Vikan


Vikan - 11.07.1991, Síða 17

Vikan - 11.07.1991, Síða 17
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: eitrun og feiknarlega hitasótt fékk ég þegar ég var í Póló- nesíu. Loftslagið, mataræðið og þessar oft erfiðu ferðir taka auðvitað sinn toll af líkamlegu atgervi manns. Fyrir Afríku- ferðina hafði ég byggt mig mjög vel upp og var 103 kíló þegar ég lagði af stað. í lok ferðarinnar var ég kominn nið- ur í 77 kfló. FÖRINNI HEITIÐ TIL SUÐUR-AMERÍKU - Þú ert kannski farinn að safna þér fyrir næstu ferð? „Já, svo sannarlega. Nú er ég að vinna á Aðalstöðinni og auövitað verð ég að leggja fyrir. Ég er þegar farinn að undirbúa næstu ferð mína sem verður til Suður-Ameríku. Ég stefni að því að komast þangað nú í haust en það er ekki enn komin ákveðin dag- setning á brottförina. Það tek- ur svo langan tíma að undir- búa ferð af þessu tagi. Einkum ertímafrekt að útvega sér allar nauðsynlegar vegabréfsárit- anir. Oft þarf maður að senda vegabréfið sitt til stjórnvalda í viðkomandi landi og bíða síð- an eftir því að fá það sent aftur að tilskildum leyfum fengnum. Auðvitað viðurkenni ég að allir mínir peningar fara í þessi ferðalög, það fer ekki hjá því. Ég neita mér þess vegna um bifreið og önnur veraldleg gæði sem hér á landi þykja sjálfsögð. En nú er ég sem sé að vinna til þess að geta öngl- að saman fyrir næsta ævintýri mínu. Mér finnst þetta vera hlutskipti mitt í lífinu um þess- ar mundir - að ferðast og vera einn með sjálfum mér á ókunnum slóðum. Það er hins vegar erfitt að lýsa þessari til- finningu." - Þú hefur lagt upp í ferðir þínar einn. Hvers vegna? „Þegar ég er á ferðalagi finnst mér ég á einhvern hátt standa nær sjálfum mér en ella. Mér líður best þegar ég er aleinn á ferð, með hattinn á höfðinu og bakpokann á herð- unum arkandi um ókunnar slóðir. Þá þarf ég í raun ekki að hafa áhyggjur af neinu og læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Mér liggur við að segja að að kvöldi sé morgun- dagurinn fjarri manni og óskrif- að blað. Við þessar aðstæður er ég algjöriega óbundinn, að mér finnst, og laus við hinar veraldlegu áhyggjur nútíma- þjóöfélags." „Ég er ákveöinn sporðdreki sem fer öllu sínu fram. Ef maður hefur draum þá finnst mér lágmarkið að stefna að því að láta drauminn rætast. Ég þyki sjálfsagt mikill furðu- fugl og ekki eins og fólk er flest, kannski sem beturfer." Pétur teygir úr sér í 3140 metra hæð á tindi eldfjallsins Agung á Balí. Æ RAKARA- 0G HÁRGREIÐSLUSTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 S 22077 TISKUFATAEFNI OG ALLT TIL SAUMA ■ Falleg ódýr gardínuefni fyrir sumarbústaðinn og íbúðina. Verslunin INGA HAMRABORG 14A KÓPAVOGI SÍMI 43812 squmqmnia HÁRGREIÐSLUSTOFA W RÖGNU MÝRARSELI 1 Bjóðum uppá alla almenna hársnyrtingu fyrir dömur og herra. 15% afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. 5% staðgreiðsluafsláttur á upphæðum yfir 3000. Opið frá: 9 - 6 virka daga. RAGNA HALLDÓRSDÓTTIR Verið velkomin sigríður ósk halldórsdóttir SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR mArsinyrtistofan QRAHDAVEQl47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra OPIÐ A LAUGARDÖOUM SÉRSTAKT VERÐ FYRIR ELLILlFEYRlSÞEGA Hrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari Helena Hólm hárgreiðslumeistari Ásgerður Felixdóttir hárgreiðslunemi RAKARA- & HÁR^RF/ÐSíófSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK 14. TBL. 1991 VIKAN 1 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.