við heimsbikarmót í skák, Landslagið og margt fleira og keyrðum í rauninni á fullri ferð allan tímann án þess nokkurn tíma að hika. Þegar upp er staðið má segja að bjartsýnin hafi verið tvíþætt; annars vegar var hún í raun glapræði en hins vegar hefði aldrei verið hægt að koma Stöðinni upp án þessarar sömu bjartsýni. Afrekið, sem stendur eftir, er útbreiðsla Stöðvar- innar. 45.000 heimili í áskrift, það verður ekki leikið eftir." Björn hætti á Stöð 2 fyrr á þessu ári. „Tíminn á Stöö 2 var eitt allsherjar ævintýri og sérstaklega hlýtur svo að hafa verið fyrir þá sem settu hana af stað og keyrðu þetta áfram í rúm þrjú ár. - WiimKKW-- tlVl'lihSS CO Mörg og spennandi verk að baki og ekkert því til fyrirstöðu að álíka spennandi verkefni séu framundan. Þegar svo nýir eigendur komu inn var fjárhags- staðan orðin þannig að eitthvað varð að gera. Á- kveðið var að rétta fyrirtækið af fjárhagslega og deildin sem ég var upphaflega ráðinn til að stjórna var hreinlega lögð niður, strikuð út af skipuritinu. Þangað til fjárhagsstaðan breytist eru einfaldlega ekki til peningar til að halda úti dag- skrárgerðarsviði eins og við rákum, með þrjátíu til fjörutíu starfsmönnum. Það segir sig sjálft að innlend dagskrárgerð er dýrust af öllu því sem sjónvarpsstöðvar gera og fyrir þennan litla mark- að er afar dýrt að framleiða eigið efni. Menn urðu því að neita sér um þetta í bili. En þetta var skemmtilegurtími og mikið stuð. Svo snýr maður sér bara að öðru. Nú er bara að vona að nýir eig- endur geti litið upp úr bókhaldinu fljótlega því áhorfandinn spáir ekkert í bókhaldið heldur les hann dagskrána." Sú afurð sem Björn er persónulega ánægðast- ur með frá þessum tíma eru Áfangaþættirnir hans sextíu sem sýndir hafa verið á Stöð 2 undanfarin þrjú ár. „Þetta eru menningarsögulegir þættir, héðan og þaðan af landinu, sem ég klippi sjálfur, sem texta við og les inn á. Þetta eru fallegar myndir og fróðleikur um sögustaði, sem ertímalaus því það er ekki verið að fjalla um atburði líðandi stundar. Þarna hef ég tekið fyrir gamlar kirkjur, fræga sögustaði og merkar byggingar. Þó ég sé hættur uppi á Stöð reikna ég með því að taka efni í eina tuttugu þætti í sumar. Ég vona að Stöð 2 gangi og blessist því ég vil endilega að hér sé einkastöð sem keppir við ríkið. Þó ég hafi byrjað minn feril í Sjónvarpinu og þyki mjög vænt um þann tima komst ég á þá skoðun meðan ég var á Stöð 2 að ríkið eigi í raun og veru ekki að standa í svona rekstri. Ríkið á til dæmis ekkert frekar að vera með út- varpsfréttastofu en að gefa út blað. Hvers vegna gefur ríkið þá ekki allt eins út Ríkisblaðið daglega þar sem þú lest þínar opinberu fréttir? Vissulega þarf ríkið að halda uppi dreifikerfi fyrir Ijósvakamiðla, rétt eins og það heldur uppi vegakerfi, rafveitum og vatnsveitum, en ríkið þarf ekkert endilega að segja fólki hvað sé í fréttum og meta fréttir ofan í fólk.“ ÞAÐ KOSTAR AÐ VERA ÞJÓÐ „En það þarf að hundraðfalda það fé sem lagt er til framleiðslu innlends dagskrárefnis ef við ætl- um ekki að lognast út af og hætta að vera þjóð. Það er miklu nær að láta átta milljarða í íslenskar bíómyndir heldur en að reyna að framleiða loðfé, fiöurfé eða hreisturfé. Með áframhaldandi dagskrárstefnu og fjár- svelti kvikmyndasjóðs er fólk einungis að upplifa erlendan raunveruleika og erlent samfélag og við verðum betur heima í því hvað Ameríkanar gera á daginn heldur en íslendingar, því við höfum aldrei fjallað um okkur sjálfa. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að inn- Frh. á næstu opnu sukkeh^m. TYGGE^^b, tilwit /cNYHED V \ \ \ Jt 10 VIKAN 14. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.